Emils- og Línu-tónskáldið Georg Riedel látið Atli Ísleifsson skrifar 26. febrúar 2024 07:52 Georg Riedel varð níutíu ára gamall. Wikipedia Commons Sænska tónskáldið og djasstónlistarmaðurinn Georg Riedel, sem þekktastur er fyrir að hafa samið tónlistina í þáttunum og myndunum um Línu langsokk og Emil í Kattholti, er látinn. Hann varð níræður að aldri. Fjölskylda Riedel staðfestir í samtali við sænska fjölmiðla að hann hafi andast í faðmi fjölskyldu sinnar í gærkvöldi. Í frétt Aftonbladet segir að hann hafi samið tónlistina í á fjórða tug kvikmynda. Þekktastur er hann þó fyrir að hafa samið lög á borð við Sumarvísu Ídu og Hlustið góðu vinir og Litli grís í Emil í Kattholti. Þá samdi hann tónlistina í Línu langsokk ásamt Jan Johansson. Riedel gerði sig einnig gildandi á sviði sænskrar djasstónlistar þar sem hann vann meðal annars með söngkonunni Monicu Zetterlund. Hann vann til fjölda verðlauna á ferli sínum og vann tvívegis til hinna sænsku Grammis-verðlauna og þá var hann tekinn inn í Frægðarhöll tónlistarinnar í Svíþjóð árið 2020. Georg Ridel fæddist í gömlu Tékkóslóvakíu árið 1934 en fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Svíþjóðar þegar hann var fjögurra ára gamall. Móðir hans var læknir og gyðingur og faðir hans stjórnmálamaður og arkitekt. Andlát Svíþjóð Tónlist Menning Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Fjölskylda Riedel staðfestir í samtali við sænska fjölmiðla að hann hafi andast í faðmi fjölskyldu sinnar í gærkvöldi. Í frétt Aftonbladet segir að hann hafi samið tónlistina í á fjórða tug kvikmynda. Þekktastur er hann þó fyrir að hafa samið lög á borð við Sumarvísu Ídu og Hlustið góðu vinir og Litli grís í Emil í Kattholti. Þá samdi hann tónlistina í Línu langsokk ásamt Jan Johansson. Riedel gerði sig einnig gildandi á sviði sænskrar djasstónlistar þar sem hann vann meðal annars með söngkonunni Monicu Zetterlund. Hann vann til fjölda verðlauna á ferli sínum og vann tvívegis til hinna sænsku Grammis-verðlauna og þá var hann tekinn inn í Frægðarhöll tónlistarinnar í Svíþjóð árið 2020. Georg Ridel fæddist í gömlu Tékkóslóvakíu árið 1934 en fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Svíþjóðar þegar hann var fjögurra ára gamall. Móðir hans var læknir og gyðingur og faðir hans stjórnmálamaður og arkitekt.
Andlát Svíþjóð Tónlist Menning Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira