Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Drukknaði eftir að hafa tekið blöndu af fíkni­efnum

Réttarmeinalæknir segir söngvarann og samfélagsmiðlastjörnuna Aaron Carter hafa drukknað í baðkari sínu vegna áhrifa af fíkniefnum sem hann hafði tekið fyrr um daginn. Í líkama hans fundust efni úr Xanax-töflum og efni úr loftúðahreinsiefni.

Tónlist
Fréttamynd

Hugmynd sem kviknaði eftir pílagrímsferð til New York

„Mig langaði að gera þeirri tónlist sem ég hef samið á undanförnum árum góð skil,“ segir píanóleikarinn og tónskáldið Magnús Jóhann Ragnarsson, sem stendur fyrir fjögurra kvölda tónleikaseríu í Mengi og hefst hún á fimmtudagskvöld. Blaðamaður tók púlsinn á Magnúsi Jóhanni.

Tónlist
Fréttamynd

Óskar hefur sungið í fjögur þúsund jarðarförum

Gamlir bílar og gömul bílnúmer eru honum hugleikinn, svo ekki sé talað um sönginn en hann hefur sungið í um fjögur þúsund jarðarförum. Hér erum við að tala um Álftagerðisbróðurinn Óskar Pétursson, sem Magnús Hlynur heimsótti í þætti sínum, „Mig langar að vita“ í hér á Stöð 2 í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Myndband: Björk notaði meira en 800 dróna á Coachella

Tónlistarkonan Björk kom fram á tónlistarhátíðinni Coachella í Kaliforníufylki í gærkvöldi og heillaði fólk eins og hún á að sér. Vakti það mikla athygli að Björk notaði meira en 800 dróna til að lýsa upp himininn fyrir ofan sviðið.

Tónlist
Fréttamynd

Kristmundur Axel með tvö lög á Íslenska listanum

Rapparinn Kristmundur Axel hefur með sanni átt öfluga endurkomu inn í íslenskt tónlistarlíf að undanförnu og kom meðal annars fram á Hlustendaverðlaununum í ár. Hann er mættur á Íslenska listann á FM með ekki bara eitt heldur tvö lög.

Tónlist
Fréttamynd

„Veit um tvær stelpur sem eru skírðar í höfuðið á laginu mínu“

„Ég byrjaði í tónlist þegar ég var pínulítill. Pabbi er söngvari og ég var fimm ára þegar ég byrjaði að spila á gítar,“ segir tónlistarmaðurinn Thorsteinn Einarsson, sem skrifaði átján ára gamall undir plötusamning í Austurríki. Hann hefur verið að gera góða hluti þar undanfarin ár, er með milljónir spilanna á streymisveitunni Spotify og hefur spilað víða á tónleikum. Blaðamaður hitti hann í kaffi og tók púlsinn á honum.

Tónlist
Fréttamynd

Píparinn stefnir á sigur í Skúrnum

Hinn 19 ára gamli Alexander Orri úr Reykjanesbæ er þriðji flytjandinn sem er kynntur til sögunnar í Skúrnum. Hann starfar sem pípari en hóf að fikta við tónlist ellefu ára gamall þegar hann eignaðist dj borð og fann strax að tónlistasköpun myndi fylgja honum út lífið.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Höfðar mál gegn með­limi Back­street Boys fyrir nauðgun

Nick Carter, einum meðlimi hljómsveitarinnar Backstreet Boys, hefur verið stefnt fyrir nauðgun. Söngkonan Melissa Schuman sakar hann um að hafa beitt sig ofbeldi fyrir tuttugu árum. Hún steig fyrst fram með ásökunina árið 2017. Þá neitaði Carter sök og gerir hann það enn samkvæmt lögmanni hans.

Erlent
Fréttamynd

Gaf ó­kunnugri stúlku hundrað ára fiðlu fyrir námið

Halldór Guðmundsson leigubílstjóri gaf fyrir páska hinni fimmtán ára gömlu Arndísi Snorradóttur hundrað ára gamla fiðlu. Þau þekkjast ekki neitt en hún var að safna fé fyrir námskeiði hljóðfæranámi. Góðverkið hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Lasse Welland­er er látinn

Sænski tónlistarmaðurinn Lasse Wellander er látinn, 70 ára að aldri. Hann var meðal annars gítarleikari fyrir sænsku hljómsveitina ABBA.

Lífið
Fréttamynd

Sex­tán ára farinn að spila á Hótel Sögu fyrir blind­fullt fólk

Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson fagnar sextugsafmæli sínu með stórtónleikum í Hörpu þann 22. apríl næstkomandi. Af því tilefni settist Jón niður með Ómari Úlfi og fór yfir magnaðan feril með hljómsveitunum Possibillies, Bítavinafélaginu og Nýdönsk. Þá er Jón einn af stofnmeðlimum Sálarinnar hans Jóns míns og hefur unnið mikið í leikhúsi.

Menning