Baulað á Ísrael sem flaug áfram í úrslitin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. maí 2024 21:14 Eden Golan syngur Hurricane á sviðinu í Malmö Arena í kvöld. Getty/Jens Büttner Nú liggur fyrir hvaða þjóðir keppa á úrslitakvöldi Eurovision í Malmö. Síðara undanúrslitakvöldið fór fram í kvöld þegar tíu þjóðir tryggðu sér sæti í úrslitunum. Þátttaka Ísraels þykir afar umdeild en sjónvarpsáhorfendur í Evrópu kusu Ísrael áfram í úrslitin. Stóru þjóðirnar sem fjármagna keppnina að stærstum hluta, Bretar, Ítalir, Spánverjar, Þjóðverjar og Frakkar, fá sjálfkrafa sæti í úrslitum sem og gestgjafarnir Svíar. Grikkland Sviss Austurríki Armenía Lettland Georgía Eistland Ísrael Noregur Holland Þau lönd sem komust áfram á þriðjudagskvöldið þegar Hera flutti framlag Íslands, Scared of heights, voru: Serbía Portúgal Slóvenía Úkraína Litháen Finnland Kýpur Króatía Írland Lúxemborg Baul á Ísrael heyrðist ekki heima í stofu Sjónvarpsáhorfendur urðu ekki varir við hávært baul í áhorfendum þegar framlag Ísraels var flutt á síðara undanúrslitakvöldi Eurovision. EBU sá til þess að baulið heyrðist ekki heima í stofu. Ísrael var fjórtánda lagið í röðinni en útsendingu EBU má sjá að neðan. Það hefur farið fram hjá fæestum Íslendingum að þátttaka Ísraels í keppninni í ár hefur verið í meira lagi umdeild. Fjöldi fólks mótmælti þátttöku Ísraels í Malmö í dag og hefur verið hávær krafa hér á landi um að Ísland sniðgengi Eurovision fyrst EBU, Samband ríkisrekinna sjónvarpsstöðva í Evrópu, meinaði Ísrael ekki þátttöku vegna árása þeirra á Palestínu undanfarna mánuði. Eurovision er einn áhorfsmesti viðburður í Evrópu ár hvert og margir með kveikt á skjánum þegar framlag Ísraels var flutt í kvöld, það fjórtánda í röðinni. Framlagið virtist fá nokkuð góð viðbrögð í höllinni en annað sýna myndskeið úr höllinni sem eru í dreifingu á X, áður Twitter. 🇮🇱The booing can be heard throughout the entire performance of Israel, but especially at the endIf we compare it to the rehearsal’s performance, the booing has been definitely lowered down by the sound engineers#Eurovision #Israel pic.twitter.com/JADrth7ez0— Eurovision Insider (@escinsiders) May 9, 2024 Þar heyrist nokkuð baulað á söngkonuna Eden Golan og félaga hennar í laginu. Hið sama gerðist á dómararennslinu í gær og kvartaði ísraelska sendinefndin við EBU vegna þess. Golan sagði að ekkert myndi stöðva hana í að flytja framlag Ísraela. Myndbönd úr öðrum hluta salarins í Malmö sýndu töluverð fagnaðarlæti. Israel’s Eurovision entry Eden Golan receives huge cheers after her performance at tonight’s Semi-Finals. The enthusiastic crowd showed their support- in the wake of anti-Israel activists threatening to disrupt the competition.🎥 @HenryMcKean pic.twitter.com/dMgv2trz3B— Oli London (@OliLondonTV) May 9, 2024 Ekki heyrðust annað en fagnaðarlæti í sjónvarpsútsendingunni þegar tilkynnt var að Ísrael færi áfram. Því er spáð góðu gengi í veðbönkum og verður fróðlegt að sjá hvernig fer á laugardag. Fréttin hefur verið uppfærð með öðru myndbandi frá Malmö í kvöld. Eurovision Svíþjóð Tónlist Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Fleiri fréttir Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Sjá meira
Stóru þjóðirnar sem fjármagna keppnina að stærstum hluta, Bretar, Ítalir, Spánverjar, Þjóðverjar og Frakkar, fá sjálfkrafa sæti í úrslitum sem og gestgjafarnir Svíar. Grikkland Sviss Austurríki Armenía Lettland Georgía Eistland Ísrael Noregur Holland Þau lönd sem komust áfram á þriðjudagskvöldið þegar Hera flutti framlag Íslands, Scared of heights, voru: Serbía Portúgal Slóvenía Úkraína Litháen Finnland Kýpur Króatía Írland Lúxemborg Baul á Ísrael heyrðist ekki heima í stofu Sjónvarpsáhorfendur urðu ekki varir við hávært baul í áhorfendum þegar framlag Ísraels var flutt á síðara undanúrslitakvöldi Eurovision. EBU sá til þess að baulið heyrðist ekki heima í stofu. Ísrael var fjórtánda lagið í röðinni en útsendingu EBU má sjá að neðan. Það hefur farið fram hjá fæestum Íslendingum að þátttaka Ísraels í keppninni í ár hefur verið í meira lagi umdeild. Fjöldi fólks mótmælti þátttöku Ísraels í Malmö í dag og hefur verið hávær krafa hér á landi um að Ísland sniðgengi Eurovision fyrst EBU, Samband ríkisrekinna sjónvarpsstöðva í Evrópu, meinaði Ísrael ekki þátttöku vegna árása þeirra á Palestínu undanfarna mánuði. Eurovision er einn áhorfsmesti viðburður í Evrópu ár hvert og margir með kveikt á skjánum þegar framlag Ísraels var flutt í kvöld, það fjórtánda í röðinni. Framlagið virtist fá nokkuð góð viðbrögð í höllinni en annað sýna myndskeið úr höllinni sem eru í dreifingu á X, áður Twitter. 🇮🇱The booing can be heard throughout the entire performance of Israel, but especially at the endIf we compare it to the rehearsal’s performance, the booing has been definitely lowered down by the sound engineers#Eurovision #Israel pic.twitter.com/JADrth7ez0— Eurovision Insider (@escinsiders) May 9, 2024 Þar heyrist nokkuð baulað á söngkonuna Eden Golan og félaga hennar í laginu. Hið sama gerðist á dómararennslinu í gær og kvartaði ísraelska sendinefndin við EBU vegna þess. Golan sagði að ekkert myndi stöðva hana í að flytja framlag Ísraela. Myndbönd úr öðrum hluta salarins í Malmö sýndu töluverð fagnaðarlæti. Israel’s Eurovision entry Eden Golan receives huge cheers after her performance at tonight’s Semi-Finals. The enthusiastic crowd showed their support- in the wake of anti-Israel activists threatening to disrupt the competition.🎥 @HenryMcKean pic.twitter.com/dMgv2trz3B— Oli London (@OliLondonTV) May 9, 2024 Ekki heyrðust annað en fagnaðarlæti í sjónvarpsútsendingunni þegar tilkynnt var að Ísrael færi áfram. Því er spáð góðu gengi í veðbönkum og verður fróðlegt að sjá hvernig fer á laugardag. Fréttin hefur verið uppfærð með öðru myndbandi frá Malmö í kvöld.
Eurovision Svíþjóð Tónlist Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Fleiri fréttir Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Sjá meira