Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Hefur fengið líf­láts­hótanir vegna söngsins

Söngkonan Jessica Pearson hefur fengið slæma útreið á samfélagsmiðlum eftir að myndband af henni að syngja fyrir farþega flugvélar Icelandair, sem sátu fastir í flugvélinni í tíu klukkustundir, fór í dreifingu. Henni hafa borist líflátshótanir og hún hefur verið hvött til þess að svipta sig lífi.

Innlent
Fréttamynd

Rafmögnuð stemning í Kópavogi í kvöld

„Vörpunarverk Þórönnu er eitt stærsta og viðamesta verkefnið á hátíðinni í ár en áralöng hefð er fyrir því að varpa nýju verki á kirkjuna á Vetrarhátíð,“ segir Elísabet Indra Ragnarsdóttir, verkefna- og viðburðastjóri menningarmála í Kópavogi en glæsileg dagskrá Vetrarhátíðar hefst í kvöld klukkan 18 þegar verki Þórönnu Björnsdóttur verður varpað á austurhlið Kópavogskirkju.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Ozzy Osbourne hættur að túra í bili

Breski söngvarinn Ozzy Osbourne hefur hætt við tónleikaferðalag sitt til Evrópu. Hann segir líkama sinn ekki geta höndlað ferðalagið en hann er enn að jafna sig eftir slys sem hann lenti í árið 2019.

Lífið
Fréttamynd

Miley Cyrus braut blað í sögu Spotify

Tónlistarkonan Miley Cyrus er mætt á Íslenska listann á FM með lagið sitt Flowers. Lagið var kynnt inn sem líklegt til vinsælda í síðustu viku og er nú komið í 16. sæti listans.

Tónlist
Fréttamynd

Seinni fimm flytj­endum Söngva­­keppninnar lekið

Twitter-notandinn Crystal Ball ESC, sem farið hefur mikinn undanfarnar vikur og birt upplýsingar um keppendur í undankeppnum ýmissa þátttökuþjóða Eurovision, birti lista þátttakenda í Söngvakeppninni á síðu sinni í dag. Fullyrt er að um sé að ræða þau tíu atriði sem bítast um farseðilinn fyrir Íslands hönd í Eurovision.

Lífið