Rakel meyr eftir síðasta vinnudaginn hjá Ríkisútvarpinu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. desember 2021 15:06 Rakel Þorbergsdóttir er hætt sem fréttastjóri og heldur nú á vit nýrra ævintýra. Aðsend Rakel Þorbergsdóttir lauk sinni síðustu vakt í dag á Ríkisútvarpinu í bili eftir 22 ára starf á fréttastofunni. Hún lætur þar af leiðandi af störfum sem fréttastjóri og hyggst byrja nýtt ár á tveggja mánaða leyfi. Því næst á vit ævintýranna. Blaðamaður náði tali af Rakel þegar hún hafði nýlokið sínum síðasta vinnudegi á Ríkisútvarpinu. Hún segir að erfitt hafi verið að kveðja fréttastofuna eftir 22 ár á sama vinnustað og hrósaði samstarfsfélögum sínum í hástert. Vinnufélagarnir söfnuðust saman í dag og komu henni á óvart þegar hún hafði lokið sinni síðustu beinu útsendingu. „Ég hef nú verið að grínast með það síðustu daga að þetta er eins og að vera stödd í eigin erfidrykkju, af því ég á náttúrulega marga góða félaga hér sem ég á eftir að sakna og maður er bara pínu meyr af því þetta er svo gott og skemmtilegt fólk sem ég er að vinna með. Og það er erfitt að kveðja það þó að maður vilji söðla um og prófa eitthvað nýtt,“ segir Rakel. „Þetta hljómar örugglega allt mjög klisjukennt“ Rakel hyggst byrja nýtt ár á tveggja mánaða uppsöfnuðu leyfi en að hennar sögn hefur aldrei gefist færi á að nýta það. Ekki er ljóst hver næstu skref verði að öðru leyti en hún segir hlæjandi í samtali við blaðamann að líklega standi til ætla uppfæra ferilskrána. „Sumum finnst þetta vera svolítið kalt, að ætla að vaða svona út í óvissuna, en ég er bara furðu brött og glöð með þetta allt saman. Ég bara hlakka til nýrra ævintýra. Þetta hljómar örugglega allt mjög klisjukennt en ég er bara á þessum góða stað,“ segir Rakel glöð í bragði. Fjölmiðlar Vistaskipti Ríkisútvarpið Mest lesið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Einhvern tímann var allt fyrst Lífið Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Fyrsti kossinn átti sér stað í bílakjallara Lífið Fleiri fréttir Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Sjá meira
Blaðamaður náði tali af Rakel þegar hún hafði nýlokið sínum síðasta vinnudegi á Ríkisútvarpinu. Hún segir að erfitt hafi verið að kveðja fréttastofuna eftir 22 ár á sama vinnustað og hrósaði samstarfsfélögum sínum í hástert. Vinnufélagarnir söfnuðust saman í dag og komu henni á óvart þegar hún hafði lokið sinni síðustu beinu útsendingu. „Ég hef nú verið að grínast með það síðustu daga að þetta er eins og að vera stödd í eigin erfidrykkju, af því ég á náttúrulega marga góða félaga hér sem ég á eftir að sakna og maður er bara pínu meyr af því þetta er svo gott og skemmtilegt fólk sem ég er að vinna með. Og það er erfitt að kveðja það þó að maður vilji söðla um og prófa eitthvað nýtt,“ segir Rakel. „Þetta hljómar örugglega allt mjög klisjukennt“ Rakel hyggst byrja nýtt ár á tveggja mánaða uppsöfnuðu leyfi en að hennar sögn hefur aldrei gefist færi á að nýta það. Ekki er ljóst hver næstu skref verði að öðru leyti en hún segir hlæjandi í samtali við blaðamann að líklega standi til ætla uppfæra ferilskrána. „Sumum finnst þetta vera svolítið kalt, að ætla að vaða svona út í óvissuna, en ég er bara furðu brött og glöð með þetta allt saman. Ég bara hlakka til nýrra ævintýra. Þetta hljómar örugglega allt mjög klisjukennt en ég er bara á þessum góða stað,“ segir Rakel glöð í bragði.
Fjölmiðlar Vistaskipti Ríkisútvarpið Mest lesið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Einhvern tímann var allt fyrst Lífið Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Fyrsti kossinn átti sér stað í bílakjallara Lífið Fleiri fréttir Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Sjá meira