Veður

Veður


Fréttamynd

Sólin lætur sjá sig í Reykjavík

Svo virðist sem veðurguðirnir ætli að verða góðir við höfuðborgarbúa í dag en útlit er fyrir fyrsta sólardaginn í talsverðan tíma. Sólin hefur nær alveg fært sig á vestur- og suðurhorn landsins í dag, annað en verið hefur undanfarin misseri.

Veður
Fréttamynd

Hlýtt og sólríkt veður víða á sunnudag

Suðvestlæg eða breytileg átt í dag og víða gola eða kaldi, 3 til 10 metrar á sekúndu og dálítil væta með köflum. Gengur í suðvestan 8 til 15 metra á sekúndu suðaustantil á landinu og birtir til þar seinnipartinn.

Veður
Fréttamynd

Vatnsforði Þórisvatns aldrei mælst minni á miðju sumri

Vatnshæð Þórisvatns hefur aldrei mælst lægri um þetta leyti árs frá því farið var að nýta vatnið sem helsta vatnsforðabúr þjóðarinnar og er yfirborð þess núna sjö metrum lægra en í meðalári. Talsmaður Landsvirkjunar segir þó enga ástæðu til að óttast raforkuskort í vetur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Á­fram hlýjast á Norður- og Austur­landi

Í dag má víða gera ráð fyrir suðlægri átt, 5 til 13 metrum á sekúndu en 10 til 18 um landið norðvestanvert fram eftir degi. Lítilsháttar væta verður sunnan- og vestantil, en léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Hiti 10 til 21 stig, hlýjast á Norður- og Austurlandi þar sem líklegt er að hiti fari yfir 20 gráður.

Veður
Fréttamynd

Rigning á Akureyri

Akureyringum hefur ef til vill brugðið í brún þegar þeir litu út um gluggann í dag. Sólargeislunum sem dansað hafa í Eyjafirði nær sleitulaust í mánuð hefur verið skipt út fyrir rigningardropa.

Innlent
Fréttamynd

Gul við­vörun í kvöld

Búast má við fremur mildum sunnanvindum með súld eða rigningu sunnan- og vestanlands framan af degi, en vestlægari átt og skúrum eftir það. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Ferða­menn fylgist með veður­spá næstu daga

Suðlægar og suðvestlægar áttir munu ráða ríkjum hér á landi, og valda vætu á sunnan- og vestanverðu landinu í dag. Áfram má gera ráð fyrir ágætisveðri á Norður- og Austurlandi, þar sem verður úrkomulítið og talsvert sólskin með tilheyrandi hlýindum.

Innlent
Fréttamynd

Allt að 24 stiga hiti

Lægð milli Grænlands og Íslands stjórnar veðrinu hér á landi næstu daga og suðvestlægar vindáttir verða ráðandi. Í dag fara skil með rigningu yfir vesturhluta landsins og í kjölfarið fylgir skúraveður í kvöld og næstkomandi daga.

Innlent
Fréttamynd

Hiti gæti náð 24 stigum í dag

Á­fram verður til­tölu­lega hlýtt á landinu í dag og á morgun áður en það kólnar að­eins um miðja viku. Hiti gæti náð 24 stigum í dag, hvar annars staðar en á Austur­landi þar sem hefur verið mikil sumar­blíða síðustu tvær vikurnar.

Veður
Fréttamynd

Á­fram bongó­blíða fyrir austan

Austur­landið virðist ætla að vera rétti staðurinn til að vera á – alla­vega ef fólk er hrifið af sól og hita. Á­fram verður besta veðrið á landinu þar um helgina og út næstu viku. Einnig verður nokkuð gott veður á Akur­eyri í næstu viku, ef marka má nýjustu spá­kort Veður­stofunnar.

Veður
Fréttamynd

Búa sig undir aðra hitabylgju vestanhafs

Íbúar og ráðamenn vesturstrandar Bandaríkjanna undirbúa sig nú fyrir aðra hitabylgju um helgina. Stutt er síðan hitamet voru slegin víðsvegar um norðvesturströnd Bandaríkjanna og vesturströnd Kanada í gífurlegra öflugri hitabylgju sem banaði hundruð manna.

Erlent
Fréttamynd

Hlýjast á Austurlandi um helgina

Ætli einhverjir landsmenn að ferðast um helgina munu þeir líklegast halda austur á land þar sem blíðskaparveður hefur verið undanfarna daga og verður áfram. Allvíða verður sól austantil og í kring um 20°C, eða meira, í innsveitum um helgina.

Veður
Fréttamynd

Hiti allt að 24 stigum norð­austan­til

Spáð er suðvestan átta til þrettán metrum á sekúndu norðvestan- og vestanlands, og einnig með suðausturströndinni, en hægari breytileg átt annarsstaðar. Skýjað og úrkomulítið verður á vesturhelmingi landsins en dálítil rigning norðvestantil.

Veður
Fréttamynd

Áfram hlýtt í veðri næstu daga

Engar stórar breytingar verða á veðrinu næstu daga, en þó má búast við smá vætu um landið norðvestanvert. Áfram verður hlýtt í veðri og fer hiti víða yfir tuttugu stig þar sem sólin nær að skína um landið austanvert.

Veður
Fréttamynd

Hlýtt loft ættað suður úr höfum yfir landinu

Fremur hægar suðlægar áttir verða ríkjandi í dag og víða verður þungbúið, en bjartara austast á landinu. Birtir heldur til norðaustan- og austanlands þegar líður á daginn, en áfram skýjað og úrkomulítið um landið vestanvert.

Veður
Fréttamynd

Þokan á undan­haldi en gos­­móðan hangir á­fram yfir

Það er þokuloft víða um land í dag, einkum á Norður- og Austurlandi, en því ætti að létta með hækkandi sólu þegar líður á daginn. Útlit er fyrir að gosmóða frá eldgosinu á Reykjanesi, sem legið hefur yfir Suðurlandi og suðvesturhorninu sé þó ekki á undanhaldi fyrr en á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Loft­steinn mældist á jarð­skjálfta­mælum

Jarðskjálftamælingar Veðurstofu Íslands á Suðvesturlandi sýna mjög stuttan en afar greinilega púls milli klukkan 22:44 og 22:48 í gærkvöldi. Hann entist í innan við tvær sekúndur og líklegt er talið að loftsteinn hafi valdið honum.

Innlent
Fréttamynd

Þoka spillir blíðunni á höfuð­borgar­svæðinu

Mikið þoku­loft hangir nú yfir höfuð­borgar­svæðinu og kemur í veg fyrir að höfuð­borgar­búar geti notið blíð­viðrisins sem ríkir á vestur­hluta landsins. Veður­fræðingur hjá Veður­stofu Ís­lands óttast að þokan eigi eftir að hanga yfir borginni í allan dag.

Veður