Innlent

Frank Walter Sands er fallinn frá

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frank Walter Sands stofnaði veitingastaðinn Vegamót þar sem Bastard er rekinn í dag á Vegamótastíg.
Frank Walter Sands stofnaði veitingastaðinn Vegamót þar sem Bastard er rekinn í dag á Vegamótastíg. Frank Walter

Frank Walter Sands, at­hafnamaður og stofn­andi veit­ingastaðanna Vega­móta og Reykja­vík Bag­el Comp­any, er lát­inn, aðeins 58 ára gam­all. Frank lést á sjúkra­hús­inu í Avignon 8. októ­ber sl. af völd­um hast­ar­legra of­næmisviðbragða og hjarta­áfalls þar sem hann var stadd­ur í fríi í Suður-Frakklandi.

Greint er frá andláti Franks í Morgunblaðinu í dag. Frank flutti 25 ára til Íslands árið 1991 ásamt Auðbjörgu Halldórsdóttur sem hann hafði kynnst við háskólanám í Boston. Þau giftu sig árið 1992 og skildu árið 2021. Þau eignuðust þrjár dætur sem Frank lætur eftir sig.

Frank starfaði í seinni tíð sem leiðsögumaður og pistlahöfundur hjá Iceland Review. Hann var mikill tungumálamaður og talaði auk ensku þýsku, frönsku, íslensku og flæmsku auk þess að leggja stund á spænsku. Útför Franks fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 18. október klukkan 13.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×