Young Karin með endurkomu inn í íslenskt tónlistarlíf Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 23. febrúar 2024 11:31 Fríd og Young Karin voru að senda frá sér lag. Harpa Thors Tónlistarkonurnar Young Karin og Fríd voru að senda frá sér lagið NOT INTO ME. Þetta er fyrsta samstarfsverkefnið sem Fríd vinnur að og sömuleiðis fyrsta lagið sem Karin sendir frá sér í rúm fjögur ár. Blaðamaður tók púlsinn á tvíeykinu. Hér má heyra lagið NOT INTO ME: Klippa: Fríd ft. Young Karin - NOT INTO ME Kynntust í blómabúð Karin Arnhildardóttir, Young Karin, skaust fram á sjónarsviðið árið 2014 með smáskífunni N1. Á þeirri plötu er að finna smellinn Hearts sem naut mikilla vinsælda og kom Karin fram á ýmsum viðburðum og tónleikum víða um land. Tónlistin er sömuleiðis í fjölskyldunni hennar en hún er litla systir rapparans Emmsjé Gauta. Fyrir nokkrum árum dró Karin sig í hlé frá tónlistinni, eignaðist barn og fór að starfa hjá 4 árstíðum, þar sem Fríd var sömuleiðis að vinna. „Ég hef ekki gefið neitt út síðan 2020 en ég hef samt alveg verið að taka smá upp í millitíðinni. Ég var í fæðingarorlofi og þegar ég byrjaði að vinna aftur eftir það í blómaversluninni 4 árstíðir kynntist ég Fríd og við urðum góðar vinkonur.“ Upphefja hvor aðra Hún segir að tónlistin hafi fljótlega farið að kalla. „Ég fann að mig langaði að byrja aftur að syngja og hún er algjör snillingur í að gera tónlist og syngja og er með mikinn drifkraft. Ég varð strax spennt fyrir því að vinna með henni, við fórum í stúdíóið og þetta small allt saman. Það er mjög kraftmikið að vinna með annarri konu sem upphefur mann og svo er það líka bara svo skemmtilegt.“ Samstarfið hefur gengið mjög vel að sögn söngkvennanna. Harpa Thors Karin ein af fyrirmyndunum Fríd segir sömuleiðis að samstarfið hafi gengið mjög vel. „Ég hef verið aðdáandi Young Karin alveg frá því hún gaf fyrst út tónlist fyrir mörgum árum síðan. Ég leit mikið upp til hennar og geri enn og mig langaði að vinna í tónlist og spila á tónleikum eins og hún. Það má því segja að hún hafi verið ein af mínum fyrirmyndum í íslensku senunni og ég er mjög þakklát henni fyrir það, því ég byrjaði svo að gefa út mína eigin tónlist árið 2018 og hef verið að gefa út og spila síðan þá.“ Hún segir að á sínum tíma hefði hún aldrei giskað á samstarf með Karin. „En hún byrjaði að vinna í sömu blómabúð og ég var að vinna í fyrir tæpu ári síðan og þá kom ekkert annað til greina en að gera lag saman. Ég sýndi henni grunn að lagi sem ég var að vinna í og hún varð strax mjög hrifin af því. Við fórum því fljótt eftir það í stúdíóið að taka hana upp og heyrðum þá hvað raddirnar okkar hljóma vel saman. Þetta er fyrsta lagið sem ég gef út með einhverjum öðrum og ég er ótrúlega glöð að það sé með Karin. Ég vona að þetta sé bara byrjunin á okkar samstarfi því það hefur verið yndislegt og ótrúlega gaman að vinna með henni.“ Fríd leit mikið upp til Karinar þegar hún var að stíga sín fyrstu skref í tónlistinni.Harpa Thors Óviss ást Þær segja að lagið NOT INTO ME fjalli um orku sem myndast á milli tveggja einstaklinga sem eru með ákveðna tengingu en eru ekki viss um hvort þetta sé bara vinaleg tenging eða hvort þetta gæti farið eitthvað lengra. „Hvorugur aðili tekur af skarið vegna hræðslu við mögulegri höfnun eða áhyggjum yfir því að hinn sé ekki á sama stað. Þá situr maður eftir með spurningar og pælingar um það hvort að þær tilfinningar sem þú fannst fyrir hafi verið endurgoldnar eða ekki og hvort þetta hefði getað orðið að einhverju eða ekki?,“ segja stelpurnar að lokum. Tónlist Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hér má heyra lagið NOT INTO ME: Klippa: Fríd ft. Young Karin - NOT INTO ME Kynntust í blómabúð Karin Arnhildardóttir, Young Karin, skaust fram á sjónarsviðið árið 2014 með smáskífunni N1. Á þeirri plötu er að finna smellinn Hearts sem naut mikilla vinsælda og kom Karin fram á ýmsum viðburðum og tónleikum víða um land. Tónlistin er sömuleiðis í fjölskyldunni hennar en hún er litla systir rapparans Emmsjé Gauta. Fyrir nokkrum árum dró Karin sig í hlé frá tónlistinni, eignaðist barn og fór að starfa hjá 4 árstíðum, þar sem Fríd var sömuleiðis að vinna. „Ég hef ekki gefið neitt út síðan 2020 en ég hef samt alveg verið að taka smá upp í millitíðinni. Ég var í fæðingarorlofi og þegar ég byrjaði að vinna aftur eftir það í blómaversluninni 4 árstíðir kynntist ég Fríd og við urðum góðar vinkonur.“ Upphefja hvor aðra Hún segir að tónlistin hafi fljótlega farið að kalla. „Ég fann að mig langaði að byrja aftur að syngja og hún er algjör snillingur í að gera tónlist og syngja og er með mikinn drifkraft. Ég varð strax spennt fyrir því að vinna með henni, við fórum í stúdíóið og þetta small allt saman. Það er mjög kraftmikið að vinna með annarri konu sem upphefur mann og svo er það líka bara svo skemmtilegt.“ Samstarfið hefur gengið mjög vel að sögn söngkvennanna. Harpa Thors Karin ein af fyrirmyndunum Fríd segir sömuleiðis að samstarfið hafi gengið mjög vel. „Ég hef verið aðdáandi Young Karin alveg frá því hún gaf fyrst út tónlist fyrir mörgum árum síðan. Ég leit mikið upp til hennar og geri enn og mig langaði að vinna í tónlist og spila á tónleikum eins og hún. Það má því segja að hún hafi verið ein af mínum fyrirmyndum í íslensku senunni og ég er mjög þakklát henni fyrir það, því ég byrjaði svo að gefa út mína eigin tónlist árið 2018 og hef verið að gefa út og spila síðan þá.“ Hún segir að á sínum tíma hefði hún aldrei giskað á samstarf með Karin. „En hún byrjaði að vinna í sömu blómabúð og ég var að vinna í fyrir tæpu ári síðan og þá kom ekkert annað til greina en að gera lag saman. Ég sýndi henni grunn að lagi sem ég var að vinna í og hún varð strax mjög hrifin af því. Við fórum því fljótt eftir það í stúdíóið að taka hana upp og heyrðum þá hvað raddirnar okkar hljóma vel saman. Þetta er fyrsta lagið sem ég gef út með einhverjum öðrum og ég er ótrúlega glöð að það sé með Karin. Ég vona að þetta sé bara byrjunin á okkar samstarfi því það hefur verið yndislegt og ótrúlega gaman að vinna með henni.“ Fríd leit mikið upp til Karinar þegar hún var að stíga sín fyrstu skref í tónlistinni.Harpa Thors Óviss ást Þær segja að lagið NOT INTO ME fjalli um orku sem myndast á milli tveggja einstaklinga sem eru með ákveðna tengingu en eru ekki viss um hvort þetta sé bara vinaleg tenging eða hvort þetta gæti farið eitthvað lengra. „Hvorugur aðili tekur af skarið vegna hræðslu við mögulegri höfnun eða áhyggjum yfir því að hinn sé ekki á sama stað. Þá situr maður eftir með spurningar og pælingar um það hvort að þær tilfinningar sem þú fannst fyrir hafi verið endurgoldnar eða ekki og hvort þetta hefði getað orðið að einhverju eða ekki?,“ segja stelpurnar að lokum.
Tónlist Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira