Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Rappari landsins frá Akureyri

KÁ-AKÁ er rappari frá Akureyri sem hefur verið að gera það gott. Hann sendi frá sér EP plötuna Bitastæður sem hann segir vera einfalda pælingu - bara trap bangers sem fá fólk til að hreyfa sig. KÁ-AKÁ segir það fínt að vera rappari á Akureyri.

Tónlist
Fréttamynd

Nýtt lag og myndband um píkur

Tónlistarkonan Anna Tara Andrésdóttir sendir frá sér nýtt lag með Reykjavíkurdætrum í dag sem heitir Pussypics. Spurð út í hvaðan hugmyndin að laginu komi segir Anna: "Það er mjög erfitt fyrir mig að segja hvaðan hugmyndin að laginu kemur, píkur eru í raun þema sem ég hef legið yfir í um eitt ár. Það er til svo mikið meira af typpamyndum í heiminum en píkumyndum. Svo er meirihluti þeirra píkumynda á forsendum karla eins og til dæmis úr klámi. Þannig að mér finnst í raun vanta vettvang fyrir píkumyndir á forsendum kvenna,“ útskýrir Anna.

Lífið
Fréttamynd

Bestu og furðulegustu íslensku plötuumslögin

Í gær var opnuð í Hönnunarsafni Íslands sýning á íslenskum plötuumslögum og af því tilefni fannst Fréttablaðinu nauðsynlegt að fá nokkra álitsgjafa til að segja frá uppáhaldsplötuumslagi sínu. Álitsgjafarnir völdu einnig það plötuumslag sem þeim fannst skrítnast, skemmtilegast og líka það furðulegasta.

Tónlist
Fréttamynd

Föstudagsplaylisti Teejay Boyo

Tónlistamaðurinn Teejay Boyo setti saman föstudagsplaylista Lífsins að þessu sinni. Teejay var að gefa út nýtt lag, lagið Wine Your Body, og að sjálfsögðu fékk það að fljóta með á lagalistann.

Tónlist
Fréttamynd

Heldur Adele-heiðurstónleika um helgina

Söngkonan Katrín Ýr Óskarsdóttir, ásamt hljómsveit, heldur tónleika til heiðurs söngkonunni Adele um helgina. Spurð út í hvaðan áhuginn á Adele komi segir Katrín: "Hann byrjaði mest þegar platan 25 kom út. Ég féll fyrir plötunni og mér fannst lögin henta mér vel. Mér finnst hún líka svo skemmtileg týpa. Hún tekur sig ekki of alvarlega.“

Lífið
Fréttamynd

Auglýsa Svikamyllu ehf. út um alla borg

Hljómsveitin Hatari gefur út sína fyrstu EP-plötu á laugardaginn næstkomandi. Sveitin mun koma fram á Neysluvöku sama dag með Cyber, Kuldabola og russian.girls. Bak við viðburðinn er hið dularfulla félag Svikamylla ehf.

Tónlist
Fréttamynd

Sköpunarkrafturinn fær innspýtingu í sorg

Tónlistarkonan María Magnúsdóttir var að gefa út plötuna Sinking Island undir listamannsnafninu MIMRA. "Að opna sig persónulega er auðvitað skrítin tilfinning og verður raunverulegri þegar lögin líta loksins dagsins ljós í hljóðriti og maður fer að tala um tilurð þeirra,“ segir María um lög plötunnar sem eru innblásin af lífi og tilveru Maríu seinustu ár.

Lífið
Fréttamynd

Er það fugl eða er það Emil Stabil?

Rapparinn Emil Stabil frá Danmörku spilar á skemmtistaðnum Húrra í kvöld. Hann segist hafa miklar mætur á bæði íslensku rappsenunni sem og gestrisninni og er að undirbúa eitthvað alveg brjálað sem mun koma öllum á óvart.

Tónlist
Fréttamynd

Föstudagsplaylisti Cell 7

Það er rappgoðsögnin hún Ragna Cell 7 sjálf sem sér um föstudagsplaylistann að þessu sinni. Ef hlustað er á listann í réttri röð er hann hin besta uppskrift að nokkuð fjörugu föstudagskvöldi.

Tónlist
Fréttamynd

Rappið komið inn á jólatónleikamarkaðinn

Rapp er gífurlega vinsælt og einungis tímaspursmál hvenær rappið færi inn á jólatónleikamarkaðinn. Emmsjé Gauti er búinn að láta vaða og heldur Júlevenner ásamt nokkrum góðum jólavinum.

Tónlist
Fréttamynd

Einlægni er nýi töffaraskapurinn

Joseph Cosmo Muscat er margreyndur tónlistarmaður sem flytur tónlist undir nafninu SEINT. Hann segir að tónlistin spretti frá líðan sinni og vonar að aðrir geti fundið sig í tilfinningum sem hann túlkar. Fráfall eins besta vinar hans er umfjöllunarefni næstu plötu.

Tónlist
Fréttamynd

Þekktast plötusnúður græmsins á landinu

Breski plötusnúðurinn Spooky Bizzle mætir til landsins og skemmtir dansþyrstum á Paloma í kvöld. Um er að ræða goðsögn úr senunni. Um upphitun sér GKR en hann ætlar að spila slatta af nýju efni.

Tónlist
Fréttamynd

Föstudagsplaylisti Denique

Kanadíski tónlistarmaðurinn Denique setti saman föstudagslagalista Lífsins að þessu sinni. Hann lýsir listanum sem dramatískum sem er í takt við hljómplötuna sem hann var að senda frá sér.

Tónlist