Kynlífsskandall skekur kóreskan dæguriðnað Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 14. mars 2019 12:43 Lee Seung-hyun við komuna á lögreglustöðina í Seúl í dag. Getty/Han Myung-Gu Lögreglan í Suður-Kóreu hefur hafið rannsókn á meintum kynferðisbrotum tveggja kóreskra poppstjarna og aðild tveggja annarra að málinu. Um er að ræða spjallhóp þar sem kynlífsmyndböndum var deilt auk þess sem umræður um byrlanir og nauðganir áttu sér stað. Þá kemur vændi einnig við sögu. Söngvari hljómsveitarinnar BIGBANG Lee Seung-hyun er grunaður um kaup á vændi fyrir erlenda viðskiptamenn til að auka fjárfestingar í fyrirtæki hans. Hann neitaði sök en sagði á blaðamannafundi að hann myndi sýna lögreglu samstarfsvilja. Hann hefur stigið úr sviðsljósinu eftir að ásakanirnar komu fram og hefur umboðsfyrirtæki hans, YG Entertainment lýst því yfir að samningi Seung-hyun verði slitið að hans beiðni.Upptaka kynlífsmyndbanda ekki ný af nálinni Auk hans hefur söngvarinn og leikarinn Jung Joon-young dregið sig í hlé eftir að hann viðurkenndi að hafa tekið upp kynlífsmyndbönd án leyfis kvennanna og deilt myndskeiðunum á spjallhópi á árunum 2015-16. Þetta er ekki fyrsta skipti sem Joon-young hefur verið sakaður um að taka upp kynlífsmyndbönd án samþykkis. Fyrrverandi kærasta hans sakaði hann um slíkt árið 2016 en dró ásakanirnar síðar til baka. „Ég tók konur upp án þeirra leyfis og deildi því í spjallhópi og meðan ég var að því fann ég ekki fyrir miklu samviskubiti,“ sagði Joon-young í tilkynningu en lýsti því yfir að hann myndi lifa með þessari skömm það sem eftir væri ævinnar. Í spjallhópnum á kynlífsmyndböndum að hafa verið deilt, auk þess sem grínast var með byrlun og nauðganir á konum. Yfirhylming lögreglu Hinir mennirnir sem sakaðir eru um aðild að málinu heita Yong Jun-hyun og Choi Jong-hoon. Jun-hyun lýsti yfir eftirsjá í færslu á Instagram, þar sem hann sagðist bæði sjá eftir því að hafa horft á myndböndin og óviðeigandi ummælum sem hann lét falla. Jong-hoon hefur verið rekinn úr hljómsveit sinni FT Island en umboðsskrifstofan FNC Entertainment tilkynnti um það á þriðjudag. Skilaboð úr spjallhópnum leiddu í ljós að starfsmaður lögreglu hafi hjálpað til við að hylma yfir ölvunarakstur Jong-hoon en ölvunaraksturinn er sagður ástæða uppsagnarinnar. Suður-Kóreskur almenningur, sérstaklega aðdáendur, hefur lýst yfir miklum vonbrigðum og krefst aðgerða. Þegar hafa safnast yfir 200,000 undirskriftir þar sem skorað er á forseta landsins að bregðast við spillingunni og ofbeldinu, sem nú er ljóst að viðgengst innan geirans. Verð á hlutabréfum í umboðsfyrirtæki Seung-hyun, YG Entertainment, hefur fallið um meira en 20% eftir að skandallinn var fyrst opinberaður 26. febrúar. Kynferðisofbeldi Suður-Kórea Tónlist Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Semja um vopnahlé Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Fleiri fréttir Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Sjá meira
Lögreglan í Suður-Kóreu hefur hafið rannsókn á meintum kynferðisbrotum tveggja kóreskra poppstjarna og aðild tveggja annarra að málinu. Um er að ræða spjallhóp þar sem kynlífsmyndböndum var deilt auk þess sem umræður um byrlanir og nauðganir áttu sér stað. Þá kemur vændi einnig við sögu. Söngvari hljómsveitarinnar BIGBANG Lee Seung-hyun er grunaður um kaup á vændi fyrir erlenda viðskiptamenn til að auka fjárfestingar í fyrirtæki hans. Hann neitaði sök en sagði á blaðamannafundi að hann myndi sýna lögreglu samstarfsvilja. Hann hefur stigið úr sviðsljósinu eftir að ásakanirnar komu fram og hefur umboðsfyrirtæki hans, YG Entertainment lýst því yfir að samningi Seung-hyun verði slitið að hans beiðni.Upptaka kynlífsmyndbanda ekki ný af nálinni Auk hans hefur söngvarinn og leikarinn Jung Joon-young dregið sig í hlé eftir að hann viðurkenndi að hafa tekið upp kynlífsmyndbönd án leyfis kvennanna og deilt myndskeiðunum á spjallhópi á árunum 2015-16. Þetta er ekki fyrsta skipti sem Joon-young hefur verið sakaður um að taka upp kynlífsmyndbönd án samþykkis. Fyrrverandi kærasta hans sakaði hann um slíkt árið 2016 en dró ásakanirnar síðar til baka. „Ég tók konur upp án þeirra leyfis og deildi því í spjallhópi og meðan ég var að því fann ég ekki fyrir miklu samviskubiti,“ sagði Joon-young í tilkynningu en lýsti því yfir að hann myndi lifa með þessari skömm það sem eftir væri ævinnar. Í spjallhópnum á kynlífsmyndböndum að hafa verið deilt, auk þess sem grínast var með byrlun og nauðganir á konum. Yfirhylming lögreglu Hinir mennirnir sem sakaðir eru um aðild að málinu heita Yong Jun-hyun og Choi Jong-hoon. Jun-hyun lýsti yfir eftirsjá í færslu á Instagram, þar sem hann sagðist bæði sjá eftir því að hafa horft á myndböndin og óviðeigandi ummælum sem hann lét falla. Jong-hoon hefur verið rekinn úr hljómsveit sinni FT Island en umboðsskrifstofan FNC Entertainment tilkynnti um það á þriðjudag. Skilaboð úr spjallhópnum leiddu í ljós að starfsmaður lögreglu hafi hjálpað til við að hylma yfir ölvunarakstur Jong-hoon en ölvunaraksturinn er sagður ástæða uppsagnarinnar. Suður-Kóreskur almenningur, sérstaklega aðdáendur, hefur lýst yfir miklum vonbrigðum og krefst aðgerða. Þegar hafa safnast yfir 200,000 undirskriftir þar sem skorað er á forseta landsins að bregðast við spillingunni og ofbeldinu, sem nú er ljóst að viðgengst innan geirans. Verð á hlutabréfum í umboðsfyrirtæki Seung-hyun, YG Entertainment, hefur fallið um meira en 20% eftir að skandallinn var fyrst opinberaður 26. febrúar.
Kynferðisofbeldi Suður-Kórea Tónlist Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Semja um vopnahlé Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Fleiri fréttir Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Sjá meira