Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Burstar alltaf tennurnar rétt áður en hún stígur á svið

KUSK er listamannsnafn tónlistarkonunnar Kolbrúnar Óskarsdóttur en hún skaust upp á stjörnuhimininn fyrr á árinu þegar hún bar sigur úr býtum í Músíktilraunum. KUSK kemur fram á Airwaves í ár en hún var jafnframt að senda frá sér plötuna Skvaldur í dag. Blaðamaður tók púlsinn á KUSK.

Tónlist
Fréttamynd

Sagður hafa viljað nefna plötu eftir Adolf Hitler

Bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West er sagður hafa dáðst lengi að nasistaforingjanum Adolf Hitler, svo mjög að hann vildi nefna plötu sem hann gaf út árið 2018 „Hitler“. Samstarfsaðilar West hafa fjarlægt sig frá honum eftir röð hatursfullra ummæla í garð gyðinga að undanförnu.

Lífið
Fréttamynd

Segir lausnina að finna í meiri kærleik og umburðarlyndi

„Þessi kærleikur og umburðarlyndi, þessi góðu öfl, þau eru til staðar, þau eru bara í loftinu. Þau eru í okkur! En það er stíflað og það þarf að losa um þessa stíflu og þá flæðir þetta bara af sjálfu sér,“ segir tónlistarmaðurinn KK í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni. 

Lífið
Fréttamynd

Tók sitt fyrsta gigg fyrir ári síðan en hefur nú spilað um allan heim

Tónlistarkonan Árný Margrét á viðburðaríkt ár að baki sér en hún spilaði sitt fyrsta gigg á Airwaves hátíðinni í fyrra í gegnum streymi. Þá hafði hún einungis gefið út eitt lag en hefur nú sent frá sér plötu í fullri lengd og komið fram bæði hérlendis og erlendis. Blaðamaður tók púlsinn á Árnýju, sem spilar á Iceland Airwaves í ár.

Tónlist
Fréttamynd

Varð ólétt á Eurovision og gefur út nýja tónlist

Söngkonan ZÖE hefur komið víða að í heimi tónlistarinnar en hún var meðal annars bakraddasöngkona fyrir Eurovision atriði okkar Íslendinga í Torino síðastliðinn maí. Það er mikið á döfinni hjá ZÖE þar sem hún á von á barni, er að senda frá sér nýtt lag og kemur fram á nokkrum tónleikum.

Tónlist
Fréttamynd

Lögmaður Bubba fundaði með útvarpsstjóra

Sölvi Blöndal, framkvæmdastjóri Öldu Music og Einar Þór Sverrisson lögmaður Bubba Morthens, fóru á fund Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra og kröfðust svara við því hvers vegna lag Bubba og Auðar Tárin falla hægt heyrðist varla á Rás 2.

Menning
Fréttamynd

Myndaveisla: Bríet upp á borðum og fjör á árshátíð Sýnar

Árshátíð Sýnar var haldin með pomp og prakt en þema kvöldsins var Idol. Það ætlaði allt um koll að keyra þegar fyrsta Idol stjarna Íslands, Kalli Bjarni, steig á sviðið. Hann var klæddur rauða jakkanum sem var talinn vera týndur. Veislustjórar kvöldsins voru Hraðfréttamennirnir Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson.

Lífið
Fréttamynd

Óheilög og gríðarlega vinsæl

Tónlistarfólkið Sam Smith og Kim Petras sameinaði krafta sína við lagið Unholy sem situr í sjöunda sæti Íslenska listans á FM þessa vikuna. Lagið kom út fyrir mánuði síðan og hefur slegið í gegn í tónlistarheiminum sem og á samfélagsmiðlinum TikTok.

Tónlist
Fréttamynd

Upptakturinn hlaut alþjóðlegu verðlaunin YAMawards

Upptakturinn, tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna sem haldinn er árlega í Hörpu, hlaut fyrr í vikunni alþjóðlegu verðlaunin YAMawards eða The Young Audiences Music Awards sem Besta þátttökuverkefnið fyrir ungmenni.

Lífið
Fréttamynd

Innblásinn af píanói úr Góða hirðinum

Ástsælu tónlistarmennirnir JóiPé og Valdimar sameinuðu krafta sína við gerð á nýju lagi sem ber nafnið Herbergi. Tónlistarmyndband við lagið var frumsýnt í dag og er í leikstjórn Tómasar Sturlusonar sem segir það meira en bara hefðbundið tónlistarmyndband: „Fyrir mér er þetta miklu frekar heildstætt listaverk.“

Tónlist
Fréttamynd

Ólafur Kram treystir ekki fiskunum

Hljómsveitin frumlega Ólafur Kram gefur út breiðskífan Ekki treysta fiskunum á föstudaginn. Hljómsveitin kom sá og sigraði Músíktilraunir á síðasta ári.

Tónlist
Fréttamynd

Skapar ævintýralega heima með Björk

Ljósmyndarinn Viðar Logi hefur verið að gera öfluga hluti í hinum skapandi heimi síðastliðin ár en að undanförnu hefur samstarfsverkefni hans og Bjarkar Guðmundsdóttir sérstaklega vakið athygli. Blaðamaður náði tali af Viðari Loga og fékk smá innsýn í hans skapandi og listræna hugarheim.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Hömlu­laus og hamingju­samur í kven­manns­klæðum

„Ég fór í fyrsta skipti í drag fyrir kannski þremur árum síðan. Þá var ég veislustjóri hjá systur minni sem var að gifta sig og þá kom ég fram sem þetta „alter ego“ sem heitir Hafdís Alda,“ segir tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni síðastliðinn laugardag. 

Lífið
Fréttamynd

Gefa út vögguvísur fyrir fullorðna

Fjölmiðla- og tónlistarkonan Vala Eiríksdóttir var að senda frá sér plötuna Værð ásamt Stefáni Erni Gunnlaugssyni. Platan sækir í gömul íslensk dægurlög sem fullorðið fólk getur tengt við æsku sína. Blaðamaður tók púlsinn á Völu.

Tónlist
Fréttamynd

Sykurmolinn snýr aftur

Sykurmolinn, lagakeppni X977 þar sem óþekktir tónlistarmenn fá tækifæri til þess að koma sér á framfæri, snýr nú aftur. Nafnið Sykurmolinn er eins og nafnið gefur til kynna skírskotun í íslenska tónlistarsögu.

Lífið samstarf