Rakel meyr eftir síðasta vinnudaginn hjá Ríkisútvarpinu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. desember 2021 15:06 Rakel Þorbergsdóttir er hætt sem fréttastjóri og heldur nú á vit nýrra ævintýra. Aðsend Rakel Þorbergsdóttir lauk sinni síðustu vakt í dag á Ríkisútvarpinu í bili eftir 22 ára starf á fréttastofunni. Hún lætur þar af leiðandi af störfum sem fréttastjóri og hyggst byrja nýtt ár á tveggja mánaða leyfi. Því næst á vit ævintýranna. Blaðamaður náði tali af Rakel þegar hún hafði nýlokið sínum síðasta vinnudegi á Ríkisútvarpinu. Hún segir að erfitt hafi verið að kveðja fréttastofuna eftir 22 ár á sama vinnustað og hrósaði samstarfsfélögum sínum í hástert. Vinnufélagarnir söfnuðust saman í dag og komu henni á óvart þegar hún hafði lokið sinni síðustu beinu útsendingu. „Ég hef nú verið að grínast með það síðustu daga að þetta er eins og að vera stödd í eigin erfidrykkju, af því ég á náttúrulega marga góða félaga hér sem ég á eftir að sakna og maður er bara pínu meyr af því þetta er svo gott og skemmtilegt fólk sem ég er að vinna með. Og það er erfitt að kveðja það þó að maður vilji söðla um og prófa eitthvað nýtt,“ segir Rakel. „Þetta hljómar örugglega allt mjög klisjukennt“ Rakel hyggst byrja nýtt ár á tveggja mánaða uppsöfnuðu leyfi en að hennar sögn hefur aldrei gefist færi á að nýta það. Ekki er ljóst hver næstu skref verði að öðru leyti en hún segir hlæjandi í samtali við blaðamann að líklega standi til ætla uppfæra ferilskrána. „Sumum finnst þetta vera svolítið kalt, að ætla að vaða svona út í óvissuna, en ég er bara furðu brött og glöð með þetta allt saman. Ég bara hlakka til nýrra ævintýra. Þetta hljómar örugglega allt mjög klisjukennt en ég er bara á þessum góða stað,“ segir Rakel glöð í bragði. Fjölmiðlar Vistaskipti Ríkisútvarpið Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Fleiri fréttir Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Sjá meira
Blaðamaður náði tali af Rakel þegar hún hafði nýlokið sínum síðasta vinnudegi á Ríkisútvarpinu. Hún segir að erfitt hafi verið að kveðja fréttastofuna eftir 22 ár á sama vinnustað og hrósaði samstarfsfélögum sínum í hástert. Vinnufélagarnir söfnuðust saman í dag og komu henni á óvart þegar hún hafði lokið sinni síðustu beinu útsendingu. „Ég hef nú verið að grínast með það síðustu daga að þetta er eins og að vera stödd í eigin erfidrykkju, af því ég á náttúrulega marga góða félaga hér sem ég á eftir að sakna og maður er bara pínu meyr af því þetta er svo gott og skemmtilegt fólk sem ég er að vinna með. Og það er erfitt að kveðja það þó að maður vilji söðla um og prófa eitthvað nýtt,“ segir Rakel. „Þetta hljómar örugglega allt mjög klisjukennt“ Rakel hyggst byrja nýtt ár á tveggja mánaða uppsöfnuðu leyfi en að hennar sögn hefur aldrei gefist færi á að nýta það. Ekki er ljóst hver næstu skref verði að öðru leyti en hún segir hlæjandi í samtali við blaðamann að líklega standi til ætla uppfæra ferilskrána. „Sumum finnst þetta vera svolítið kalt, að ætla að vaða svona út í óvissuna, en ég er bara furðu brött og glöð með þetta allt saman. Ég bara hlakka til nýrra ævintýra. Þetta hljómar örugglega allt mjög klisjukennt en ég er bara á þessum góða stað,“ segir Rakel glöð í bragði.
Fjölmiðlar Vistaskipti Ríkisútvarpið Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Fleiri fréttir Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Sjá meira