Bein útsending: Íslensk hönnun á tískusýningu í Listasafni Reykjavíkur Tískusýning Farmers Market og Kormáks & Skjaldar í Listasafni Reykjavíkur í kvöld er einn af hápunktum Hönnunarmars. Sýningin verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Lífið 5. maí 2023 19:00
HönnunarMars í dag: Miðborgin iðar af lífi og tískusýning í beinni HönnunarMars stendur nú sem hæst og óhætt að segja miðborgina iða af lífi. Lífið á Vísi tók púlsinn á dagskránni í dag, föstudag, en af nægu er að taka. Lífið 5. maí 2023 08:00
María tekur við af Birni Sveinbjörns hjá NTC María Greta Einarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fataverslunarinnar NTC. Hún tekur við af Birni Sveinbjörnssyni sem verður fjármálastjóri NTC. Hann hefur starfað sem framkvæmdastjóri félagsins síðan 2007. Viðskipti innlent 4. maí 2023 12:58
HönnunarMars í dag: Kvikmyndahátíð, stafræn listaverk og keppni í sjómann Reykjavíkurborg iðar af menningu þessa dagana í tilefni af HönnunarMars. Í dag, fimmtudag, felur dagskráin meðal annars í sér leiðsögn um íslenska hönnun og arkítektúr með Loga Pedro, opnun á kvikmyndahátíð Hönnunardeildar LHÍ, sjómanns keppni og tískupartý. Tíska og hönnun 4. maí 2023 08:00
Hanna kynlífstæki úr íslenskum jarðefnum: „Horfum á náttúruna sem elskhuga“ „Með gerð kynlífsleikfanga úr íslenskum leir og postulíni vörpum við fram róttækum leiðum til að endurtengjast umhverfi okkar,“ segja listakonurnar Antonía Berg og Elín Margot. Þær standa að verkefninu Fró(u)n þar sem þær skapa fyrstu kynlífstækin sem búin eru til úr íslenskum jarðefnum. Sýningin er partur af HönnunarMars. Menning 3. maí 2023 12:30
Til skoðunar að breyta nafni Hönnunarmars Stærsta hönnunarhátíð landsins, Hönnunarmars hefst í dag. Boðið verður upp á yfir hundrað sýningar víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. Til greina kemur að breyta nafninu, enda hefur hátíðin ekki verið haldin í mars síðustu þrjú árin. Menning 3. maí 2023 11:50
HönnunarMars í dag: DesignTalks, kynlífsleikföng og pítsustund HönnunarMars hefst með pomp og prakt í dag við hátíðlega athöfn í Hörpu. Það verður ýmislegt listrænt og lifandi í boði næstu daga í tengslum við hátíðina en Lífið á Vísi fer fer hér í grófum dráttum yfir dagskrána fyrir daginn í dag. Menning 3. maí 2023 08:01
HönnunarMars hefst á morgun: 100 sýningar og 400 þátttakendur Opnunarhóf HönnunarMars fer fram á morgun, miðvikudaginn 3. maí, í Hörpu klukkan 17:00. Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs setja hátíðina með formlegum hætti og eru öll velkomin. Menning 2. maí 2023 14:00
Kisur, brúðarkjólar og glimmeraðir þvengir á Met Gala Stórstjörnur heimsins sameinuðust á listasafninu The Met í gærkvöldi, fyrsta mánudag maí mánaðar, í tilefni af Met Gala. Er um að ræða árlegan góðgerðarviðburð sem hefur fyrir löngu skráð sig í sögubækurnar sem einn stærsti og glæsilegasti tískuviðburður ársins. Tíska og hönnun 2. maí 2023 11:16
The House of Beauty fagnar fimm ára afmæli - glæsileg afmælistilboð The House of Beauty, ein vinsælasta heilsu- og líkamsmeðferðarstofa landsins, fagnar í dag fimm ára afmæli sínu í dag með glæsibrag. Stofan, sem hefur sinnt landsmönnum með hágæða þjónustu í hálfan áratug, fagnar þessum tímamótum með opnu húsi í dag frá kl. 13-16 þar sem boðið verður upp á léttar veitingar og glæsileg tilboð fyrir gesti og gangandi. Lífið samstarf 1. maí 2023 09:17
Svona var tískusýning útskriftarnema LHÍ Í kvöld fór fram útskriftarsýning fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands (LHÍ). Þar sýndu þeir níu nemendur sem útskrifast í vor þann klæðnað sem þeir hafa hannað á skólaárinu. Tíska og hönnun 29. apríl 2023 17:00
„Þú passar ekki endilega í gallabuxurnar þínar en þú passar alltaf í skóna þína“ Lífskúnstnerinn og menntaskólaneminn Sverrir Ingibergsson hefur gríðarlegan áhuga á tísku og elskar hvað hún getur verið breytileg. Hann hefur farið í gegnum ýmis tískutímabil, er óhræddur við að skera sig úr og er alls ekki hrifinn af kvartbuxum. Sverrir er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tíska og hönnun 29. apríl 2023 11:31
Virðist vera á leiðinni á Met Gala eftir allt saman Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kim Kardashian virðist vera á leiðinni á Met Gala á mánudaginn, þrátt fyrir háværar sögusagnir um að henni yrði ekki boðið á viðburðinn í ár. Lífið 28. apríl 2023 15:35
Hvað er í tísku í sumar? HÉR ER er lífsstíls- og tískuvefsíða sem er orðin partur af okkar daglega net-rúnti. Þar er auðvelt að fá innblástur, hugmyndir og ráð um allt sem tengist tísku, fegurð, hönnun og lífsstíl. Stílisti HÉR ER tók saman stærstu trendin í sumar, hér er brot af því besta. samstarf 28. apríl 2023 15:15
Breyta reynslu, minningum og tilfinningum í föt Útskriftarsýning Fatahönnunardeildar Listaháskóla Ísland 2023 fer fram í Norðulrjósasal Hörpu á morgun, laugardag, klukkan 18. Vísir verður í beinni útsendingu frá viðburðinum sem er einn stærsti tískuviðburður ársins. Lífið 28. apríl 2023 12:03
Gummi Kíró leggur línurnar fyrir sumartískuna í ár Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, er mikill fagurkeri og eru fáir jafn mikið með puttann á púlsinum þegar kemur að tísku. Gummi mætti í Brennsluna á FM957 þar sem hann fór yfir helstu strauma sumartískunnar í ár. Tíska og hönnun 26. apríl 2023 13:54
Kenndu konum í Sviss að prjóna íslenskar lopapeysur Ull íslensku sauðkindarinnar og garnið, sem unnið er henni, voru í sviðsljósinu á alþjóðlegri garnhátíð í Zürich í Sviss á dögunum. Um tuttugu konur frá Íslandi sóttu hátíðina og voru flestar úti í um vikutíma. Innlent 26. apríl 2023 11:16
Sonur Dagnýjar innblásturinn að nýrri fatalínu hennar Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur stofnað sína eigin fatalínu. Brynjar Atli Ómarsson, sonur hennar, er innblásturinn á bakvið fatalínuna. Enski boltinn 25. apríl 2023 07:31
Starfsfólk upplifir vinnustaðinn eins og hótel og fær hundapössun og fleira „Fasteignafélögin eru að gera sér grein fyrir því að byggingarnar gætu staðið tómar ef ekki er ráðist í róttækar breytingar. Þannig að verkefnin sem við höfum verið í felast í raun í því að þegar starfsfólk mætir til vinnu, þá upplifir það bygginguna meira eins og flott hótel en ekki vinnustað með móttöku á neðstu hæðinni,“ segir Kristín Aldan Guðmundsdóttir arkitekt sem starfar og býr í Washington DC í Bandaríkjunum. Atvinnulíf 24. apríl 2023 07:01
„Það er ekkert bannað þegar það kemur að tísku“ Fyrirsætan Alísa Helga Svansdóttir hefur ferðast víða um heiminn í starfi sínu og má með sanni segja að tíska hafi mikil áhrif á hennar líf, þar sem hún lifir og hrærist í þeim heimi. Hún býr yfir fjölbreyttum stíl og fylgir engum boðum og bönnum þegar það kemur að klæðaburði. Alísa Helga er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tíska og hönnun 22. apríl 2023 11:32
Spjallað um hönnun – „Mikilvægt að þægindi og fegurð komi saman“ segir Viktoría Hrund Undanfarin ár hefur Viktoría Hrund Kjartansdóttir aðstoðað fólk og eigendur fyrirtækja við ýmsar spennandi breytingar á heimilum og skrifstofuhúsnæði. Lífið samstarf 21. apríl 2023 14:41
Heldur minningu systur sinnar lifandi með einstakri sýningu Verk sem listamaðurinn Tóta van Helzing náði aldrei að klára eru á meðal þess sem nú eru til sýnis á nýopnaðri listasýningu í Gufunesi. Tóta lést fyrir rétt rúmu ári en list hennar lifir áfram með sýningunni. Tíska og hönnun 16. apríl 2023 21:52
Fimleikamaður sem elskar hælaskó: „Það eru ekki allir að dæma eins og við höldum svo oft“ Fimleikamaðurinn og lífskúnstnerinn Örn Frosti hefur mikinn áhuga á tískunni og finnst gaman að tjá sig í gegnum hana. Með tímanum hefur hann orðið öruggari með sinn persónulega stíl og er óhræddur við að fara eigin leiðir og skína skært. Örn Frosti er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tíska og hönnun 15. apríl 2023 11:30
Herra Hnetusmjör klæðist 400 þúsund króna smekkbuxum Tónlistarmaðurinn Herra Hnetusmjör birti mynd af sér á samfélagsmiðlum í tæplega 400 þúsund króna Bull denim smekkbuxum á dögunum. Lífið 14. apríl 2023 12:43
Fatahönnuðurinn Mary Quant er látin Breski fatahönnuðurinn Lafði Mary Quant er látin, 93 ára að aldri. Hún átti þátt í að móta tísku sjöunda áratugarins með hönnun sinni á stuttum pilsum og fleiru. Tíska og hönnun 13. apríl 2023 12:54
„Enn að kynnast nýjum líkama og því hvernig mér finnst best að klæða mig“ Samkvæmisdansarinn, raunveruleikastjarnan og ofur skvísan Ástrós Traustadóttir hefur farið í gegnum ýmis tímabil í tískunni. Í dag er hún nýbökuð móðir og sækir meira í jarðtóna liti en áður ásamt því að vanda vel valið á þeim flíkum sem hún fjárfestir í. Ástrós er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tíska og hönnun 8. apríl 2023 11:31
Dagskrá HönnunarMars í loftið: „Hvað nú?“ HönnunarMars breiðir úr sér um höfuðborgarsvæðið dagana 3. - 7. maí næstkomandi. Í ár ber hátíðin yfirskriftina Hvað nú? Tíska og hönnun 5. apríl 2023 23:10
Raðhús í Garðabæ á 175 milljónir Sex herbergja raðhús á Brúarflöt í Garðabæ er til sölu. Ásett verð fyrir fermetrana 236 eru 175 milljónir króna. Lífið 1. apríl 2023 14:39
„Myndi ekki vilja láta finna mig dauða í ýmsum flíkum“ Búningahönnuðurinn og listamaðurinn Sylvía Dögg Halldórsdóttir, jafnan þekkt sem Sylvía Lovetank, hefur alla tíð verið samkvæm sjálfri sér í fatavali. Hún segir mikilvægast að hlusta á hjartað þegar það kemur að persónulegum stíl en tíska er órjúfanlegur hluti af lífi hennar og starfi. Sylvía Lovetank er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tíska og hönnun 1. apríl 2023 11:31
Það heitasta í innanhússhönnun Hvað er helst í tísku í innréttingum og stíl landsmanna í ár? Lífið 31. mars 2023 11:31