B opnar á ný eftir afturköllun starfsleyfis Skemmtistaðurinn B, áður b5 og Bankastræti club, opnar á ný um helgina eftir að sýslumaður afturkallaði starfsleyfi staðarins þann 27. október síðastliðinn. Lífið 5. desember 2023 17:26
Þriðjudagstilboðið heldur áfram að hækka í verði Þriðjudagstilboð Domino's á Íslandi hefur hækkað í verði úr 1200 krónum upp í 1300 krónum. Um er að ræða þriðju verðhækkunina á tilboðinu frá árinu 2021, sem áður hafði kostað þúsund krónur í ellefu ár. Síðasta verðhækkun var í janúar á þessu ári. Neytendur 5. desember 2023 11:18
Ballið búið hjá Taco Bell Veitingastöðum alþjóðlegu keðjunnar Taco Bell, sem reknir hafa verið samhliða veitingastöðum KFC hér á landi, verður lokað að óbreyttu. Helgi Vilhjálmsson, sem ávallt er kenndur við Góu, segir sérfræðinga KFC á alþjóðavísu hafa bannað rekstur staðanna í sama húsnæði. Viðskipti innlent 4. desember 2023 14:47
Fékk sama fjölda í hádegismat og fyrir skjálftana Veitingamaður í Grindavík opnaði veitingastað sinn í fyrsta skipti eftir rýmingu bæjarins í dag. Hann fékk um 150 manns í hádegismat. Innlent 30. nóvember 2023 22:16
Maður sem kveikti í eigin veitingastað fer ekki fyrir Hæstarétt Málskotsbeiðni manns sem hefur verið sakfelldur fyrir að kveikja í eigin veitingastað í Reykjanesbæ árið 2020 hefur verið hafnað. Mál hans verður því ekki tekið fyrir í Hæstarétti. Landsréttur staðfesti í haust dóm héraðsdóms í málinu, þar sem manninum er gert að sæta tveggja ára og þriggja mánaða fangelsisvist. Innlent 28. nóvember 2023 10:55
Umfjöllun um súludansstaði í Ríkisútvarpinu sýni að uppgjörs sé þörf Drífa Snædal, talskona Stígamóta, gagnrýnir umfjöllun skemmtiþáttanna Tjútt úr smiðju RÚV um íslenska nektardansstaði. Hún segir ljóst að Íslendingar þurfi uppgjör við fortíðina vegna staðanna þar sem mansal hafi viðgengist. Innlent 27. nóvember 2023 13:40
Þingmaður Pírata handtekinn á skemmtistað Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, var handtekin síðasta föstudag á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Hún segir ástæðuna vera að hún hafi verið of lengi inn á salerni staðarins. Innlent 26. nóvember 2023 14:57
Wolt mætt í Hveragerði og Selfoss Heimsendingarþjónusturisinn Wolt hefur stækkað sendingarsvæði sitt og sinnir nú íbúum í Hveragerði og Selfossi. Wolt mætti í Reykjanesbæ í október. Viðskipti innlent 23. nóvember 2023 11:19
Lögregla kölluð til vegna líkamsárásar og slagsmála á veitingastað Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust tvær tilkynningar um slagsmál í gærkvöldi eða nótt. Í öðru tilvikinu reyndist einn slasaður og var annar handtekinn fyrir líkamsárás. Innlent 22. nóvember 2023 06:32
Frír fiskur og franskar handa Grindvíkingum Hjálparsamtökin World Central Kitchen ætla að bjóða Grindvíkingum upp á ókeypis fisk og franskar í Smáranum í Kópavogi í dag. Þar fara fram leikir karla- og kvennaliðs Grindavíkur í körfubolta. Innlent 18. nóvember 2023 11:49
Halli sviptir hulunni af Bláa herberginu: Tekur oftast Elvis í karaokí Haraldur Þorleifsson opnar með formlegum hætti bíósal, hið svokallaða Bláa herbergi, á veitingastaðnum Önnu Jónu á Tryggvagötu í Reykjavík. Þar gefst gestum tækifæri á að halda fund, horfa á kvikmynd eða að fara í karaokí. Sjálfur segist Haraldur mikill karaokí maður. Lífið 17. nóvember 2023 14:02
Veittu áfengi á skemmtistað eftir lokun Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynnt var um að verið væri að veita áfengi á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur eftir lokun. Innlent 16. nóvember 2023 07:19
Smass og Stél lokað en 2Guys og Just Wingin' It koma í staðinn Veitingastöðunum Smass og Stél hefur verið lokað. Um var að ræða þrjá staði; í Vesturbænum í Reykjavík, á Fitjum í Reykjanesbæ og í Háholti í Mosfellsbæ. Viðskipti innlent 15. nóvember 2023 09:03
Wok On sver af sér tengsl við lagerinn Talsmaður veitingastaðakeðjunnar Wok On segir sárt að heyra að búið að sé að bendla veitingastaðinn við ólöglegan matvælalager í Sóltúni í Reykjavík. Eigandi lagersins komi ekki að daglegum rekstri Wok On en eigi þó hlut í tveimur útibúum keðjunnar og sjái Wok On fyrir húsnæði. Innlent 10. nóvember 2023 10:05
Nýr pítsustaður í Vesturbæinn Pítsustaður bætist í flóru veitingastaða í vesturbæ Reykjavíkur í dag þegar Pizza 107 opnar dyrnar í Úlfarsfelli. Valgeir Gunnlaugsson er maðurinn á bak við staðinn og með honum í liði er söngvarinn Páll Óskar. Viðskipti innlent 8. nóvember 2023 11:45
Loka kaffihúsinu á Árbæjarsafni Reykjavíkurborg hefur ákveðið að hætta rekstri kaffihúss á Árbæjarsafni á næsta ári. Dregið verður úr þátttöku Borgarsögusafns í kostnaði á Safnanótt og Menningarnótt auk þess sem dregið veður úr dagskrá og aðgengi í Viðey. Innlent 7. nóvember 2023 16:12
Telja að matvælum hafi verið dreift úr kjallaranum Fulltrúa hreinsunarfyrirtækisins Vy-Þrifa var kunnugt um að rottur og mýs væru innan um matvæli sem geymd voru í kjallara í Sóltúni 20 í Reykjavík. Lögmaður Vy-þrifa segir að til hafi staðið að farga matvælunum en fyrirtæki hafi verið að passa upp á matarsóun. Heilbrigðisefirlitið telur að matvælum hafi verið dreift til neyslu en því hafnar Vy-Þrif. Innlent 7. nóvember 2023 11:51
Eldur kviknaði á veitingastað á Selfossi Slökkvilið Árnessýslu er að störfum á veitingastaðnum Krisp á Selfossi, þar sem eldur kviknaði á tólfta tímanum. Innlent 6. nóvember 2023 11:57
Snjórinn fallinn J-dagurinn, svonefndi, er haldinn hátíðlegur í dag um allan heim til að fagna því að jólabjórinn sé mættur. Dagskrá hófst á Dönsku kránni klukkan 12:00 í dag og „snjórinn féll“ klukkan 20:59. Lífið 3. nóvember 2023 21:00
Davíð Helgason og bleikur flamingó mættu til Halla Veitinga-og skemmtistaðurinn Anna Jóna í Tryggvagötu bauð í gær góðum gestum í heimsókn til að fagna lífinu og kynna allskonar skemmtilegar breytingar, eins og því er lýst í tilkynningu. Lífið 3. nóvember 2023 13:57
Óhæfir embættismenn valdi skattgreiðendum fjárhagstjóni Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Sverris Einars Eiríkssonar, annars eiganda skemmtistaðarins B, telur lögreglu hafa farið algjöru offari þegar kom að eftirliti á staðnum og sakar hana um valdníðslu. Þá telur hann að sýslumaður hafi brotið meginreglur stjórnsýslulaga með þeirri ákvörðun að svipta staðinn tímabundnu rekstrarleyfi. Innlent 29. október 2023 15:41
Starfsleyfi skemmtistaðarins B afturkallað Skemmtistaðnum B verður lokað tímabundið, frá og með deginum í dag. Lokunin stendur yfir í sex vikur. Sýslumaður afturkallaði starfsleyfi staðarins vegna tilkynninga frá lögreglu um að á staðnum hafi á tilteknum dögum verið of margir gestir. Þá hafi ungmenni undir aldri verið meðal gesta. Eigendur ætla í skaðabótamál. Innlent 27. október 2023 21:28
Gömlu húsakynni Húrra glædd nýju lífi Skemmtistaðurinn Húrra fær endurnýjun lífdaga von bráðar en rekstrarstjóri skemmtistaðarins Bravó hyggst opna þar nýjan stað, sem ber nafnið Radar. Áhersla verður lögð á raftónlist og þá tekur Bravó einnig breytingum. Nýi staðurinn opnar í nóvember. Viðskipti innlent 27. október 2023 17:17
Sindri Snær og Alexía glæsileg í pítsuveislu Mikil stemmning var í sex ára afmæli veitingastaðarins Flatey pizza á dögunum. Margt var um manninn þar sem vinir, vandamenn og velunnurum var boðið til samfagnaðar. Lífið 25. október 2023 12:52
Kvennaverkfall ekki um að „hæpa einhverja gúddí gæja“ Svo virðist sem ákvörðun Haralds Þorleifssonar eiganda veitingahússins Önnu Jónu að fá þjóðþekkta einstaklinga til að hlaupa í skarðið fyrir kvenkyns þjóna, ætli að snúast í höndum hans. Sóley Tómasdóttir femínisti fordæmir hugmyndina. Innlent 23. október 2023 16:02
Þarf að sjá um börnin og getur því ekki þjónað til borðs Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson getur ekki þjónað til borðs á morgun á veitingastaðnum Önnu Jónu því hann þarf að hugsa um börnin sín. Hann hefur því afboðað þátttöku sína og segir hugmyndina ekki eins frábæra og hann ætlaði fyrst. Lífið 23. október 2023 13:53
Skrúfa niður í djamminu á Prikinu Mikið stendur til á veitingahúsinu Prikinu í hjarta miðbæjar Reykjavíkur þessa dagana. Staðurinn gengur í gengum endurnýjun lífdaga og verður hér eftir aðeins á einni hæð. Skrúfað verður niður í djamminu sem hefur einkennt starfsemina síðusta áratug. Viðskipti innlent 20. október 2023 14:21
Eigandi Bryggjunnar Brugghúss selur slotið og flytur í Ölfus Jóel Salómon Hjálmarsson, einn af eigendum veitingastaðarins Bryggjan Brugghús, og eiginkona hans María Fortescue hafa sett glæsilegt raðhús sitt við Skeiðarvog í Reykjavík til sölu. Ásett verð fyrir eignina er 119,7 milljónir. Lífið 19. október 2023 14:06
Bragðgóð veisla í boði Mandi, Hlöllabáta og Bankans Bistro Vöxtur Veitingafélagsins hefur verið mikill undanfarið en félagið rekur tíu veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu undir þremur vörumerkjum. Lífið samstarf 19. október 2023 08:31
Allt matvælaeftirlit fari til ríkisins Einróma niðurstaða starfshóps um fyrirkomulag eftirlits með hollustuháttum, mengunarvörnum og matvælaeftirliti, er sú að þörf sé á því að færa allt eftirlit til stofnana ríkisins. Hópurinn leggur til að níu eftirlitsstofnanir, svokallaðar heilbrigðisnefndir, á vegum sveitarfélaga verði lagðar niður. Innlent 17. október 2023 13:10