Síldarbáturinn „Stígandi“ sökk með Afa Atla um borð Ritstjórn Albúmm.is skrifar 30. janúar 2022 15:00 Leitandi er önnur smáskífa Atla Arnarssonar af plötunni Stígandi sem er væntanleg seinna á árinu. Þema plötunnar er sjóslys sem gerðist árið 1967 þegar síldarbáturinn Stígandi sökk langt norður í hafi. 12 menn voru um borð og einn þeirra er afi Atla. Mennirnir komust allir í björgunarbáta þar sem þeir þurftu að bíða í fimm sólarhringa áður en þeir loksins fundust og björguðust allir. Hvert lag á plötunni táknar ákveðinn tíma punkt í atburðarásinni og Leitandi táknar þann tímapunkt þegar verið er að leita að áhöfninni. Tónlistin er öll instrumental og er eins konar blanda af neo-klassík, folk tónlist og post-rocki. Flytjendur í laginu Leitandi eru, auk Atla, strengjakvartett sem samanstendur af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur á fiðlu, Maríu Emilíu Garðarsdóttur á fiðlu, Önnu Elísabetu Sigurðardóttur á víólu og Hirti Páli Eggertssyni á selló. Einnig spilar Halldór Eldjárn á trommur í laginu. Þorgrímur Þorgeirsson sá um strengja upptökur, Friðfinnur Oculus masteraði og Atli sá sjálfur um aðrar upptökur og hljóðblöndun. Artwork-ið er eftir Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur. Fylgstu með Atla Arnarssyni á Instagram Tónlist Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Lífið
Mennirnir komust allir í björgunarbáta þar sem þeir þurftu að bíða í fimm sólarhringa áður en þeir loksins fundust og björguðust allir. Hvert lag á plötunni táknar ákveðinn tíma punkt í atburðarásinni og Leitandi táknar þann tímapunkt þegar verið er að leita að áhöfninni. Tónlistin er öll instrumental og er eins konar blanda af neo-klassík, folk tónlist og post-rocki. Flytjendur í laginu Leitandi eru, auk Atla, strengjakvartett sem samanstendur af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur á fiðlu, Maríu Emilíu Garðarsdóttur á fiðlu, Önnu Elísabetu Sigurðardóttur á víólu og Hirti Páli Eggertssyni á selló. Einnig spilar Halldór Eldjárn á trommur í laginu. Þorgrímur Þorgeirsson sá um strengja upptökur, Friðfinnur Oculus masteraði og Atli sá sjálfur um aðrar upptökur og hljóðblöndun. Artwork-ið er eftir Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur. Fylgstu með Atla Arnarssyni á Instagram
Tónlist Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Lífið