Innlent

Fimm­tán ferða­menn ferjaðir með snjó­bílnum Tinna

Árni Sæberg skrifar
Ferðamennirnir fengu far með snjóbílnum Tinna.
Ferðamennirnir fengu far með snjóbílnum Tinna. Landsbjörg

Björgunarsveitir á Suðurlandi komu fimmtán ferðamönnum til bjargar í dag eftir að þeir höfðu fests inni á bílastæði vegna fannfergis.

Björgunarsveitirnar Ingunn á Laugarvatni og Tintron í Grímsnesi brugðust við neyðarkalli sem barst frá ferðamönnum og lögðu af stað að þjónustumiðstöð á Þingvallasvæðinu þar sem fólkið sat fast. Að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, hafði fólkið verið fast í nokkurn tíma.

Þegar á svæðið var komið var ferðamönnum boðið um borð í snjóbílinn Tinna og þeir ferjaðir á Laugarvatn. Þar var tekið á móti þeim á gistiheimili þar sem þeir gátu hlýjað sér.

Björgunarsveitarmenn tóku stutt myndskeið þegar öllum hafði verið komið um borð í Tinna. Það má sjá í spilaranum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×