Sænska poppstjarnan sem lifir venjulegu lífi í Garðabæ Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2024 10:30 Amit Paul býr í Garðabæ með konu sinni og börnum. Hann og hljómsveit hans A*Teens fóru á langt tónleikaferðalag með Britney Spears upp úr aldamótum. Sænska hljómsveitin A*Teens, sem fór sigurför um heiminn upp úr aldamótum, kom nýverið saman á Melodifestivalen í Malmö í fyrsta sinn í tuttugu ár. Einn meðlimur sveitarinnar er búsettur á Íslandi með íslenskri konu sinni og börnum - og talar reiprennandi íslensku. Við hittum hann í Garðabænum í Íslandi í dag. Árið er 1999 og við erum stödd í Svíþjóð. Haldið er upp á tímamót; 25 ár eru liðin frá því ABBA vann Eurovision með Waterloo. Og í tilefni þess er auðvitað ákveðið að setja saman ABBA-coverband. Hljómsveit skipaða fjórum kornungum, sænskum hæfileikasprengjum. Nafnið ABBA-Teens er valið á sveitina, einkar lýsandi nafn sem skömmu síðar var þó breytt í A*Teens. Og A*Teens enda á að fara sigurför um heiminn. Og nú, tuttugu og fimm árum eftir að sveitin var stofnuð, hefur einn meðlimanna búið sér líf í Garðabæ af öllum stöðum - og talar reiprennandi íslensku. Amit Paul var fimmtán ára þegar hann var fenginn til liðs við A*Teens. Fyrsta lag þeirra, ábreiða af hinu ódauðlega ABBA-lagi Mamma Mia skaust beint á topp vinsældarlista í Svíþjóð og sat þar óslitið í átta vikur. Amit fer yfir ótrúlega ferilinn í Íslandi í dag; hljómsveitin hélt í tónleikaferðalag með Britney Spears, varð andlit Coca-Cola í Tælandi um hríð og sérstakar A*Teens dúkkur voru framleiddar svo eitthvað sé nefnt. En hvernig endaði Amit á Íslandi? Áhugi hans á fjallaskíðum leiddi hann í skíðaferð til Grænlands fyrir um áratug, með örlagaríkri millilendingu á Íslandi þar sem hópurinn sat veðurtepptur. Þar kynntist hann konu sinni, Unni Ýrr Helgadóttur listakonu. „Hún var í kringum vinina, við hittumst niðri í bæ. Og hún var bara: Þú getur ekki setið hér! Komdu í sund! Og ég sagði mjög snemma við hana: Þú ert konan í lífi mínu. Og hún var bara: Þú ert bilaður, það er eitthvað að. Og ég bara: Neinei sjáum til. Og eftir nokkur ár plataði ég hana í að koma til Svíþjóðar,“ lýsir Amit. Fjölskyldan, Amit, Unnur og dætur þeirra tvær, flutti til Íslands fyrir um þremur árum. Amit segir lífið á Íslandi algjörlega frábært. „Það er það besta sem ég hef gert [að flytja til Íslands]. Að komast á fjallaskíði, hlaupa og hjóla. Heiðmörk!,“ segir Amit. Brot úr viðtali Íslands í dag við Amit má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Þáttinn í heild má nálgast á streymisveitu Stöðvar 2. Hér fyrir neðan má svo finna atriði A*Teens í Melodifestivalen frá 3. febrúar og tónlistarmyndbandið við ABBA-ábreiðuna Mamma Mia. A*Teens á Melodifestivalen 3. febrúar 2024: Mamma Mia-A*Teens: Svíþjóð Tónlist Ísland í dag Garðabær Mest lesið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Enginn í joggingbuxum í París Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
Árið er 1999 og við erum stödd í Svíþjóð. Haldið er upp á tímamót; 25 ár eru liðin frá því ABBA vann Eurovision með Waterloo. Og í tilefni þess er auðvitað ákveðið að setja saman ABBA-coverband. Hljómsveit skipaða fjórum kornungum, sænskum hæfileikasprengjum. Nafnið ABBA-Teens er valið á sveitina, einkar lýsandi nafn sem skömmu síðar var þó breytt í A*Teens. Og A*Teens enda á að fara sigurför um heiminn. Og nú, tuttugu og fimm árum eftir að sveitin var stofnuð, hefur einn meðlimanna búið sér líf í Garðabæ af öllum stöðum - og talar reiprennandi íslensku. Amit Paul var fimmtán ára þegar hann var fenginn til liðs við A*Teens. Fyrsta lag þeirra, ábreiða af hinu ódauðlega ABBA-lagi Mamma Mia skaust beint á topp vinsældarlista í Svíþjóð og sat þar óslitið í átta vikur. Amit fer yfir ótrúlega ferilinn í Íslandi í dag; hljómsveitin hélt í tónleikaferðalag með Britney Spears, varð andlit Coca-Cola í Tælandi um hríð og sérstakar A*Teens dúkkur voru framleiddar svo eitthvað sé nefnt. En hvernig endaði Amit á Íslandi? Áhugi hans á fjallaskíðum leiddi hann í skíðaferð til Grænlands fyrir um áratug, með örlagaríkri millilendingu á Íslandi þar sem hópurinn sat veðurtepptur. Þar kynntist hann konu sinni, Unni Ýrr Helgadóttur listakonu. „Hún var í kringum vinina, við hittumst niðri í bæ. Og hún var bara: Þú getur ekki setið hér! Komdu í sund! Og ég sagði mjög snemma við hana: Þú ert konan í lífi mínu. Og hún var bara: Þú ert bilaður, það er eitthvað að. Og ég bara: Neinei sjáum til. Og eftir nokkur ár plataði ég hana í að koma til Svíþjóðar,“ lýsir Amit. Fjölskyldan, Amit, Unnur og dætur þeirra tvær, flutti til Íslands fyrir um þremur árum. Amit segir lífið á Íslandi algjörlega frábært. „Það er það besta sem ég hef gert [að flytja til Íslands]. Að komast á fjallaskíði, hlaupa og hjóla. Heiðmörk!,“ segir Amit. Brot úr viðtali Íslands í dag við Amit má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Þáttinn í heild má nálgast á streymisveitu Stöðvar 2. Hér fyrir neðan má svo finna atriði A*Teens í Melodifestivalen frá 3. febrúar og tónlistarmyndbandið við ABBA-ábreiðuna Mamma Mia. A*Teens á Melodifestivalen 3. febrúar 2024: Mamma Mia-A*Teens:
Svíþjóð Tónlist Ísland í dag Garðabær Mest lesið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Enginn í joggingbuxum í París Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp