Taylor Swift partýstemning í Smárabíó í kvöld Vésteinn Örn Pétursson og Finnbogi Örn Rúnarsson skrifa 13. október 2023 15:41 Taylor Swift er bandarísk söngkona. Hún gerði til dæmis lagið Shake It Off. Mynd um tónleikana hennar verður frumsýnd í Smárabíó í kvöld. Matt Winkelmeyer/Getty Í kvöld verður frumsýnd mynd um tónleika Taylor Swift í Smárabíói. Markaðsstjórinn segir að tæplega þúsund miðar hafi selst. Það verður mikið sungið og fólk á eftir að standa upp og dansa. Myndin heitir Taylor Swift: The Eras Tour og fjallar um tónleika Taylor Swift, sem er fræg söngkona frá Bandaríkjunum. Ólafur Þórisson, markaðsstjóri Smárabíós, segir í samtali við fréttamann að þátttakan hafi verið frábær og að um þúsund miðar hafi selst. Hann segir að það komi ekki á óvart af því það eru svo margir Taylor Swift-aðdáendur á Íslandi. „Það er búið að hringja til okkar fólk og spyrja hvort það megi dansa og syngja á sýningunni. Ég get lofað því að það verður alveg svakaleg stemning í kvöld, mikið sungið og fólk á eftir að standa upp og dansa,“ segir Ólafur. Frítt í karaoke og tilboð á barnum Verður eitthvað sérstakt í gangi út af frumsýningunni? „Við ætlum að vera með frítt í karaoke, því við erum með svo flott karaoke herbergi. Ef þú ert með miða á Taylor Swift, þá geturðu komið frá 17 til 18:50 og tekið Taylor Swift lög og sungið eins og enginn sé morgundagurinn.“ Ólafur Þórisson er markaðsstjóri Smárabíós. Síðan verða líka tilboð á nammi og drykkjum. Á göngunum má heyra Taylor Swift-tónlist. „Við ætlum að vera í Taylor Swift ham í kvöld, og alla helgina. Mér sýnist helgin líta þannig út að það verði nóg að gera í Taylor Swift-málum,“ segir Ólafur. Það er hægt að kaupa miða í bíóklúbbsappinu, á Smárabíó.is eða koma niður í Smárabíó og kaupa miða þar. Ólafur segir að það sé nánast uppselt í kvöld en samt séu fleiri miðar til sölu á morgun. „Við erum búin að hvetja alla til að koma með armböndin sín. Swift-samfélagið á Íslandi er stórt, og það er hefð fyrir því að þegar maður fer á Taylor Swift tónleika þá býr fólk til vinaarmbönd, og býttar við aðra. Svo er þeim stundum hent upp á svið og hún setur þau á sig. Við hvöttum bara fólk til að koma með armböndin sín og skiptast á þeim. Svo erum við með fallegt handrið hérna, og það væri gaman að sjá armbönd á því.“ Skemmtilegir tónleikar En hvernig er tónlistin hjá Taylor Swift? „Þetta er létt popp og skemmtilegt en oft mjög flottir textar. Maður er búinn að vera að hlusta á lögin hennar á skrifstofunni,“ segir Ólafur og bætir við að tónlistin hennar sé mikil gleðitónlist. „Ég er samt enginn sérfræðingur, en ég er mjög spenntur og er búinn að hlusta mikið á hana í aðdragandanum.“ Hann segir að af því að þetta eru svo margar sýningar þá verða margir salir notaðir. Fyrsta sýningin er klukkan sex, og er búin rétt upp úr níu. Ólafur vill hvetja alla til að koma og taka uppáhalds Taylor Swift lögin sín í karaoke. „Bara koma í sínum besta gír, standa upp og dansa, syngja og njóta þess að vera á þessum frábæru tónleikum. Það er á hreinu að við hækkum vel í tónlistinni og ég held að fólk muni skemmta sér hvort sem það er Taylor Swift aðdáendur eða ekki, ég er sennilega besta dæmið um það. Ég held að þetta verði rosalega gaman,“ segir Ólafur að lokum. Finnbogi Örn Rúnarsson nemi í starfstengdu diplómanámi Háskóla Íslands vann þessa frétt undir handleiðslu fréttamanns. Tónlist Hollywood Bandaríkin Raunveruleikaþættir Kópavogur Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Myndin heitir Taylor Swift: The Eras Tour og fjallar um tónleika Taylor Swift, sem er fræg söngkona frá Bandaríkjunum. Ólafur Þórisson, markaðsstjóri Smárabíós, segir í samtali við fréttamann að þátttakan hafi verið frábær og að um þúsund miðar hafi selst. Hann segir að það komi ekki á óvart af því það eru svo margir Taylor Swift-aðdáendur á Íslandi. „Það er búið að hringja til okkar fólk og spyrja hvort það megi dansa og syngja á sýningunni. Ég get lofað því að það verður alveg svakaleg stemning í kvöld, mikið sungið og fólk á eftir að standa upp og dansa,“ segir Ólafur. Frítt í karaoke og tilboð á barnum Verður eitthvað sérstakt í gangi út af frumsýningunni? „Við ætlum að vera með frítt í karaoke, því við erum með svo flott karaoke herbergi. Ef þú ert með miða á Taylor Swift, þá geturðu komið frá 17 til 18:50 og tekið Taylor Swift lög og sungið eins og enginn sé morgundagurinn.“ Ólafur Þórisson er markaðsstjóri Smárabíós. Síðan verða líka tilboð á nammi og drykkjum. Á göngunum má heyra Taylor Swift-tónlist. „Við ætlum að vera í Taylor Swift ham í kvöld, og alla helgina. Mér sýnist helgin líta þannig út að það verði nóg að gera í Taylor Swift-málum,“ segir Ólafur. Það er hægt að kaupa miða í bíóklúbbsappinu, á Smárabíó.is eða koma niður í Smárabíó og kaupa miða þar. Ólafur segir að það sé nánast uppselt í kvöld en samt séu fleiri miðar til sölu á morgun. „Við erum búin að hvetja alla til að koma með armböndin sín. Swift-samfélagið á Íslandi er stórt, og það er hefð fyrir því að þegar maður fer á Taylor Swift tónleika þá býr fólk til vinaarmbönd, og býttar við aðra. Svo er þeim stundum hent upp á svið og hún setur þau á sig. Við hvöttum bara fólk til að koma með armböndin sín og skiptast á þeim. Svo erum við með fallegt handrið hérna, og það væri gaman að sjá armbönd á því.“ Skemmtilegir tónleikar En hvernig er tónlistin hjá Taylor Swift? „Þetta er létt popp og skemmtilegt en oft mjög flottir textar. Maður er búinn að vera að hlusta á lögin hennar á skrifstofunni,“ segir Ólafur og bætir við að tónlistin hennar sé mikil gleðitónlist. „Ég er samt enginn sérfræðingur, en ég er mjög spenntur og er búinn að hlusta mikið á hana í aðdragandanum.“ Hann segir að af því að þetta eru svo margar sýningar þá verða margir salir notaðir. Fyrsta sýningin er klukkan sex, og er búin rétt upp úr níu. Ólafur vill hvetja alla til að koma og taka uppáhalds Taylor Swift lögin sín í karaoke. „Bara koma í sínum besta gír, standa upp og dansa, syngja og njóta þess að vera á þessum frábæru tónleikum. Það er á hreinu að við hækkum vel í tónlistinni og ég held að fólk muni skemmta sér hvort sem það er Taylor Swift aðdáendur eða ekki, ég er sennilega besta dæmið um það. Ég held að þetta verði rosalega gaman,“ segir Ólafur að lokum. Finnbogi Örn Rúnarsson nemi í starfstengdu diplómanámi Háskóla Íslands vann þessa frétt undir handleiðslu fréttamanns.
Finnbogi Örn Rúnarsson nemi í starfstengdu diplómanámi Háskóla Íslands vann þessa frétt undir handleiðslu fréttamanns.
Tónlist Hollywood Bandaríkin Raunveruleikaþættir Kópavogur Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira