Fleiri svartsýnir á gott gengi Heru Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. maí 2024 13:06 Hera Björk stígur á svið í Malmö annað kvöld. Alma Bengtsson/EBU Fleiri eru svartsýnir á gott gengi Íslands í Eurovision söngvakeppninni í ár heldur en bjartsýnir. Leita þarf aftur til ársins 2018 þegar Ari Ólafs keppti fyrir Íslands hönd til þess að finna álíka fjölda þeirra sem telja að Ísland muni hafna í einu af neðstu sætunum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun Maskínu. 28,1 prósent telur að Hera Björk muni lenda í einu af neðstu sætunum, 36. til 40. sæti, með lag sitt Scared of Heights. 20,2 prósent telja að hún verði í 31. til 35. sæti og 16,3 prósent að hún verði í 26. til 30. sæti. Rúm 10,5 prósent telja að Ísland lendi í einum af efstu fimmtán sætunum. Töluvert fleiri höfðu trú á góðu gengi Diljáar með lag hennar Power í Eurovision í fyrra. Einungis fimm prósent töldu að hún myndi lenda í einum af neðstu sætunum. Landsmenn hafa ekki verið svo svartsýnir á gengi landsins í keppninni síðan árið 2018 þegar Ari Ólafs keppti með lag sitt Our Choice. Þá töldu 34 prósent landsmanna að Ísland yrði í einum af neðstu sætunum. Könnunin var lögð fyrir þjóðgátt Maskínu, þjóðhóp fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu, á aldrinum átján ára og eldri. 1072 manns svöruðu könnuninni sem fór fram 22. til 26. apríl. Þegar litið er til kyns, aldurs, búsetu, menntunar, tekna og þess hvaða flokk viðkomandi myndi kjósa virðist lítið bera á milli. 60 ára og eldri eru bjartsýnastir á að Hera muni lenda í einhverju af efstu tuttugu sætunum en 30,2 prósent þeirra telja að hún gæti lent í 16. til 20. sæti á meðan einungis 9,7 prósent 30 til 39 ára hafa þá trú. Flestir sem kysu Miðflokkinn virðast hafa þá trú að Hera geti jafnvel lent í efstu fimm sætunum. 4,6 prósent þeirra telja svo vera en einungis 0,8 prósent þeirra sem kjósa Framsóknarflokkinn. VG kemur þar næst á eftir en 4,3 prósent kjósenda flokksins hafa mikla trú á Heru en einungis 1,8 prósent þeirra sem kysu Sjálfstæðisflokkinn og 1,4 prósent þeirra sem kysu Samfylkingu. Eurovision Skoðanakannanir Tónlist Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fleiri fréttir Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun Maskínu. 28,1 prósent telur að Hera Björk muni lenda í einu af neðstu sætunum, 36. til 40. sæti, með lag sitt Scared of Heights. 20,2 prósent telja að hún verði í 31. til 35. sæti og 16,3 prósent að hún verði í 26. til 30. sæti. Rúm 10,5 prósent telja að Ísland lendi í einum af efstu fimmtán sætunum. Töluvert fleiri höfðu trú á góðu gengi Diljáar með lag hennar Power í Eurovision í fyrra. Einungis fimm prósent töldu að hún myndi lenda í einum af neðstu sætunum. Landsmenn hafa ekki verið svo svartsýnir á gengi landsins í keppninni síðan árið 2018 þegar Ari Ólafs keppti með lag sitt Our Choice. Þá töldu 34 prósent landsmanna að Ísland yrði í einum af neðstu sætunum. Könnunin var lögð fyrir þjóðgátt Maskínu, þjóðhóp fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu, á aldrinum átján ára og eldri. 1072 manns svöruðu könnuninni sem fór fram 22. til 26. apríl. Þegar litið er til kyns, aldurs, búsetu, menntunar, tekna og þess hvaða flokk viðkomandi myndi kjósa virðist lítið bera á milli. 60 ára og eldri eru bjartsýnastir á að Hera muni lenda í einhverju af efstu tuttugu sætunum en 30,2 prósent þeirra telja að hún gæti lent í 16. til 20. sæti á meðan einungis 9,7 prósent 30 til 39 ára hafa þá trú. Flestir sem kysu Miðflokkinn virðast hafa þá trú að Hera geti jafnvel lent í efstu fimm sætunum. 4,6 prósent þeirra telja svo vera en einungis 0,8 prósent þeirra sem kjósa Framsóknarflokkinn. VG kemur þar næst á eftir en 4,3 prósent kjósenda flokksins hafa mikla trú á Heru en einungis 1,8 prósent þeirra sem kysu Sjálfstæðisflokkinn og 1,4 prósent þeirra sem kysu Samfylkingu.
Eurovision Skoðanakannanir Tónlist Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fleiri fréttir Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Sjá meira