Finnst yfirleitt erfitt að klæða sig upp Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 20. júlí 2024 11:31 Búningahönnuðurinn Margrét Einarsdóttir er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Aðsend Margrét Einarsdóttir búningahönnuður hefur komið víða að og sér meðal annars um klæðaburð karakteranna í stórmyndinni Snertingu. Tíska hefur alltaf verið stórt áhugamál hjá henni og er auðvitað órjúfanlegur hluti af hennar lífi en Margrét er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. View this post on Instagram A post shared by Margrét Einarsdóttir (@maggaeinars) Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Það sem mér finnst skemmtilegast við tískuna er í raun endurtekningin og hringirnir sem tískan fer í. Hvernig tískan sækir innblástur í sjálfa sig. Ég hef alltaf haft áhuga á fatnaði, tísku og að tjáningu tengdri henni og hef verið að teikna og skapa flíkur frá því ég var barn. Áhuginn á búningunum kemur svo gegnum mikinn áhuga á sögum og þörfinni að segja sögur gegnum búninga bæði í leikhúsi og kvikmyndum. Margrét byrjaði ung að aldri að teikna og skapa en hér má sjá teikningu frá henni frá því hún var lítil.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Uppáhalds flíkin mín þessa dagana er jakkinn Laugardalur frá 66 Norður. Þetta er síð pixluð skel og ég hef varla farið úr henni. Geggjuð flík, mig langar í buxurnar líka. Jakkinn umræddi sem er í uppáhaldi hjá Margréti.66 Norður Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Ég eyði alls ekki löngum tíma í að velja mér föt dags daglega tek ég oftast frekar handahófskennt úr skápnum. Frekar lítil pæling sem fer í þetta, meira tilfinning. Margrét fylgir tilfinningunni í klæðaburði og er lítið að ofhugsa.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Myndi segja að stíllinn minn sé einfaldur og praktískur. Mér finnst samt gaman að brjóta upp með einhverju óvæntu svona þegar maður er í stuði. Margrét lýsir stílnum sínum sem einföldum og praktískum.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Stíllinn minn hefur breyst gegnum tíðina í klassískari og praktískari átt. Með tímanum sækir Margrét meira í klassískt og praktískt í tískunni.Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Mér finnst yfirleitt frekar erfitt að klæða mig upp. Mér líður best svona millifín og casual. Það krefst meira átaks að klæða mig upp. Margrét er almennt ekki fyrir það að klæða sig upp en sækir meira í að vera millifín.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Innblástur minn í tísku og hönnun kemur svo víða að. Lestur, tónlist, myndlist og umhverfi. Auðvitað þegar maður hannar verk eins og Snertingu kafar maður líka í tímabilið. View this post on Instagram A post shared by Margrét Einarsdóttir (@maggaeinars) Það þarf að skoða tíðarandann og tískuna á annan hátt en maður myndi annars gera. Alveg hrikalega skemmtilegt. Margrét hér með Pálma Kormáli sem leikur aðalhlutverkið í Snertingu.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Boð og bönn í tísku og klæðaburði virka ekki fyrir mig. Mér finnst bara alveg frábært að sjá fólk tjá sig í klæðaburði og nota sköpunarkraftinn á annan hátt en næsti einstaklingur. Það gleður mig að sjá hugrekkið sem margur hefur. Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Eftirminnilegasta flík sem ég hef klæðst er brúðarkjóllinn minn. Ég hannaði hann sjálf þarna á síðustu öld. Það eru fyrst og fremst minningarnar og tilfinningarnar sem tengjast þessum degi og þessari flík. Margrét á brúðkaupsdaginn í kjól sem hún hannaði sjálf.Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Ég held að við ættum að fylgja eigin tilfinningu vel hvernig við klæðum okkur. Hugsa minna um hvað öðrum finnst um það. Njóta þess að vera í eigin skinni. Tíska og hönnun Tískutal Mest lesið Réði ekki við sig þegar hann hitti Lopez Lífið Ein lausn er að liggja hlið við hlið og fróa sér Lífið Skelltu sér úr háloftunum niður í Hörpu Lífið Smekklegasta fólk landsins skálaði í kaffi Lífið Sigga Ózk verður Ariana Grande og flytur til Noregs Tónlist Fagurt einbýli í hjarta Vesturbæjar Lífið Ekki viss um að mamma hans hefði kosið hann Lífið Baráttan innra með manni eins og ljós og skuggar Menning Leyfir börnunum að sofa uppi í rúmi Lífið Klippt út af myndinni Lífið Fleiri fréttir Best klæddu stjörnurnar á Emmy verðlaununum Hægt og rólega að finna stílinn sinn aftur eftir barneignir Mætti á nærfötunum einum klæða Tár, gleði, hátíska og ást hjá Línu og Gumma í New York Tískan við þingsetningu: Hverjir voru í hverju? Halla valdi drapplitað fyrir þingsetninguna Laufey prýðir forsíðu Vogue Óþægilegir skór undantekningalaust slæm hugmynd Rakel María afhjúpar skotheldar leynileiðir í förðun Helen Óttars í herferð Juicy Couture „Banna mér alfarið að hugsa um föt sem karla- og kvennaföt“ Kemur með íslenskan innblástur til hátískuheimsins í París Ríflega þúsund manns skemmtu sér í bílakjallara Elskar að ögra og klæða sig þveröfugt við tilefnið „Klæddu þig eftir veðri, ekki verði“ Ofurskvísur heimsins í íslenskri skóhönnun Sól meðal tískuhönnuða erlendis sem vert er að fylgjast með Kærustupar og tískusálufélagar gefa út einstaka fatalínu Tískugyðjur komu saman í Kaupmannahöfn Klæðir sig upp til að komast í betra skap Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. View this post on Instagram A post shared by Margrét Einarsdóttir (@maggaeinars) Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Það sem mér finnst skemmtilegast við tískuna er í raun endurtekningin og hringirnir sem tískan fer í. Hvernig tískan sækir innblástur í sjálfa sig. Ég hef alltaf haft áhuga á fatnaði, tísku og að tjáningu tengdri henni og hef verið að teikna og skapa flíkur frá því ég var barn. Áhuginn á búningunum kemur svo gegnum mikinn áhuga á sögum og þörfinni að segja sögur gegnum búninga bæði í leikhúsi og kvikmyndum. Margrét byrjaði ung að aldri að teikna og skapa en hér má sjá teikningu frá henni frá því hún var lítil.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Uppáhalds flíkin mín þessa dagana er jakkinn Laugardalur frá 66 Norður. Þetta er síð pixluð skel og ég hef varla farið úr henni. Geggjuð flík, mig langar í buxurnar líka. Jakkinn umræddi sem er í uppáhaldi hjá Margréti.66 Norður Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Ég eyði alls ekki löngum tíma í að velja mér föt dags daglega tek ég oftast frekar handahófskennt úr skápnum. Frekar lítil pæling sem fer í þetta, meira tilfinning. Margrét fylgir tilfinningunni í klæðaburði og er lítið að ofhugsa.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Myndi segja að stíllinn minn sé einfaldur og praktískur. Mér finnst samt gaman að brjóta upp með einhverju óvæntu svona þegar maður er í stuði. Margrét lýsir stílnum sínum sem einföldum og praktískum.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Stíllinn minn hefur breyst gegnum tíðina í klassískari og praktískari átt. Með tímanum sækir Margrét meira í klassískt og praktískt í tískunni.Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Mér finnst yfirleitt frekar erfitt að klæða mig upp. Mér líður best svona millifín og casual. Það krefst meira átaks að klæða mig upp. Margrét er almennt ekki fyrir það að klæða sig upp en sækir meira í að vera millifín.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Innblástur minn í tísku og hönnun kemur svo víða að. Lestur, tónlist, myndlist og umhverfi. Auðvitað þegar maður hannar verk eins og Snertingu kafar maður líka í tímabilið. View this post on Instagram A post shared by Margrét Einarsdóttir (@maggaeinars) Það þarf að skoða tíðarandann og tískuna á annan hátt en maður myndi annars gera. Alveg hrikalega skemmtilegt. Margrét hér með Pálma Kormáli sem leikur aðalhlutverkið í Snertingu.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Boð og bönn í tísku og klæðaburði virka ekki fyrir mig. Mér finnst bara alveg frábært að sjá fólk tjá sig í klæðaburði og nota sköpunarkraftinn á annan hátt en næsti einstaklingur. Það gleður mig að sjá hugrekkið sem margur hefur. Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Eftirminnilegasta flík sem ég hef klæðst er brúðarkjóllinn minn. Ég hannaði hann sjálf þarna á síðustu öld. Það eru fyrst og fremst minningarnar og tilfinningarnar sem tengjast þessum degi og þessari flík. Margrét á brúðkaupsdaginn í kjól sem hún hannaði sjálf.Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Ég held að við ættum að fylgja eigin tilfinningu vel hvernig við klæðum okkur. Hugsa minna um hvað öðrum finnst um það. Njóta þess að vera í eigin skinni.
Tíska og hönnun Tískutal Mest lesið Réði ekki við sig þegar hann hitti Lopez Lífið Ein lausn er að liggja hlið við hlið og fróa sér Lífið Skelltu sér úr háloftunum niður í Hörpu Lífið Smekklegasta fólk landsins skálaði í kaffi Lífið Sigga Ózk verður Ariana Grande og flytur til Noregs Tónlist Fagurt einbýli í hjarta Vesturbæjar Lífið Ekki viss um að mamma hans hefði kosið hann Lífið Baráttan innra með manni eins og ljós og skuggar Menning Leyfir börnunum að sofa uppi í rúmi Lífið Klippt út af myndinni Lífið Fleiri fréttir Best klæddu stjörnurnar á Emmy verðlaununum Hægt og rólega að finna stílinn sinn aftur eftir barneignir Mætti á nærfötunum einum klæða Tár, gleði, hátíska og ást hjá Línu og Gumma í New York Tískan við þingsetningu: Hverjir voru í hverju? Halla valdi drapplitað fyrir þingsetninguna Laufey prýðir forsíðu Vogue Óþægilegir skór undantekningalaust slæm hugmynd Rakel María afhjúpar skotheldar leynileiðir í förðun Helen Óttars í herferð Juicy Couture „Banna mér alfarið að hugsa um föt sem karla- og kvennaföt“ Kemur með íslenskan innblástur til hátískuheimsins í París Ríflega þúsund manns skemmtu sér í bílakjallara Elskar að ögra og klæða sig þveröfugt við tilefnið „Klæddu þig eftir veðri, ekki verði“ Ofurskvísur heimsins í íslenskri skóhönnun Sól meðal tískuhönnuða erlendis sem vert er að fylgjast með Kærustupar og tískusálufélagar gefa út einstaka fatalínu Tískugyðjur komu saman í Kaupmannahöfn Klæðir sig upp til að komast í betra skap Sjá meira