„Smávægileg martröð“ að vinna fyrir Olsen systurnar Máni Snær Þorláksson skrifar 25. júlí 2024 13:56 Olsen systurnar árið 2016, tíu árum eftir að þær stofnuðu tískumerkið The Row. EPA/JUSTIN LANE Fyrrverandi starfsmaður Olsen tvíburasystranna lýsir því að vinna með þeim sem „smávægilegri martröð.“ Ástæðan sé sú að þær tali ákaflega lágt á fundum, svo lágt að það gekk yfirleitt betur að fylgjast með handahreyfingum þeirra. Systurnar Mary-Kate og Ashley Olsen hófu leikferil sinn þegar þær voru einungis níu mánaða gamlar. Þá léku þær í þáttunum Full House og áttu eftir að gera það í átta ár. Þær voru orðnar milljónamæringar tíu ára og frægðarsól þeirra hélt áfram að skína skært inn á fullorðinsárin. En árið 2006, þegar þær voru um tuttugu ára gamlar, byrjuðu þær hægt og rólega að stíga úr sviðsljósinu. Það var einmitt þá sem þær stofnuðu tískumerkið The Row. Það er óhætt að segja að það hafi verið ágætis ákvörðun hjá systrunum þar sem þær selja vörur fyrir tvö til þrjú hundruð milljónir dollara á hverju ári. Handahreyfingarnar hjálpuðu hvíslinu Í umfjöllun Us Weekly um systurnar kemur fram að Mary-Kate sjái meira um skapandi hliðina á fyrirtækinu á meðan Ashley sér um fjárhagslegu hliðina. Þá er rætt við fyrrverandi starfsfólk The Row sem lýsir því til að mynda hvernig það var að vinna með systrunum. Olsen tvíburasysturnar á opna bandaríska mótinu í tennis árið 2009.EPA/ANDREW GOMBERT „Það var smávægileg martröð,“ útskýrir fyrrverandi starfsmaður The Row. Hann útskýrir að systurnar tali svo lágt á fundum að það sé nánast eins og þær séu að hvísla. „Þú þarft að læra að túlka handahreyfingarnar þeirra því það segir yfirleitt meira um það hvernig þær vilja að fötin líti út.“ Systurnar treysti engum Ljóst er að systurnar passa vel upp á leyndarmálin sín. Us Weekly ræðir við fatahönnuð sem segir að systurnar passi vel upp á að engin slík leki úr fyrirtækinu. Hver sá sem mæti í bygginguna þurfi að skrifa undir þagnarsamning. Þá hafi Ashley aldrei tilkynnt samstarfsfólki sínu að hún væri ólétt. Haft er eftir fyrrverandi starfsmanni The Row að þær treysti engum. Einu sinni hafi starfsnemi reynt að taka mynd af systrunum í sýningarsal fyrirtækisins. Í kjölfarið hafi öllum starfsnemum verið bannað að fara inn í það rými. „Ég held að á einhverjum tímapunkti hafi þær viljað sanna sig. Því þær voru barnastjörnur og enginn tók þeim alvarlega þegar þær stofnuðu fyrirtækið,“ segir fyrrverandi starfsmaður The Row. Hollywood Tíska og hönnun Bandaríkin Mest lesið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Fleiri fréttir Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Sjá meira
Systurnar Mary-Kate og Ashley Olsen hófu leikferil sinn þegar þær voru einungis níu mánaða gamlar. Þá léku þær í þáttunum Full House og áttu eftir að gera það í átta ár. Þær voru orðnar milljónamæringar tíu ára og frægðarsól þeirra hélt áfram að skína skært inn á fullorðinsárin. En árið 2006, þegar þær voru um tuttugu ára gamlar, byrjuðu þær hægt og rólega að stíga úr sviðsljósinu. Það var einmitt þá sem þær stofnuðu tískumerkið The Row. Það er óhætt að segja að það hafi verið ágætis ákvörðun hjá systrunum þar sem þær selja vörur fyrir tvö til þrjú hundruð milljónir dollara á hverju ári. Handahreyfingarnar hjálpuðu hvíslinu Í umfjöllun Us Weekly um systurnar kemur fram að Mary-Kate sjái meira um skapandi hliðina á fyrirtækinu á meðan Ashley sér um fjárhagslegu hliðina. Þá er rætt við fyrrverandi starfsfólk The Row sem lýsir því til að mynda hvernig það var að vinna með systrunum. Olsen tvíburasysturnar á opna bandaríska mótinu í tennis árið 2009.EPA/ANDREW GOMBERT „Það var smávægileg martröð,“ útskýrir fyrrverandi starfsmaður The Row. Hann útskýrir að systurnar tali svo lágt á fundum að það sé nánast eins og þær séu að hvísla. „Þú þarft að læra að túlka handahreyfingarnar þeirra því það segir yfirleitt meira um það hvernig þær vilja að fötin líti út.“ Systurnar treysti engum Ljóst er að systurnar passa vel upp á leyndarmálin sín. Us Weekly ræðir við fatahönnuð sem segir að systurnar passi vel upp á að engin slík leki úr fyrirtækinu. Hver sá sem mæti í bygginguna þurfi að skrifa undir þagnarsamning. Þá hafi Ashley aldrei tilkynnt samstarfsfólki sínu að hún væri ólétt. Haft er eftir fyrrverandi starfsmanni The Row að þær treysti engum. Einu sinni hafi starfsnemi reynt að taka mynd af systrunum í sýningarsal fyrirtækisins. Í kjölfarið hafi öllum starfsnemum verið bannað að fara inn í það rými. „Ég held að á einhverjum tímapunkti hafi þær viljað sanna sig. Því þær voru barnastjörnur og enginn tók þeim alvarlega þegar þær stofnuðu fyrirtækið,“ segir fyrrverandi starfsmaður The Row.
Hollywood Tíska og hönnun Bandaríkin Mest lesið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Fleiri fréttir Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Sjá meira