Veður

Appelsínugul viðvörun og kólnar fram að jólum

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Mikið hvassviðri verður á landinu í upphafi viku og veður fer enn kólnandi fram að jólum.
Mikið hvassviðri verður á landinu í upphafi viku og veður fer enn kólnandi fram að jólum. vísir/kolbeinn tumi

Appelsínugul viðvörun er í gildi á suðausturlandi á mánudag og gular viðvaranir eru í gildi víðast hvar á landinu, fyrir utan Norðurland, á mánudag og þriðjudag. Útlit er fyrir mikið frost á Þorláksmessu og aðfangadag

„Á morgun, í hvassviðrinu og storminum, verður einhver skafrenningur með. Þannig sums staðar verður ansi blint fyrir ökumenn. Það er hins vegar ekki að bæta í úrkomuna af ráði nema fyrir norðan og austan,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur í samtali við fréttastofu.

Veðrið á svo að ganga niður á þriðjudagsmorgni þó gular viðvaranir verði í gildi fram á kvöld.

„Það er vaxandi vindur í kvöld og nótt og svo kólnandi veður með vikunni. Það verður komið ansi mikið frost á þorláksmessu og aðfangadag, segir Þorsteinn og bætir við að á einhverjum stöðum gæti frostið farið niður fyrir 20 stig, þó ekki á höfuðborgarsvæði.“

Það má því gera ráð fyrir hvítum jólum. 

Viðvaranakort frá Veðurstofunni.veðurstofan



Fleiri fréttir

Sjá meira


×