Elton John við Laufeyju: „Sem tónlistarmaður veit ég hve góður tónlistarmaður þú ert“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. mars 2024 14:31 Laufey hefur ferðast víða með tónleikaferðalagið Bewitched Tour og heldur þrenna tónleika í Eldborgarsal Hörpu næstu helgi. Vilhelm/Getty Tónlistarkonan og Grammy-verðlaunahafinn Laufey er nýjasti gestur bresku tónlistargoðsagnarinnar Elton John í hlaðvarpinu hans, Rocket Hour. Í þættinum fer hann fögrum orðum um tónlist Laufeyjar. Í sameiginlegri færslu Laufeyjar og Elton John á Instagram er myndbrot úr þættinum þar sem þau tala um tónlistina og yfirstandandi tónleikaferðalag hennar. „Sem tónlistarmaður veit ég hversu góður tónlistarmaður þú ert. Það er æðislegt að sjá hve góðum árangri þú hefur náð,“ segir Elton John í hljóðbrotinu og spyr hvað sé á dagskrá hjá henni. „Ég held að nú sé runnið upp fyrsta stóra tónleikaárið mitt. Ég verð mikið á faraldsfæti og ferðast til næstum hverrar einustu heimsálfu,“ svarar Laufey. John segir þá frábært að sjá hve mikið konur eru að blómstra í tónlistariðnaðinum og nefnir þar Laufey, Lana Del Rey og Billie Eilish. „Það er alveg dásamlegt sjá hið kvenlega taka yfir hið karlmannlega í tónsmíðum. Þú ert svo sannarlega ein þeirra sem ryðja þá braut,“ segir John. „Mér finnst einmitt að þegar ég sem tónlist sem gerir mig að mér, sem sagt tónlist sem mér finnst sérstaklega góð, þá gengur mér best. Það er svo sannarlega góður tími fyrir konur í tónlist núna,“ svarar Laufey. John hefur haldið úti hlaðvarpinu frá árinu 2015 og hefur fengið til sín gesti á borð við Lizzo, Billie Eilish, Tame Impala og Tom Odell. Áskrifendur Apple Music geta hlustað á þáttinn í heild sinni þar. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Elton John (@eltonjohn) Laufey Lín Tónlist Tengdar fréttir Laufey hlaut Grammy-verðlaun Laufey Lín Jónsdóttir hlaut Grammy-verðlaun í kvöld í flokki hefðbundinnar popptónlistar, fyrir breiðskífu sína Bewitched. 4. febrúar 2024 22:44 Hótanir og reiði vegna ótrúlegrar miðasölu á Laufeyju Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, segist aðeins þrisvar sinnum hafa séð aðrar eins mótttökur og í morgun þegar miðar á aukatónleika Laufeyjar kláruðust á einni mínútu eftir að miðasala opnaði. Hann segir marga fokreiða út í Senu vegna málsins. 24. janúar 2024 13:16 Laufey gerir tónlist með átrúnaðargoðinu: „Ég hef hlustað á hana síðan ég var pínulítið barn“ „Ég er í rútu. Ég bý tæknilega séð í rútu þessa stundina, svona „tour bus“ eins og þeir kalla það,“ segir tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir þegar blaðamaður náði af henni tali í dag. 9. nóvember 2023 18:10 Laufey leikur fyrir Jimmy Kimmel Íslenska djasstónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir kom fram í spjallþætti Jimmy Kimmel Live í gærkvöldi. 18. nóvember 2023 10:12 Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Fleiri fréttir „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Sjá meira
Í sameiginlegri færslu Laufeyjar og Elton John á Instagram er myndbrot úr þættinum þar sem þau tala um tónlistina og yfirstandandi tónleikaferðalag hennar. „Sem tónlistarmaður veit ég hversu góður tónlistarmaður þú ert. Það er æðislegt að sjá hve góðum árangri þú hefur náð,“ segir Elton John í hljóðbrotinu og spyr hvað sé á dagskrá hjá henni. „Ég held að nú sé runnið upp fyrsta stóra tónleikaárið mitt. Ég verð mikið á faraldsfæti og ferðast til næstum hverrar einustu heimsálfu,“ svarar Laufey. John segir þá frábært að sjá hve mikið konur eru að blómstra í tónlistariðnaðinum og nefnir þar Laufey, Lana Del Rey og Billie Eilish. „Það er alveg dásamlegt sjá hið kvenlega taka yfir hið karlmannlega í tónsmíðum. Þú ert svo sannarlega ein þeirra sem ryðja þá braut,“ segir John. „Mér finnst einmitt að þegar ég sem tónlist sem gerir mig að mér, sem sagt tónlist sem mér finnst sérstaklega góð, þá gengur mér best. Það er svo sannarlega góður tími fyrir konur í tónlist núna,“ svarar Laufey. John hefur haldið úti hlaðvarpinu frá árinu 2015 og hefur fengið til sín gesti á borð við Lizzo, Billie Eilish, Tame Impala og Tom Odell. Áskrifendur Apple Music geta hlustað á þáttinn í heild sinni þar. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Elton John (@eltonjohn)
Laufey Lín Tónlist Tengdar fréttir Laufey hlaut Grammy-verðlaun Laufey Lín Jónsdóttir hlaut Grammy-verðlaun í kvöld í flokki hefðbundinnar popptónlistar, fyrir breiðskífu sína Bewitched. 4. febrúar 2024 22:44 Hótanir og reiði vegna ótrúlegrar miðasölu á Laufeyju Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, segist aðeins þrisvar sinnum hafa séð aðrar eins mótttökur og í morgun þegar miðar á aukatónleika Laufeyjar kláruðust á einni mínútu eftir að miðasala opnaði. Hann segir marga fokreiða út í Senu vegna málsins. 24. janúar 2024 13:16 Laufey gerir tónlist með átrúnaðargoðinu: „Ég hef hlustað á hana síðan ég var pínulítið barn“ „Ég er í rútu. Ég bý tæknilega séð í rútu þessa stundina, svona „tour bus“ eins og þeir kalla það,“ segir tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir þegar blaðamaður náði af henni tali í dag. 9. nóvember 2023 18:10 Laufey leikur fyrir Jimmy Kimmel Íslenska djasstónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir kom fram í spjallþætti Jimmy Kimmel Live í gærkvöldi. 18. nóvember 2023 10:12 Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Fleiri fréttir „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Sjá meira
Laufey hlaut Grammy-verðlaun Laufey Lín Jónsdóttir hlaut Grammy-verðlaun í kvöld í flokki hefðbundinnar popptónlistar, fyrir breiðskífu sína Bewitched. 4. febrúar 2024 22:44
Hótanir og reiði vegna ótrúlegrar miðasölu á Laufeyju Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, segist aðeins þrisvar sinnum hafa séð aðrar eins mótttökur og í morgun þegar miðar á aukatónleika Laufeyjar kláruðust á einni mínútu eftir að miðasala opnaði. Hann segir marga fokreiða út í Senu vegna málsins. 24. janúar 2024 13:16
Laufey gerir tónlist með átrúnaðargoðinu: „Ég hef hlustað á hana síðan ég var pínulítið barn“ „Ég er í rútu. Ég bý tæknilega séð í rútu þessa stundina, svona „tour bus“ eins og þeir kalla það,“ segir tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir þegar blaðamaður náði af henni tali í dag. 9. nóvember 2023 18:10
Laufey leikur fyrir Jimmy Kimmel Íslenska djasstónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir kom fram í spjallþætti Jimmy Kimmel Live í gærkvöldi. 18. nóvember 2023 10:12