Skrúfa niður í djamminu á Prikinu Árni Sæberg skrifar 20. október 2023 14:21 Prikið er eitt elsta veitingahús landsins. Vísir/Vilhelm Mikið stendur til á veitingahúsinu Prikinu í hjarta miðbæjar Reykjavíkur þessa dagana. Staðurinn gengur í gengum endurnýjun lífdaga og verður hér eftir aðeins á einni hæð. Skrúfað verður niður í djamminu sem hefur einkennt starfsemina síðusta áratug. „Ár breytinga, hinn sívinsæli spennubálkur heldur áfram. Við erum að stíga inní fyrsta fasa breytinga á Prikinu. Breytingar sem hafa verið á leiðinni í langan tíma. Í stuttu máli, þá erum við að standsetja Prikið sem stað á einni hæð. Já þið heyrðuð rétt,“ segir Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams, einn eigenda Priksins, á Facebook. Hann segir að Prikið fá algera bólstrun og innviðir verði dekraðir. Eldhús verðu gangsett á ný og Vörubíllinn þekkti mæti aftur á seðil. „Við tökum stökk og skrúfum aðeins niður í djamminu eins og það hefur verið á staðnum undanfarinn áratug og lengur. Opnum fyrr, en lokum fyrr. Dúkur í loftinu lagaður, bætt við borðum og ljósum, líftími þessarar stofnunar endurræstur, Prikið þúsund ár og allt það.“ Engar áhyggjur þurfi að hafa af stuðinu, það verði alltaf á sínum stað. „Gleðigutl, egg og beikon, bagg og Akon, Blóðugar Maríur og barnavagnar.“ Stórefla plötuútgáfuna í staðinn Á móti komi að Sticky Plötuútgáfa muni þróast í meira viðburðarmiðað verkefni ásamt útgáfu, hönnunarvinnu og tónlistarumsýslu; aðstandendur hennar muni styðjast við aðra viðburðarsali sem þeir hafa umráð yfir fyrir stærri verkefni hverju sinni. „Næsta útgáfa okkar er á handan við hornið, nýtt verkefni með rapparanum Krabbamane sem við getum ekki beðið eftir að kynna betur fyrir ykkur auk tónleikaraðar sem hefst í desember.“ Efri hæðin taki miklum sviptingum, og verði opinn vinnustofukjarni með sérinngang að aftanverðu. Höfuðstöðvar Sticky verði á efri hæðinni og portið nýtt sem tónleikastaður og viðburðarrými undir markaði og útitónleika þegar vel viðrar. Aðstandendur hafi mikla reynslu af standsetningu og uppsetningu á vinnustofum og stúdíóum, skapandi nærumhverfi sé þeirra sérsvið frábært verði að fá þá orku og starfsemi í þetta aldargamla rými. „Finni [Guðfinnur Karlsson] tók við Prikinu árið 2003, og erum við ein elsta kennitala miðborgarinnar ótrúlegt en satt, vel við hæfi að 2023 sé árið sem við stígum þetta skref. Bara gaman, sé sveifla, allir á Prikið,“ segir Geoffrey að lokum. Næturlíf Menning Tónlist Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
„Ár breytinga, hinn sívinsæli spennubálkur heldur áfram. Við erum að stíga inní fyrsta fasa breytinga á Prikinu. Breytingar sem hafa verið á leiðinni í langan tíma. Í stuttu máli, þá erum við að standsetja Prikið sem stað á einni hæð. Já þið heyrðuð rétt,“ segir Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams, einn eigenda Priksins, á Facebook. Hann segir að Prikið fá algera bólstrun og innviðir verði dekraðir. Eldhús verðu gangsett á ný og Vörubíllinn þekkti mæti aftur á seðil. „Við tökum stökk og skrúfum aðeins niður í djamminu eins og það hefur verið á staðnum undanfarinn áratug og lengur. Opnum fyrr, en lokum fyrr. Dúkur í loftinu lagaður, bætt við borðum og ljósum, líftími þessarar stofnunar endurræstur, Prikið þúsund ár og allt það.“ Engar áhyggjur þurfi að hafa af stuðinu, það verði alltaf á sínum stað. „Gleðigutl, egg og beikon, bagg og Akon, Blóðugar Maríur og barnavagnar.“ Stórefla plötuútgáfuna í staðinn Á móti komi að Sticky Plötuútgáfa muni þróast í meira viðburðarmiðað verkefni ásamt útgáfu, hönnunarvinnu og tónlistarumsýslu; aðstandendur hennar muni styðjast við aðra viðburðarsali sem þeir hafa umráð yfir fyrir stærri verkefni hverju sinni. „Næsta útgáfa okkar er á handan við hornið, nýtt verkefni með rapparanum Krabbamane sem við getum ekki beðið eftir að kynna betur fyrir ykkur auk tónleikaraðar sem hefst í desember.“ Efri hæðin taki miklum sviptingum, og verði opinn vinnustofukjarni með sérinngang að aftanverðu. Höfuðstöðvar Sticky verði á efri hæðinni og portið nýtt sem tónleikastaður og viðburðarrými undir markaði og útitónleika þegar vel viðrar. Aðstandendur hafi mikla reynslu af standsetningu og uppsetningu á vinnustofum og stúdíóum, skapandi nærumhverfi sé þeirra sérsvið frábært verði að fá þá orku og starfsemi í þetta aldargamla rými. „Finni [Guðfinnur Karlsson] tók við Prikinu árið 2003, og erum við ein elsta kennitala miðborgarinnar ótrúlegt en satt, vel við hæfi að 2023 sé árið sem við stígum þetta skref. Bara gaman, sé sveifla, allir á Prikið,“ segir Geoffrey að lokum.
Næturlíf Menning Tónlist Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira