Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Hressó 8. nóvember 2024 08:47 Heiðrún Mjöll Jóhannesdóttir, vínsérfræðingur og framkvæmdastjóri Hressó segir hverja einustu kynslóð eiga ólíkar minningar frá Hressó sem er elsta Bistró borgarinnar. Hulda Margrét Hressó hefur skipað fastan sess í flóru veitingahúsa á Íslandi allt frá árinu 1932. Í dag er rammíslenskur matur í öndvegi en þó með smá tvisti. Afar ólíkar áherslur hafa einkennt reksturinn gegnum árin og kynslóðir tengja Hressó ekki allar við það sama. „Hressó er elsta bistró Reykjavíkur, stofnað á tímum áfengisbannsins og enginn staður kemst með tærnar þar sem Hressó hefur hælana í sögunni. Hver einasta kynslóð hefur ólíkar tengingar við þennan stað,“ segir Heiðrún Mjöll Jóhannesdóttir, vínsérfræðingur og framkvæmdastjóri Hressó. Heiðrún fyrir framan fallega gluggana á Hressó sem hafa sett sinn svip á Austurstræti gegnum árin.Hulda Margrét „Hingað kemur fólk sem komið er yfir nírætt og vill fá kaffi og köku og segir sögur af Steini Steinarr, ungt fólk með krassandi djammsögur frá því þegar það skreið hér inn um brotna gluggana. Um tíma var McDonalds hérna svo sushistaður, pítsastaður, aftur kaffihús um tíma og nú erum við mætt með aðaláherslu á íslenskan mat,“ segir Heiðrún. Íslenskur matur eins og kjötsúpa meðal annars er í öndvegi.Hressó Ekki bara fyrir túrista Einvala lið stendur á bak við Hressó ásamt Heiðrúnu en eigendur eru Bragi Skaftason sem einnig er eigandi Vínstúkunnar Tíu Sopar, Brút og Krónikunnar og Gústi Bakari sem stofnaði Brauð og Co og er eigandi BakaBaka. Þá hrærir einn fremsti matreiðslumaður landsins í pottunum í eldhúsinu. Andreas yfirkokkurinn á staðnum setur smá tvist á matreiðsluhefðir íslensku ömmunnar.Hulda Margrét „Andreas yfirkokkur var í námi á Dill, fór svo á Monkeys og þaðan á Vínstúkuna þar sem hann kom sá og sigraði. Það lá beint við að fá hann hingað með okkur á Hressó þegar við fórum að leita að kokki,” útskýrir Heiðrún. Hún blæs á að áhersla á íslenskan mat kalli eingöngu á erlenda ferðamenn, Íslendingar séu vanafastir á mat „eins og amma eldaði hann“ en á Hressó er þó búið að setja smá tvist á aðferðir ömmu. Hver fær staðist ýsu í raspi.Hressó Sviðakjamminn kemur skemmtilega á óvart „Við viljum fá Íslendinga til okkar og bjóðum upp á íslenskan mat sem við erum búin að lyfta aðeins upp. Við erum samt ekkert að flækja hlutina og vinsælasti rétturinn okkar er til dæmis plokkfiskur í sinni hreinustu mynd, fiskur og kartöflur stappað með smjöri. Ýsa í raspi og kótilettur í raspi eru líka mjög vinsælar og svo kemur sviðakjamminn, sem við sjóðum ekki heldur ofnbökum með rauðvínsgljáa og stöppum kartöflur með en ekki rófur, mjög ánægjulega á óvart. Þessi íslenski matur er orkuríkur og hefur komið þjóðinni gegnum kalda vetur. Hressó er engin túristagildra,“ segir Heiðrún sposk. Sviðakjamminn er ekki soðinn eins og hefðin segir til um heldur ofnbakaður með rauðvínsgljáa. Hulda Margrét „Sviðakjamminn er mesta sportið hjá útlendingunum og kemur reyndar Íslendingunum líka skemmtilega á óvart. Svo erum við mikið fyrir að fólk deili mat og bjóðum upp á pönnur til að deila, annars vegar pönnu með þorski í smjörsósu og fennel og hins vegar laxi með gulrótum og kartöflum. Mælum með að fólk deili líka vínflösku og sitji við gluggann við kertaljós og fylgist með mannlífinu í Austurstræti meðan það borðar saman,“ segir Heiðrún. En hvað með eftirrétt? Mysuglassúr gæti hljómað skringilega í eyrum en Heiðrún fullyrðir að úr mysunni verði hin besta karamella.Hulda Margrét „Eitt sem við höfum fengið mikið hrós fyrir er kleinan á eftirréttaseðlinum en hún er með mysuglassúr! Það gæti hljómað illa í eyrum þeirra sem hafa verið busaðir en í mysu eru mjólkurprótein sem verða einfaldlega að sykri þegar þau eru soðin niður, hin besta karamella,” segir Heiðrún. Rammíslenskt í raspi.Hressó Flækir ekki vínlistann Allur drykkjalistinn er einfaldur og aðgengilegur, hvítt, rautt og freyðivín, þrjár tegundir af hverju. Þó er smá tvist á drykkjunum líka, til að mynda er gin og tónik borið fram með sölum! Heiðrún sem er annálaður vínspekúlant og þekkt fyrir að tala um vín á mannamáli sérvaldi vínin á Hressó. „Fólk miklar þetta oft fyrir sér en þetta þarf ekkert að vera flókið. Ég kem frá Port 9 þar sem allt snerist um vín en á Hressó gat ég leyft mér að einfalda hlutina miklu meira. Ég valdi vel inn á vínlistann og öll vínin okkar passa með hinum og þessum réttum svo það er ekkert flókið að panta,“ segir Heiðrún. Jólin komin í gang Jólaseðillinn á Hressó verður með nokkrum sígildum jólaréttum og einnig smá smörrebrödsívafi. „Við verðum klassík eins og hangikjöt og pursteik á jólalistanum en einnig með léttari valkosti eins og lúðu með Beurre Blanc og kalkún með brúnum kartöflum. Við settum einnig kraft í að þróa forréttina og það sem kom mér sérstaklega á óvart voru smjörsteiktu nípurnar. Svo gátum við ekki séð fyrir okkur að halda jólin án þess að halda í hangikjötskróketturnar,“ segir Heiðrún. Gamli sjarminn einkennir Hressó og elstu kynslóðir sem heimsækja staðinn segja sögur af Steini Steinarr að yrkja við borð. Þá verður dönsk smörrebrödsstemmning í hádeginu. „Hádegin hjá okkur verða hlaðinn þeirri snilld sem smörrebröd er. Við ætlum ekkert að finna upp hjólið þar en það verða tvö grænmetis-smörre í boði, kartöflusalat annars vegar og rauðrófusalat hinsvegar. Og svo allt það sem við höfum lært að elska á smörrebröd, roast beef, rækjur og reyktur lax en samtals eru átta tegundir að velja úr. Við verðum með tilboð á þremur smörre á 8.590 krónur milli klukkan 11-15 alla daga.“ Heiðrún ásamt Braga Skaftasyni, einum eiganda Hressó.Hulda Margrét Matur Jól Veitingastaðir Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira
„Hressó er elsta bistró Reykjavíkur, stofnað á tímum áfengisbannsins og enginn staður kemst með tærnar þar sem Hressó hefur hælana í sögunni. Hver einasta kynslóð hefur ólíkar tengingar við þennan stað,“ segir Heiðrún Mjöll Jóhannesdóttir, vínsérfræðingur og framkvæmdastjóri Hressó. Heiðrún fyrir framan fallega gluggana á Hressó sem hafa sett sinn svip á Austurstræti gegnum árin.Hulda Margrét „Hingað kemur fólk sem komið er yfir nírætt og vill fá kaffi og köku og segir sögur af Steini Steinarr, ungt fólk með krassandi djammsögur frá því þegar það skreið hér inn um brotna gluggana. Um tíma var McDonalds hérna svo sushistaður, pítsastaður, aftur kaffihús um tíma og nú erum við mætt með aðaláherslu á íslenskan mat,“ segir Heiðrún. Íslenskur matur eins og kjötsúpa meðal annars er í öndvegi.Hressó Ekki bara fyrir túrista Einvala lið stendur á bak við Hressó ásamt Heiðrúnu en eigendur eru Bragi Skaftason sem einnig er eigandi Vínstúkunnar Tíu Sopar, Brút og Krónikunnar og Gústi Bakari sem stofnaði Brauð og Co og er eigandi BakaBaka. Þá hrærir einn fremsti matreiðslumaður landsins í pottunum í eldhúsinu. Andreas yfirkokkurinn á staðnum setur smá tvist á matreiðsluhefðir íslensku ömmunnar.Hulda Margrét „Andreas yfirkokkur var í námi á Dill, fór svo á Monkeys og þaðan á Vínstúkuna þar sem hann kom sá og sigraði. Það lá beint við að fá hann hingað með okkur á Hressó þegar við fórum að leita að kokki,” útskýrir Heiðrún. Hún blæs á að áhersla á íslenskan mat kalli eingöngu á erlenda ferðamenn, Íslendingar séu vanafastir á mat „eins og amma eldaði hann“ en á Hressó er þó búið að setja smá tvist á aðferðir ömmu. Hver fær staðist ýsu í raspi.Hressó Sviðakjamminn kemur skemmtilega á óvart „Við viljum fá Íslendinga til okkar og bjóðum upp á íslenskan mat sem við erum búin að lyfta aðeins upp. Við erum samt ekkert að flækja hlutina og vinsælasti rétturinn okkar er til dæmis plokkfiskur í sinni hreinustu mynd, fiskur og kartöflur stappað með smjöri. Ýsa í raspi og kótilettur í raspi eru líka mjög vinsælar og svo kemur sviðakjamminn, sem við sjóðum ekki heldur ofnbökum með rauðvínsgljáa og stöppum kartöflur með en ekki rófur, mjög ánægjulega á óvart. Þessi íslenski matur er orkuríkur og hefur komið þjóðinni gegnum kalda vetur. Hressó er engin túristagildra,“ segir Heiðrún sposk. Sviðakjamminn er ekki soðinn eins og hefðin segir til um heldur ofnbakaður með rauðvínsgljáa. Hulda Margrét „Sviðakjamminn er mesta sportið hjá útlendingunum og kemur reyndar Íslendingunum líka skemmtilega á óvart. Svo erum við mikið fyrir að fólk deili mat og bjóðum upp á pönnur til að deila, annars vegar pönnu með þorski í smjörsósu og fennel og hins vegar laxi með gulrótum og kartöflum. Mælum með að fólk deili líka vínflösku og sitji við gluggann við kertaljós og fylgist með mannlífinu í Austurstræti meðan það borðar saman,“ segir Heiðrún. En hvað með eftirrétt? Mysuglassúr gæti hljómað skringilega í eyrum en Heiðrún fullyrðir að úr mysunni verði hin besta karamella.Hulda Margrét „Eitt sem við höfum fengið mikið hrós fyrir er kleinan á eftirréttaseðlinum en hún er með mysuglassúr! Það gæti hljómað illa í eyrum þeirra sem hafa verið busaðir en í mysu eru mjólkurprótein sem verða einfaldlega að sykri þegar þau eru soðin niður, hin besta karamella,” segir Heiðrún. Rammíslenskt í raspi.Hressó Flækir ekki vínlistann Allur drykkjalistinn er einfaldur og aðgengilegur, hvítt, rautt og freyðivín, þrjár tegundir af hverju. Þó er smá tvist á drykkjunum líka, til að mynda er gin og tónik borið fram með sölum! Heiðrún sem er annálaður vínspekúlant og þekkt fyrir að tala um vín á mannamáli sérvaldi vínin á Hressó. „Fólk miklar þetta oft fyrir sér en þetta þarf ekkert að vera flókið. Ég kem frá Port 9 þar sem allt snerist um vín en á Hressó gat ég leyft mér að einfalda hlutina miklu meira. Ég valdi vel inn á vínlistann og öll vínin okkar passa með hinum og þessum réttum svo það er ekkert flókið að panta,“ segir Heiðrún. Jólin komin í gang Jólaseðillinn á Hressó verður með nokkrum sígildum jólaréttum og einnig smá smörrebrödsívafi. „Við verðum klassík eins og hangikjöt og pursteik á jólalistanum en einnig með léttari valkosti eins og lúðu með Beurre Blanc og kalkún með brúnum kartöflum. Við settum einnig kraft í að þróa forréttina og það sem kom mér sérstaklega á óvart voru smjörsteiktu nípurnar. Svo gátum við ekki séð fyrir okkur að halda jólin án þess að halda í hangikjötskróketturnar,“ segir Heiðrún. Gamli sjarminn einkennir Hressó og elstu kynslóðir sem heimsækja staðinn segja sögur af Steini Steinarr að yrkja við borð. Þá verður dönsk smörrebrödsstemmning í hádeginu. „Hádegin hjá okkur verða hlaðinn þeirri snilld sem smörrebröd er. Við ætlum ekkert að finna upp hjólið þar en það verða tvö grænmetis-smörre í boði, kartöflusalat annars vegar og rauðrófusalat hinsvegar. Og svo allt það sem við höfum lært að elska á smörrebröd, roast beef, rækjur og reyktur lax en samtals eru átta tegundir að velja úr. Við verðum með tilboð á þremur smörre á 8.590 krónur milli klukkan 11-15 alla daga.“ Heiðrún ásamt Braga Skaftasyni, einum eiganda Hressó.Hulda Margrét
Matur Jól Veitingastaðir Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira