Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Árni Sæberg skrifar 21. nóvember 2024 12:22 Héraðsdómur Suðurlands kvað upp dóm í málinu í dag. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur til skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir kynferðislega áreitni gagnvart konu á salerni skemmtistaðar á Suðurlandi árið 2022. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands, sem kveðinn var upp í dag, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni, með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 14. ágúst 2022, á salerni skemmtistaðar haldið annarri hendi konunnar fastri upp við vegg salernisins, káfað á brjóstum hennar utan klæða, kysst háls hennar og sleikt hægra eyra, og farið með hendi sína inn undir kjól hennar og niður fyrir buxnastreng sokkabuxna sem hún var íklædd. Mætti ekki Þess hafi verið krafist að maðurinn yrði dæmdur til refsingar og til greiðslu sakarkostnaðar. Maðurinn hafi hvorki mætt við þingfestingu málsins né síðari fyrirtöku þess þrátt fyrir lögmæta birtingu ákæru í Lögbirtingablaði þann 2. september sl., ásamt fyrirkalli þar sem þess var getið að málið kynni að verða dæmt að manninum fjarstöddum. Því var málið dómtekið án þess að maðurinn héldi uppi vörnum og útivistardómur gekk í því. Sannað hafi verið að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir og hann því sakfelldur. Hæfileg refsing hafi verið metin níutíu daga fangelsi en þar sem hann hefði ekki hlotið refsingu áður þætti rétt að skilorðsbinda refsinguna til tveggja ára. Vildi tvær milljónir en fær 600 þúsund Þá hafi konan krafist tveggja milljóna króna í miskabætur úr hendi mannsins en hæfilegt væri að hann greiddi konunni 600 þúsund krónur. Loks var maðurinn dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, samtals 918 þúsund krónur. Þar af er þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola 862 þúsund krónur, að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Næturlíf Veitingastaðir Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Suðurlands, sem kveðinn var upp í dag, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni, með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 14. ágúst 2022, á salerni skemmtistaðar haldið annarri hendi konunnar fastri upp við vegg salernisins, káfað á brjóstum hennar utan klæða, kysst háls hennar og sleikt hægra eyra, og farið með hendi sína inn undir kjól hennar og niður fyrir buxnastreng sokkabuxna sem hún var íklædd. Mætti ekki Þess hafi verið krafist að maðurinn yrði dæmdur til refsingar og til greiðslu sakarkostnaðar. Maðurinn hafi hvorki mætt við þingfestingu málsins né síðari fyrirtöku þess þrátt fyrir lögmæta birtingu ákæru í Lögbirtingablaði þann 2. september sl., ásamt fyrirkalli þar sem þess var getið að málið kynni að verða dæmt að manninum fjarstöddum. Því var málið dómtekið án þess að maðurinn héldi uppi vörnum og útivistardómur gekk í því. Sannað hafi verið að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir og hann því sakfelldur. Hæfileg refsing hafi verið metin níutíu daga fangelsi en þar sem hann hefði ekki hlotið refsingu áður þætti rétt að skilorðsbinda refsinguna til tveggja ára. Vildi tvær milljónir en fær 600 þúsund Þá hafi konan krafist tveggja milljóna króna í miskabætur úr hendi mannsins en hæfilegt væri að hann greiddi konunni 600 þúsund krónur. Loks var maðurinn dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, samtals 918 þúsund krónur. Þar af er þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola 862 þúsund krónur, að teknu tilliti til virðisaukaskatts.
Næturlíf Veitingastaðir Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira