Tjokkó var meðal fjölmargra listamanna sem komu fram á árshátíðinni. GusGus, Jón Jónsson, Góss, Valdimar, Ragga Gísla og Bandmenn sáu um að halda stuðinu uppi. Selma Björnsdóttir og Salka Sól veislustýrðu.
Vísi barst ábending um að hvítum Porsche-jeppa hefði verið lagt í bílastæði við inngang Laugardalshallarinnar, sem merkt er neyðarbílum.
Glöggir gætu kannast við jeppann, en athygli vakti þegar Patrik festi kaup á bílnum skömmu eftir að hafa fjárfest í ljósblárri sportbifreið af tegundinni Porsche Taycan. Enn meiri athygli vakti þegar útvarpsmaðurinn Ágúst Beinteinn Árnason gaf honum einkanúmerið PBT í 29 ára afmælisgjöf.
Patrik vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu. „No comment,“ sagði Ágúst Beinteinn, sem einnig er umboðsmaður hans, í samtali við Vísi.