Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Ósögð orð og blendnar tilfinningar

Söngkonan Svala Björgvinsdóttir gaf í síðustu viku út lagið Þögnin. Lagið er eftir Gunnar Hilmarsson úr hljómsveitinni Sycamore Tree og íslenskur texti er eftir Stefán Hilmarsson.

Albumm
Fréttamynd

Starfsfólki Tónlistarskóla Árnesinga umbunað

„Gjöfin var aðeins lítill þakklætisvottur fyrir allt það óeigingjarna starf sem starfsmenn skólans hafa innt af hendi frá því kórónaveirunnar fór að gæta fyrir ári síðan. Það reyndi mikið á mannskapinn að gjörbreyta kennsluháttum á nánast einni nóttu í mars, þegar kennsla færðist yfir í fjarkennslu,“ segir Helga Sighvatsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Árnesinga aðspurð um gjöf sem 39 kennarar skólans fengu nýlega.

Innlent
Fréttamynd

Afmælisgjöf og minning til látins bróðurs

Blossom er verkefni sem hófst í lok 2018 og er hugarfóstur Sindra Snæs Alfreðssonar. Fyrsta afurðin leit dagsins ljós í maí 2019 og var í raun afmælisgjöf og minning til látins bróðurs.

Albumm
Fréttamynd

Elli Grill frumsýnir myndband

Elli Grill gefur út nýtt myndband í dag við lagið LA LA LA sem er af væntanlegri plötu frá honum sem heitir Púströra Funk sem verður skipt niður í 7 kafla , á hverjum föstudegi koma út 3 lög í 7 vikur. Með hverjum kafla nálgast Elli Grill sitt masterplan að ráða yfir heiminum.

Tónlist
Fréttamynd

Með skrattann á öxlinni

Tónlistarmaðurinn Pálmi Hjalta gaf nýverið út lagið Lostasukk sem er drífandi akústískt lag með umlykjandi rokkblæ.

Albumm
Fréttamynd

Partýdýr: Svartbjörn mætir óvænt í partý til plötusnúðs

Bandarískur plötusnúður að nafni Jody Flemming var með netstreymi frá heimili sínu í Asheville, Norður-Karólínu, nú á dögunum. Þetta er nú ekki í frásögu færandi nema hvað að gjörningurinn vakti greinilega áhuga fleirri en netverja þar sem svartbjörn sést í myndbandinu renna á hljóðið og gera sig líklegan til að mæta í partýið.

Lífið
Fréttamynd

Spotify hækkar verð um allt að 27 prósent

Tónlistarveitan Spotify hefur tilkynnt um verðhækkanir á öllum áskriftarleiðum sínum. Með breytingunum fer venjuleg Premium áskrift úr 9,99 í 10,99 evrur á mánuði, Premium Duo úr 12,99 í 14,99 evrur og Family áskrift sem nýtist allt að sex einstaklingum úr 14,99 í 18,99 evrur á mánuði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Djömmuðu lögin saman í sveitasetri Ágústu Evu

Sycamore Tree var að gefa út plötuna Western Sessions. Hljómsveitin er skipuð þeim Gunna Hilmars og Ágústu Evu en þau hafa varið töluverðum tíma á síðasta ári og í byrjun þess nýja í upptökur af nýju efni sem kemur út á árinu.

Albumm
Fréttamynd

Seyðis­fjarðar­pla­ylisti Sexy Lazer

Verkefninu Saman fyrir Seyðisfjörð var nýverið hrundið af stað til að vekja athygli á harmleiknum sem þar ríkir í kjölfar aurskriðna sem féllu á bæinn á síðustu vikum. Tónlistarmaðurinn Jón Atli Helgason, eða Sexy Lazer, gerði sérstakan lagalista fyrir verkefnið, sem kemur í stað föstudagsplaylista þessa vikuna.

Tónlist