Hanna Ágústa var heimsótt í gærkvöldi í Ísland í dag en hún er úr mikilli tónlistarfjölskyldu enda ólst hún upp við hljóðfæraleik og söng á heimili sínu á Kveldúlfsgötunni í Borgarnesi. Foreldrar hennar eru þau Theodóra Þorsteinsdóttir, sem var lengi skólastjóri Tónlistarskóla Borgarfjarðar og Olgeir Helgi Ragnarsson sem rak prentsmiðju í Borgarnesi til margra ára en starfar í dag, sem leiðsögumaður og hefur mjög gaman af söng og allri tónlist. Svo er það systirin, Sigríður Ágústa, sem er menntaður leikari og hefur líka verið mikið í tónlist.

Hanna Ágústa lærð söng í Þýskalandi í fimm ár og hefur reynt að vera dugleg að koma sér á framfæri. Þá er hún að kenna söng í Tónlistarskóla Akranes og í Tónlistarskóla Borgarfjarðar.
