Coolio hafi dáið af Fentanyl-ofskammti Rapparinn Coolio sem gerði garðinn frægan með smellnum Gangsta's Paradise lést af völdum Fentanyl-ofskammts segir umboðsmaður hans. Erlent 7. apríl 2023 10:48
Sextán ára farinn að spila á Hótel Sögu fyrir blindfullt fólk Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson fagnar sextugsafmæli sínu með stórtónleikum í Hörpu þann 22. apríl næstkomandi. Af því tilefni settist Jón niður með Ómari Úlfi og fór yfir magnaðan feril með hljómsveitunum Possibillies, Bítavinafélaginu og Nýdönsk. Þá er Jón einn af stofnmeðlimum Sálarinnar hans Jóns míns og hefur unnið mikið í leikhúsi. Menning 7. apríl 2023 07:01
Diddy segist þurfa að borga Sting 5.000 Bandaríkjadali á dag til dauðadags Tónlistarmógullinn Diddy, einnig þekktur sem Sean Combs eða Puff Daddy, greindi frá því nýverið að hann þurfi að borga tónlistarmanninum Sting fimm þúsund Bandaríkjadali á dag vegna lagabúts sem hann fékk ekki leyfi fyrir árið 1997. Lífið 6. apríl 2023 16:45
Varar fólk við storminum sem er að skella á tónlistarsenuna „Þessi skífa er einfaldlega lognið undan storminum,“ segir tónlistarmaðurinn Issi, sem ætlar að gefa út EP plötuna Rauð viðvörun á miðnætti. Blaðamaður tók púlsinn á honum. Tónlist 6. apríl 2023 11:30
Lifa af á rokgjörnum og hverfulum tíma Íslenska tölvuleikafyrirtækið Mussila fékk á dögunum verðlaun á hinni alþjóðlegu verðlaunahátíð Bett Awards sem afhent voru í Bretlandi í liðinni viku. Lífið 5. apríl 2023 17:01
„Gaman að taka upp í rými sem veitir mikinn innblástur“ Nanna Bryndís Hilmarsdóttir gefur út lagið Disaster Master í dag. Lagið er samið af Nönnu og pródúserað af Josh Kauffman. Um er að ræða lag sem verður á væntanlegri sóló plötu hennar. Platan kemur út þann fimmta maí næstkomandi. Tónlist 5. apríl 2023 16:01
Hæstiréttur vísar deilu Slayer við Secret Solstice aftur til Landsréttar Deila bandarísku þungarokkssveitarinnar Slayer við aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice heldur áfram að velkjast um fyrir íslenskum dómstólum eftir að Hæstiréttur vísaði hluta málsins aftur til Landsréttar í dag. Eitt félaganna sem tók við rekstri hátíðarinnar var sýknað af kröfu hljómsveitarinnar. Innlent 4. apríl 2023 14:02
„Þegar pabbi datt í það þá hrundi allt“ Tónlistarmamaðurinn Kristmundur Axel Kristmundsson er tæplega þrítugur og ólst upp við erfiðar heimilisaðstæður í Grafarvogi. Lífið 4. apríl 2023 10:30
Lofar spennandi og skemmtilegri keppni Fyrsti þátturinn af Skúrnum kemur inn á Vísi eftir páska. Þar munu sex flytjendur keppa um bestu nýju útgáfuna af gamla góða SS pylsulaginu. Lífið samstarf 4. apríl 2023 09:01
Högni, Daníel Ágúst, DJ Sóley og Ingvar E. fögnuðu með Snæfríði Ingvars Snæfríður Ingvarsdóttir hélt útgáfupartý á Hótel Holti í síðustu viku, í tilefni af því að hún var að senda frá sér sitt fyrsta tónlistarmyndband. Margt var um manninn og sameinuðust hinar ýmsu listaspírur landsins á þessum glæsilega viðburði. Tónlist 3. apríl 2023 16:13
Ryuichi Sakamoto er látinn Japanski raftónlistarfrumuðurinn Ryuichi Sakamoto er látinn 71 árs að aldri. Tónlist 2. apríl 2023 23:40
Brasilísk stórstjarna hélt upp á afmælið á Íslandi Brasilíska söngkonan Anitta varð þrítug á dögunum. Í gærkvöldi hélt hún veislu á skemmtistaðnum LÚX í miðbæ Reykjavíkur til þess að fagna áfanganum. Lífið 2. apríl 2023 14:14
Hinstu skilaboðin voru þau að hafa áfram gaman „Ég held að þetta verði ógleymanlegt kvöld,“ segir Berglind Häsler, ekkja Svavars Péturs Eysteinssonar heitins, jafnan þekktur sem ástsæli listamaðurinn Prins Póló. Berglind, Björn Kristjánsson og Benni Hemm Hemm eru í listrænni stjórn Havarí og standa fyrir Hátíð hirðarinnar, stórum minningartónleikum fyrir Svavar Pétur á afmælisdegi hans 26. apríl næstkomandi. Blaðamaður ræddi við Berglindi. Tónlist 2. apríl 2023 07:00
Svona var Söngkeppni framhaldsskólanna 2023 Samband íslenskra framhaldsskóla heldur í Söngkeppni framhaldsskólanna í 33. sinn í kvöld í Hinu Húsinu, miðstöð ungs fólks. Lífið 1. apríl 2023 18:40
Birgir Örn úr Idolinu líklegur til vinsælda Tónlistarmaðurinn Birgir Örn vakti athygli í Idol seríu Stöðvar 2 í vetur en hann komst í átta manna úrslit, þar sem hann flutti frumsamið lag sem ber heitið Found Each Other. Lagið var í þessari viku kynnt inn sem líklegt til vinsælda á Íslenska listanum á FM957. Tónlist 1. apríl 2023 17:01
Emmsjé Gauti er höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlagsins í ár Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti er höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlagsins í ár. Þjóðhátíð í Eyjum er stærsta og vinsælasta útihátíð landsins og ríkir því mikil spenna fyrir Þjóðhátíðarlaginu ár hvert. Lífið 31. mars 2023 09:01
Vissi ekki að lagið Líf væri samið um sig „Allt í einu var bara skrifað í skýin að ég átti bara að fara að gera þetta, ég átti bara að verða stjarna,“ segir tónlistarmaðurinn Birgir Steinn Stefánsson í einlægu viðtali í þættinum Einkalífið á Vísi og Stöð 2+. Lífið 30. mars 2023 10:44
Snæfríður Ingvars frumsýnir sitt fyrsta tónlistarmyndband Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi við lagið Lilies sem leikkonan og tónlistarkonan Snæfríður Ingvarsdóttir var að gefa út. Tónlist 30. mars 2023 10:00
„Þetta var náttúrulega visst sjokk fyrir okkur; við ætluðum svo sem aldrei að svíkja eitt né neitt“ „Já já, þetta gerði skaða. Þetta gerði meiri skaða en við héldum,“ segir Georg Hólm, bassaleikari Sigur Rósar, um skattamál sem meðlimir sveitarinnar hafa haft hangandi yfir höfðum sér frá árinu 2014. Málinu virðist nú vera lokið, eftir að Landsréttur vísaði eftirstöðum málsins frá í síðustu viku. Innlent 30. mars 2023 07:27
„Fæ mér fisk í hádeginu alla daga, alltaf!“ „Fiskur er svo góður fyrir þig, mér finnst hann líka bara svo góður,“ segir Helgi Björns í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni um helgina. Lífið 29. mars 2023 11:38
Þurfti að fela hneigð sína til kvenfatnaðar: „Svona er ég mótaður og svona er ég bara“ „Ég er með mjög óljósar minningar af því að vera sex eða sjö ára að máta nælonsokka upp í sveit og ég veit ekkert hvað þetta er,” segir Biggi Veira eða Birgir Þórarinsson tónlistarmaður og meðlimur GusGus. Lífið 28. mars 2023 22:01
Leikskólabörn rappa um Kjarval Krakkar á leikskólanum Kvistaborg fóru í hljóðver í dag til að taka upp frumsamið rapplag sem fjallar um listmálarann Jóhannes Kjarval. Krakkarnir sömdu textann sjálfir og máluðu málverk úti í náttúrunni að hætti myndlistarmannsins. Innlent 27. mars 2023 20:00
Tuttugu ár í bransanum: „Af öllu sem ég hef skapað er ég stoltastur af börnunum mínum“ „Ég er búinn að vera að gera tónlist lengur en ég man eftir mér,“ segir tónlistarmaðurinn Gauti Þeyr, jafnan þekktur sem Emmsjé Gauti. Hann er nú í óðaönn að skipuleggja tuttugu ára rappafmælis tónleika sína nú í vor í Gamla Bíó en árið 2002 kom hann fyrst fram og var það á Rímnaflæði. Blaðamaður hitti hann í kaffi og fékk að heyra nánar frá síðustu tuttugu árum. Tónlist 26. mars 2023 08:00
Fluttu saman Eurovision lög hvor annars og allt varð vitlaust Kvöldstund með Eyþóri Inga hóf göngu sína á nýjan leik á Stöð 2 í gærkvöld. Lífið 25. mars 2023 20:01
Loreen mætt á Íslenska listann Sænska tónlistarkonan Loreen er komin inn á Íslenska listann á FM957 með lagið sitt Tattoo. Er um að ræða framlag hennar til Eurovision í ár þar sem hún keppir í annað sinn fyrir hönd Svíþjóðar. Tónlist 25. mars 2023 17:02
Íhugar að setja mömmu sína á launaskrá „Nú fer hún að hætta í bankanum og þá þarf maður kannski bara að fara að setja hana á launaskrá. Svona fyrir að fylgjast með öllu og jafnvel „covera“ smá heima á vaktinni,“ segir Frikki Dór kíminn í viðtali í Bakaríinu síðasta laugardag. Lífið 23. mars 2023 13:00
Þessi hlutu Íslensku tónlistarverðlaunin Íslensku tónlistarverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Hörpu nú í kvöld. Fjölbreyttur hópur listafólks hlaut verðlaun fyrir störf sín á sviði tónlistar árið 2022. Tónlist 22. mars 2023 22:17
K-pop stjarna biðst afsökunar á bol með hakakrossi Meðlimur K-pop hljómsveitarinnar Twice hefur beðist afsökunar á því að hafa birt mynd af sér í bol þar sem var mynd af hakakrossi. Þetta er í annað sinn sem hún sést í umdeildum klæðnaði á stuttum tíma en fyrr í vikunni var hún klædd í bol frá QAnon á tónleikum. Lífið 22. mars 2023 11:18
„Hún upplifir tvö fyrstu árin án faðmlaga og ástúðar“ „Ég og mamma erum einhvern veginn að ná að fara í gegnum þessa sögu núna. Við erum í smá ferli, við erum að hittast og ég er að taka viðtöl við hana,“ segir tónlistarmaðurinn og leikarinn Björn Stefánsson í nýjasta þætti Einkalífsins. Lífið 22. mars 2023 07:30
Aflýsa Eistnaflugi vegna veirunnar Þungarokkshátíðin Eistaflug, sem haldin er árlega í Neskaupsstað, verður ekki haldin í ár vegna kórónaveirufaraldursins. Tónlist 21. mars 2023 19:05