Tískuheimurinn í London setti sterkan svip á stílinn Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 13. júlí 2024 11:31 Töffarinn Hekla Gaja Birgisdóttir er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Aðsend Samfélagsmiðlastjórinn og laganeminn Hekla Gaja Birgisdóttir segir klæðaburðinn hennar helstu listrænu útrás í mjög praktísku námi en hún varð ástfangin af fjölbreytileika tískunnar þegar hún bjó í London. Hún er með einstakan og öðruvísi stíl, verslar mikið notuð föt og er óhrædd við sterka og áberandi liti. Hekla Gaja er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Hekla Gaja er með einstakan stíl.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Hvernig tískan kryddar upp á hversdagsleikann og gerir okkur einstök, byggir upp karakter og tengir okkur saman. Mér finnst sérstaklega skemmtilegt að fylgjast með tískubreytingum, hvað veitir ólíkum einstaklingum innblástur í persónulegan stíl og hvernig tískan snertir svo margt í lífinu. Hekla Gaja elskar hvernig tískan kryddar upp á hversdagsleikann.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Uppáhalds flíkin mín er vintage jakki sem systir mín gaf mér fyrir nokkrum árum. Dökk brúnn, aðsniðinn leðurjakki með ekta loði og gylltum göddum, ekki hægt að finna flík sem er meira „up my ally“. Jakkinn sem er í algjöru uppáhaldi hjá Heklu Gaju.Aðsend Ef ég mætti aðeins eiga eina flík þá væri það þessi jakki. Hekla Gaja er mjög hrifin af skemmtilegum yfirhöfnum.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Það fer eftir deginum og tilefninu en ég vel aldrei fötin mín fyrr en ég hef haft mig til, mér finnst óskiljanlegt að velja föt áður en maður hefur græjað sig. Klæðaburðurinn minn fer líka alltaf eftir því hvernig mér líður í mómentinu. Ég er samt klárlega lengur að velja mér föt fyrir fínni tilefni en hversdagsleg og þá er það oftast þannig að öll fötin mín hrúgist saman í fjall á rúminu mínu. Mitt go-to daglega outfit er samt oftast einhvers konar útfærsla á funky gallabuxum, svörtum boots, statement belti og góðum jakka. Hekla er hrifin af beltum og góðum jökkum.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Mynstraður, gaddaður og glingraður. Ég elska að hlaða á mig alls konar skarti, beltum, klútum, nælum og bindum til að krydda upp á outfit samsetningar. Ég klæðist sterkum og áberandi litum frekar en pastel. Hekla lýsir stíl sínum sem mynstruðum, gödduðum og glingruðum.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já hann hefur gert það. Ég hef þó alltaf farið mínar eigin leiðir í klæðaburði alveg frá því ég var lítil og stíllinn minn því alltaf einkennst af einhvers konar mynstraðri litasprengju. Ég hef samt auðvitað tekið tímabil sem ég hefði betur mátt sleppa. Með tímanum byrjaði ég síðan að elska að skreyta mig með alls konar fylgihlutum og eru það örugglega mestu breytingarnar, í takt við ólíkan innblástur og fyrirmyndir. Mamma hefur alltaf verið hörð stuðningskona þess að kaupa frekar færri en vandaðri flíkur og oft vintage og impraði á að ég gerði það sama. Ég hef því lengi verslað notuð, einstök föt sem hafa myndað stílinn minn í dag. Hekla hefur alla tíð verið samkvæm sjálfri sér í klæðaburði og varð fyrir miklum innblæstri af tískusenunni í London.Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Ég elska að klæða mig upp og er það eitt af mínum helstu tjáningarformum. Áhugamálin mín snerta mörg svið þannig ég er annars vegar praktísk og hins vegar listræn og skapandi sem endurspeglast m.a. í klæðaburði mínum og skapandi vinnu. Þannig hefur klæðaburðurinn verið mín helsta listræna útrás í mjög praktísku námi en líka verið nauðsynlegur lykill að skapandi tækifærum, verkefnum og vinnu. Hekla Gaja fær listræna útrás úr klæðaburði.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Hvaðan sem er. Fólkinu í kringum mig, ólíkri menningu, tímabilum og að sjálfsögðu skrolla ég mikið á Pinterest. Mamma er samt klárlega með besta smekk á öllu því sem við kemur tísku, þannig að ég leyfi mér að stelast í fataskápinn hennar þegar mig vantar smá extra skraut eða innblástur. Ég hugsa að tískuheimurinn í London hafi líka sett sterkan svip á minn stíl. Ég bjó þar í sex ár og voru flestar helgar nýttar í rölt niður markaðinn á Portobello Road og aðra markaði að skoða allskonar glingur, faldar gersemar og mismunandi karaktera. Ég varð þar ástfangin af fjölbreytileika tískunnar og sá hvað hún er ótrúlega mikilvæg í allri flóru mannslífsins. Hekla Gaja sækir innblástur til móður sinnar og elskar fjölbreytileika tískunnar.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Ég kann ótrúlega vel að meta ólíkan smekk og stíl en aldrei mun ég láta sjá mig í „in your face“ merkjavöru þar sem lógó-ið öskrar á þig, mér finnst fátt hallærislegra. Síðan tel ég fylgihluti vera nauðsynlegasta elementið fyrir eitrað outfit. Ég elska að leika mér með mismunandi mynstur og áferðir í t.d treflum og bindum til að pimpa upp einfaldari flíkur. View this post on Instagram A post shared by Hekla Gaja Birgis (@heklagaja) Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Eftirminnilegasta flík sem ég hef klæðst eru í raun tvær en það er útskriftarsett sem vinur minn og fatahönnunarneminn Sverrir Ingibergs hannaði á mig. Outfittið er listaverk í sjálfu sér en Sverrir litaði það blátt og málaði síðan á það á meðan ég var í dressinu. Sverrir er magnaður hönnuður og manneskja og mæli ég með að allir fylgist með honum og kynni sér hans hönnun. Hekla Gaja í trylltu útskriftardressi eftir Sverri Ingibergs.Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Klæddu þig nákvæmlega eins og þér sýnist, ekki fara að breyta þínu lúkki fyrir neitt eða neinn. Hér má fylgjast með Heklu Gaju á samfélagsmiðlinum Instagram. Tískutal Tíska og hönnun Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Hekla Gaja er með einstakan stíl.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Hvernig tískan kryddar upp á hversdagsleikann og gerir okkur einstök, byggir upp karakter og tengir okkur saman. Mér finnst sérstaklega skemmtilegt að fylgjast með tískubreytingum, hvað veitir ólíkum einstaklingum innblástur í persónulegan stíl og hvernig tískan snertir svo margt í lífinu. Hekla Gaja elskar hvernig tískan kryddar upp á hversdagsleikann.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Uppáhalds flíkin mín er vintage jakki sem systir mín gaf mér fyrir nokkrum árum. Dökk brúnn, aðsniðinn leðurjakki með ekta loði og gylltum göddum, ekki hægt að finna flík sem er meira „up my ally“. Jakkinn sem er í algjöru uppáhaldi hjá Heklu Gaju.Aðsend Ef ég mætti aðeins eiga eina flík þá væri það þessi jakki. Hekla Gaja er mjög hrifin af skemmtilegum yfirhöfnum.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Það fer eftir deginum og tilefninu en ég vel aldrei fötin mín fyrr en ég hef haft mig til, mér finnst óskiljanlegt að velja föt áður en maður hefur græjað sig. Klæðaburðurinn minn fer líka alltaf eftir því hvernig mér líður í mómentinu. Ég er samt klárlega lengur að velja mér föt fyrir fínni tilefni en hversdagsleg og þá er það oftast þannig að öll fötin mín hrúgist saman í fjall á rúminu mínu. Mitt go-to daglega outfit er samt oftast einhvers konar útfærsla á funky gallabuxum, svörtum boots, statement belti og góðum jakka. Hekla er hrifin af beltum og góðum jökkum.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Mynstraður, gaddaður og glingraður. Ég elska að hlaða á mig alls konar skarti, beltum, klútum, nælum og bindum til að krydda upp á outfit samsetningar. Ég klæðist sterkum og áberandi litum frekar en pastel. Hekla lýsir stíl sínum sem mynstruðum, gödduðum og glingruðum.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já hann hefur gert það. Ég hef þó alltaf farið mínar eigin leiðir í klæðaburði alveg frá því ég var lítil og stíllinn minn því alltaf einkennst af einhvers konar mynstraðri litasprengju. Ég hef samt auðvitað tekið tímabil sem ég hefði betur mátt sleppa. Með tímanum byrjaði ég síðan að elska að skreyta mig með alls konar fylgihlutum og eru það örugglega mestu breytingarnar, í takt við ólíkan innblástur og fyrirmyndir. Mamma hefur alltaf verið hörð stuðningskona þess að kaupa frekar færri en vandaðri flíkur og oft vintage og impraði á að ég gerði það sama. Ég hef því lengi verslað notuð, einstök föt sem hafa myndað stílinn minn í dag. Hekla hefur alla tíð verið samkvæm sjálfri sér í klæðaburði og varð fyrir miklum innblæstri af tískusenunni í London.Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Ég elska að klæða mig upp og er það eitt af mínum helstu tjáningarformum. Áhugamálin mín snerta mörg svið þannig ég er annars vegar praktísk og hins vegar listræn og skapandi sem endurspeglast m.a. í klæðaburði mínum og skapandi vinnu. Þannig hefur klæðaburðurinn verið mín helsta listræna útrás í mjög praktísku námi en líka verið nauðsynlegur lykill að skapandi tækifærum, verkefnum og vinnu. Hekla Gaja fær listræna útrás úr klæðaburði.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Hvaðan sem er. Fólkinu í kringum mig, ólíkri menningu, tímabilum og að sjálfsögðu skrolla ég mikið á Pinterest. Mamma er samt klárlega með besta smekk á öllu því sem við kemur tísku, þannig að ég leyfi mér að stelast í fataskápinn hennar þegar mig vantar smá extra skraut eða innblástur. Ég hugsa að tískuheimurinn í London hafi líka sett sterkan svip á minn stíl. Ég bjó þar í sex ár og voru flestar helgar nýttar í rölt niður markaðinn á Portobello Road og aðra markaði að skoða allskonar glingur, faldar gersemar og mismunandi karaktera. Ég varð þar ástfangin af fjölbreytileika tískunnar og sá hvað hún er ótrúlega mikilvæg í allri flóru mannslífsins. Hekla Gaja sækir innblástur til móður sinnar og elskar fjölbreytileika tískunnar.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Ég kann ótrúlega vel að meta ólíkan smekk og stíl en aldrei mun ég láta sjá mig í „in your face“ merkjavöru þar sem lógó-ið öskrar á þig, mér finnst fátt hallærislegra. Síðan tel ég fylgihluti vera nauðsynlegasta elementið fyrir eitrað outfit. Ég elska að leika mér með mismunandi mynstur og áferðir í t.d treflum og bindum til að pimpa upp einfaldari flíkur. View this post on Instagram A post shared by Hekla Gaja Birgis (@heklagaja) Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Eftirminnilegasta flík sem ég hef klæðst eru í raun tvær en það er útskriftarsett sem vinur minn og fatahönnunarneminn Sverrir Ingibergs hannaði á mig. Outfittið er listaverk í sjálfu sér en Sverrir litaði það blátt og málaði síðan á það á meðan ég var í dressinu. Sverrir er magnaður hönnuður og manneskja og mæli ég með að allir fylgist með honum og kynni sér hans hönnun. Hekla Gaja í trylltu útskriftardressi eftir Sverri Ingibergs.Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Klæddu þig nákvæmlega eins og þér sýnist, ekki fara að breyta þínu lúkki fyrir neitt eða neinn. Hér má fylgjast með Heklu Gaju á samfélagsmiðlinum Instagram.
Tískutal Tíska og hönnun Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira