Lífið

Lady Gaga mætti óvænt á djasskvöld Fred Durst

Birgir Olgeirsson skrifar
Þungarokkarinn Fred Durst stendur fyrir vikulegum djasskvöldum í Hollywood og mætti Lady Gaga síðastliðið fimmtudagskvöld.
Þungarokkarinn Fred Durst stendur fyrir vikulegum djasskvöldum í Hollywood og mætti Lady Gaga síðastliðið fimmtudagskvöld. Vísir/Getty
Tónlistar- og leikkonan Lady Gaga kom öllum á óvart á djass-kvöldi í Hollywood á fimmtudag þegar hún fór þar á svið og flutti nokkur sígild lög með sínu nefi . Djasskvöldið fór fram í Black Rabbit Rose þar sem forsprakki þungarokkssveitarinnar LimpBizkitFred Durst, stendur fyrir vikulegum djasskvöldum. 

„Ég er komin hingað til að skemma þetta partý,“ sagði Gaga þegar hún kom á svið og sagði áhorfendum síðan að hún hefði alla ævi verið kölluð óábyrg. „Það reitir mig ekki til reiði því það er sannleikskorn í því,“ sagði Gaga áður en hún söng Frank Sinatra-lagið Irresponsible.

Næst hlóð hún í lagið Fly Me to the Moon sem Sinatra gerði einnig ódauðlegt.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Gaga syngur Sinatra lög því þau voru hluti af tónleikaröð hennar í Las Vegas






Fleiri fréttir

Sjá meira


×