Réttarrannsókn hefur leitt í ljós að Keith Flint, söngvari Prodigy, hengdi sig. Frá þessu er greint á vef BBC.
Flint fannst látinn á heimili sínu í Essex fyrir viku síðan. Að sögn lögregluyfirvalda er enginn grunur um að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað í tengslum við dauða Flint en enn er beðið eftir niðurstöðum úr eiturefnaprófum.
Flint var 49 ára gamall þegar hann lést. Hann varð heimsfrægur á tíunda áratug síðustu aldar sem söngvari hinnar vinsælu sveitar Prodigy.
Prodigy átti fyrir höndum tónleikaferðalag í Bandríkjunum í maí en sveitin gaf út plötu í nóvember og var nýkomin úr tónleikaferðalagi í Ástralíu.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.
Nánari upplýsingar hér.
Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt eftir ábendingar frá geðsviði Landspítalans.
Dánarorsök söngvara Prodigy liggur fyrir

Tengdar fréttir

Liam í Prodigy kveður Keith: Í áfalli, reiður, ráðvilltur og harmi sleginn
Liam Howlett í Prodigy minnist söngvara sveitarinnar á Instagram.

Söngvari Prodigy er látinn
Keith Flint, söngvari bresku sveitarinnar The Prodigy er látinn, 49 ára að aldri.