Lægðin færir höfuðborgarbúum líkast til hvít jól Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. desember 2022 15:32 Svona gæti höfuðborgin litið út í morgunsárið. Vísir/Vilhelm Lægð nálgast nú óðfluga vestur af landinu sem Veðurstofan varar við vegna strekkings suðaustanáttar og snjókomu. Útlit er fyrir að kuldakastið, sem verið hefur, muni vara áfram næsta hálfa mánuðinn. Snjókoman sem fylgir lægðinni í kvöld er verður þannig þess valdandi að höfuðborgarbúar og fleiri vestan til á landinu fá að öllum líkindum hvít jól. Nýjustu spár gera ráð fyrir talsverðri snjókomu víða á Suður- og Vesturlandi í kvöld og nótt og eru gular viðvaranir í gildi fyrir svæðið. Búast má við versnandi akstursskilyrðum, sér í lagi á fjallvegum. „Það er lægð núna skammt vestur af landinu sem dregur til sín raka og það er útlit fyrir að snjói á vestanverðu landinu í kvöld og nótt og þar með talið höfuðborgarsvæðinu. Það er óvissa með það hversu mikil ákefð verður í þessu en þetta gæti valdið erfiðum akstursskilyrðum,“ segir Daníel Þorláksson veðurfræðingur. Kuldakastið sem hefur einkennt veðrið undanfarna daga er síst á förum að sögn Daníels sem bendir á að hörkufrost sé í kortunum næsta hálfa mánuðinn. Daníel segir að jólaveðrið sé farið að taka á sig mynd og líklegt sé að víðast hvar á landinu verði hvít jól, meira að segja á höfuðborgarsvæðinu. „Við reiknum með að sá snjór sem fellur í kvöld og nótt - og það þarf nú ekki mikið til að verða smá föl - að hann haldi sér líklega fram að jólum en svo veit maður aldrei, það gæti alltaf myndast einhver önnur svipuð smálægð eins og er núna skammt vestur af en það er allavega þá útlit fyrir hvít jól einfaldlega vegna þess að það er ekki gert ráð fyrir neinum hlýindum fram að jólum.“ Veður Tengdar fréttir Allur Vestmannaeyjabær þakinn snjó Ekki er hægt að segja að veturinn hafi verið snjóþungur hingað til en þó virðist það eitthvað vera að breytast á næstu sólarhringum. Á vefmyndavélum í Vestmannaeyjum má nú sjá snævi þakta jörð hvert sem litið er. 16. desember 2022 11:45 Gular viðvaranir suðvestanlands vegna vinds og snjókomu Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á suðvestanverðu landinu vegna suðaustanáttar og snjókomu. Viðvaranirnar taka gildi í kvöld og gilda til um hádegis á morgun. 16. desember 2022 10:35 Snjókoma væntanleg í nótt og á morgun Miklu frosti er spáð á landinu í dag og getur frost orðið meira en tuttugu stig í innsveitum. Þá gæti ofankoma gert vart við sig. 16. desember 2022 09:22 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Sjá meira
Nýjustu spár gera ráð fyrir talsverðri snjókomu víða á Suður- og Vesturlandi í kvöld og nótt og eru gular viðvaranir í gildi fyrir svæðið. Búast má við versnandi akstursskilyrðum, sér í lagi á fjallvegum. „Það er lægð núna skammt vestur af landinu sem dregur til sín raka og það er útlit fyrir að snjói á vestanverðu landinu í kvöld og nótt og þar með talið höfuðborgarsvæðinu. Það er óvissa með það hversu mikil ákefð verður í þessu en þetta gæti valdið erfiðum akstursskilyrðum,“ segir Daníel Þorláksson veðurfræðingur. Kuldakastið sem hefur einkennt veðrið undanfarna daga er síst á förum að sögn Daníels sem bendir á að hörkufrost sé í kortunum næsta hálfa mánuðinn. Daníel segir að jólaveðrið sé farið að taka á sig mynd og líklegt sé að víðast hvar á landinu verði hvít jól, meira að segja á höfuðborgarsvæðinu. „Við reiknum með að sá snjór sem fellur í kvöld og nótt - og það þarf nú ekki mikið til að verða smá föl - að hann haldi sér líklega fram að jólum en svo veit maður aldrei, það gæti alltaf myndast einhver önnur svipuð smálægð eins og er núna skammt vestur af en það er allavega þá útlit fyrir hvít jól einfaldlega vegna þess að það er ekki gert ráð fyrir neinum hlýindum fram að jólum.“
Veður Tengdar fréttir Allur Vestmannaeyjabær þakinn snjó Ekki er hægt að segja að veturinn hafi verið snjóþungur hingað til en þó virðist það eitthvað vera að breytast á næstu sólarhringum. Á vefmyndavélum í Vestmannaeyjum má nú sjá snævi þakta jörð hvert sem litið er. 16. desember 2022 11:45 Gular viðvaranir suðvestanlands vegna vinds og snjókomu Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á suðvestanverðu landinu vegna suðaustanáttar og snjókomu. Viðvaranirnar taka gildi í kvöld og gilda til um hádegis á morgun. 16. desember 2022 10:35 Snjókoma væntanleg í nótt og á morgun Miklu frosti er spáð á landinu í dag og getur frost orðið meira en tuttugu stig í innsveitum. Þá gæti ofankoma gert vart við sig. 16. desember 2022 09:22 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Sjá meira
Allur Vestmannaeyjabær þakinn snjó Ekki er hægt að segja að veturinn hafi verið snjóþungur hingað til en þó virðist það eitthvað vera að breytast á næstu sólarhringum. Á vefmyndavélum í Vestmannaeyjum má nú sjá snævi þakta jörð hvert sem litið er. 16. desember 2022 11:45
Gular viðvaranir suðvestanlands vegna vinds og snjókomu Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á suðvestanverðu landinu vegna suðaustanáttar og snjókomu. Viðvaranirnar taka gildi í kvöld og gilda til um hádegis á morgun. 16. desember 2022 10:35
Snjókoma væntanleg í nótt og á morgun Miklu frosti er spáð á landinu í dag og getur frost orðið meira en tuttugu stig í innsveitum. Þá gæti ofankoma gert vart við sig. 16. desember 2022 09:22