Björgunarsveitir frá öllu Suðvesturhorninu við störf Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. desember 2022 12:01 Bílar sitja víða fastir og mörgum helstu vegum á Suðurlandi hefur verið lokað. Landsbjörg Mikið fannfergi hefur leikið landann grátt síðastliðinn sólarhring og hefur mörgum helstu vegum á Suðurlandi verið lokað. Hátt í hundrað björgunarsveitarmenn eru við störf á Suðvesturhorninu. Samgöngur hafa víða rakast á suðvestanverðu landinu vegna veðurs. Hellisheiði, Þrengsli og Krýsuvíkurvegur eru lokuð, ófært er um Mosfellsheiði og Kjósarskarð og víða annars staðar eru vegir lokaðir. Þá var fjöldahjálparstöð opnuð í Þorlákshöfn í nótt fyrir þá sem komust ekki leiðar sinnar vegna veðursins. Flugferðum hefur mörgum verið aflýst eða seinkað og ferðum strætisvagna sem ganga norður til Akureyrar frá Reykjavík og um Suðurland verið aflýst. Strætóferðir í Reykjavík ganga samkvæmt áætlun en notendur þjónustunnar verið beðnir um að fylgast með rauntímakorti þar sem ferðum getur seinkað vegna slæmrar færðar. Frá aðgerðum á Grindarvíkurvegi.Landsbjörg „Margir ætla að nota daginn í innkaup og snatt svo fólk þarf að taka því rólega þangað til er búið að ryðja göturnar almennilega,“segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með starfsmann á Twittervaktinni í gærkvöldi og í nótt, sem er árlegur viðburður, þar sem greint var frá öllum útköllum lögreglu. Veðurtengdar tilkynningar voru áberandi og mikið um minniháttar umferðarslys tengd snjókomunni. Þá þurfti lögregla að koma nokkrum til aðstoðar í miðborginni í nótt sem komust ekki leiðar sinnar vegna ófærðarinnar. Minniháttar umferðarslys í snjónum, dráttarbílar færðu ökutæki af vettvangi. #löggutíst #færðin— LRH (@logreglan) December 16, 2022 Tilkynnt var um sídettandi manneskju með trefil og húfu í miðbæ Reykjavíkur. Lögregla fór á stúfana og fann viðkomandi og kom henni heim #löggutíst— LRH (@logreglan) December 17, 2022 Snjórinn mældist dýpstur við Vogsósa í morgun, eða átján sentímetrar. Jólasnjórinn er því líklega kominn en stytta á upp í dag. Veðrið verður þó áfram leiðinlegt. „Það hvessir dálítið annað kvöld og svo verður mjög hvasst á mánudaginn og við erum komin með gula viðvörun fyrir Suðausturlandið þá út af stormi og öflugum vindhviðum,“ segir Þorsteinn. Björgunarsveitir hafa átt í nógu að snúast, sérstaklega á suðvesturhorninu, þar sem hundrað björgunarsveitarmenn eru að störfum. „Það er búið að kalla út sveitir á nánast öllu Suðvesturhorninu frá Vogum, Suðurnesjum og Grindavík. Það er fjöldi bíla í vandræðum á Grindavíkurvegi. Einhverjir fastir, einhverjir sem komast ekki út af föstum bílum,“ segir Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Helstu verkefni í morgun voru að koma heilbrigðisstarfsfólki til vinnu en útköllum fjölgaði í dagrenningu. „Við hvetjum fólk til að taka því rólega og huga að færð og veðri en í augnablikinu er best að vera heima,“ sagði Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Þrjátíu bílar fastir á Grindavíkurvegi Verið er að kalla út allar björgunarsveitir á Suðurnesjum og ræsa þar aðgerðarstjórn vegna þrjátíu bíla sem fastir eru á Grindavíkurvegi. 17. desember 2022 11:29 Gular viðvaranir í gildi til hádegis Búist er við snjókomu sunnan- og vestanlands fram yfir hádegi. Gular viðvaranir á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Breiðafirði og Suðurlandi gilda til hádegis. 17. desember 2022 09:09 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Sjá meira
Samgöngur hafa víða rakast á suðvestanverðu landinu vegna veðurs. Hellisheiði, Þrengsli og Krýsuvíkurvegur eru lokuð, ófært er um Mosfellsheiði og Kjósarskarð og víða annars staðar eru vegir lokaðir. Þá var fjöldahjálparstöð opnuð í Þorlákshöfn í nótt fyrir þá sem komust ekki leiðar sinnar vegna veðursins. Flugferðum hefur mörgum verið aflýst eða seinkað og ferðum strætisvagna sem ganga norður til Akureyrar frá Reykjavík og um Suðurland verið aflýst. Strætóferðir í Reykjavík ganga samkvæmt áætlun en notendur þjónustunnar verið beðnir um að fylgast með rauntímakorti þar sem ferðum getur seinkað vegna slæmrar færðar. Frá aðgerðum á Grindarvíkurvegi.Landsbjörg „Margir ætla að nota daginn í innkaup og snatt svo fólk þarf að taka því rólega þangað til er búið að ryðja göturnar almennilega,“segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með starfsmann á Twittervaktinni í gærkvöldi og í nótt, sem er árlegur viðburður, þar sem greint var frá öllum útköllum lögreglu. Veðurtengdar tilkynningar voru áberandi og mikið um minniháttar umferðarslys tengd snjókomunni. Þá þurfti lögregla að koma nokkrum til aðstoðar í miðborginni í nótt sem komust ekki leiðar sinnar vegna ófærðarinnar. Minniháttar umferðarslys í snjónum, dráttarbílar færðu ökutæki af vettvangi. #löggutíst #færðin— LRH (@logreglan) December 16, 2022 Tilkynnt var um sídettandi manneskju með trefil og húfu í miðbæ Reykjavíkur. Lögregla fór á stúfana og fann viðkomandi og kom henni heim #löggutíst— LRH (@logreglan) December 17, 2022 Snjórinn mældist dýpstur við Vogsósa í morgun, eða átján sentímetrar. Jólasnjórinn er því líklega kominn en stytta á upp í dag. Veðrið verður þó áfram leiðinlegt. „Það hvessir dálítið annað kvöld og svo verður mjög hvasst á mánudaginn og við erum komin með gula viðvörun fyrir Suðausturlandið þá út af stormi og öflugum vindhviðum,“ segir Þorsteinn. Björgunarsveitir hafa átt í nógu að snúast, sérstaklega á suðvesturhorninu, þar sem hundrað björgunarsveitarmenn eru að störfum. „Það er búið að kalla út sveitir á nánast öllu Suðvesturhorninu frá Vogum, Suðurnesjum og Grindavík. Það er fjöldi bíla í vandræðum á Grindavíkurvegi. Einhverjir fastir, einhverjir sem komast ekki út af föstum bílum,“ segir Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Helstu verkefni í morgun voru að koma heilbrigðisstarfsfólki til vinnu en útköllum fjölgaði í dagrenningu. „Við hvetjum fólk til að taka því rólega og huga að færð og veðri en í augnablikinu er best að vera heima,“ sagði Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar.
Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Þrjátíu bílar fastir á Grindavíkurvegi Verið er að kalla út allar björgunarsveitir á Suðurnesjum og ræsa þar aðgerðarstjórn vegna þrjátíu bíla sem fastir eru á Grindavíkurvegi. 17. desember 2022 11:29 Gular viðvaranir í gildi til hádegis Búist er við snjókomu sunnan- og vestanlands fram yfir hádegi. Gular viðvaranir á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Breiðafirði og Suðurlandi gilda til hádegis. 17. desember 2022 09:09 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Sjá meira
Þrjátíu bílar fastir á Grindavíkurvegi Verið er að kalla út allar björgunarsveitir á Suðurnesjum og ræsa þar aðgerðarstjórn vegna þrjátíu bíla sem fastir eru á Grindavíkurvegi. 17. desember 2022 11:29
Gular viðvaranir í gildi til hádegis Búist er við snjókomu sunnan- og vestanlands fram yfir hádegi. Gular viðvaranir á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Breiðafirði og Suðurlandi gilda til hádegis. 17. desember 2022 09:09