
Næstu heimaleikir Grindavíkur í Smáranum
Næstu leikir karla- og kvennaliða Grindavíkur í körfubolta fara fram í Smáranum í Kópavogi á laugardaginn og það í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Næstu leikir karla- og kvennaliða Grindavíkur í körfubolta fara fram í Smáranum í Kópavogi á laugardaginn og það í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands, segir að líta verði framhjá öllum reglum sambandsins varðandi heimaleiki Grindvíkinga í þessum fordæmalausu aðstæðum.
Hannes Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ sendi frá sér tilkynningu fyrir hönd KKÍ og körfuknattleikshreyfingarinnar vegna ástandsins í Grindavík en það er nokkuð ljóst að Grindvíkingar eru ekki að fara að spila leiki í Subway deildunum á meðan staðan er svona.
Dani Rodriguez leikmaður Grindavíkur í körfuknattleik lýsir ógnvænlegum aðstæðum þegar hún og unnusta hennar voru á leið frá Grindavík á föstudagskvöld. Hún segist aldrei hafa verið jafn hrædd á ævinni.
Dagný Lísa Davíðsdóttir var árið 2022 valin besti leikmaður efstu deildar kvenna í körfubolta og var hún á sama tíma reglulegur hluti af íslenska landsliðinu. Undir lok ársins 2022 meiddist hún hins vegar í leik með Fjölni. Meiðslin hafa haldið henni fjarri körfuboltavellinum og óvíst er hvenær hún snýr aftur.
Körfuboltakvöld fór aðeins yfir nýjasta landsliðsvalið í gær en Subway deild kvenna er á leiðinni í smá hlé vegna landsliðsverkefna.
Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var að vonum sáttur með 15 stiga endurkomusigur sinna kvenna á öflugu liði Fjölnis í Subway-deild kvenna í kvöld, 61-76.
Njarðvík vann góðan sigur á Fjölni þegar liðin mættust í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í Grafarvogi í kvöld. Leikurinn var jafn lengst af en Njarðvík keyrði yfir heimakonur í fjórða leikhluta.
Grindavík og Keflavík, tvö efstu lið Subway-deildar kvenna, áttust við í toppslag deildarinnar í kvöld. Gestirnir höfðu að lokum betur í háspennuleik, 78-80.
Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var bæði furðu rólegur og sáttur eftir tap í æsispennandi leik gegn Keflavík í Subway-deild kvenna, lokatölur 78-80 í Grindavík í kvöld.
Nýliðar Þórs frá Akureyri gerðu sér lítið fyrir og unnu óvæntan fimm stiga sigur er liðið tóka á móti bikarmeisturum Hauka í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 74-69.
Haukakonur eru bara í sjötta sæti Subway deildar kvenna í körfubolta eftir fyrstu sex leikina sem kemur mörgum mikið á óvart. Körfuboltakvöld ræddi gengi liðsins.
Grindavík vann öruggan 30 stiga sigur er liðið tók á móti Breiðablik í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 115-85 og fyrsti sigur Grindvíkinga á tímabilinu í hús, en Blikar eru enn án sigurs.
Arnar Guðjónsson, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í körfubolta, skammast sín fyrir ummæli í leikhléi í leik Stjörnunnar og Njarðvíkur í Subway deild kvenna í gærkvöldi þar sem að hann kallaði leikmann Njarðvíkur feita. Hann segir ekkert afsaka slíka hegðun, þetta sé honum ekki til framdráttar.
Njarðvík mistókst að halda sigurhrinu sinni gangandi þegar Stjarnan heimsótti þær í kvöld. Framlengingu þurfti til að skilja liðin að en Stjörnukonur unnu að endingu með sex stigum. Æsispennandi leikur þar sem ungir leikmenn liðanna voru í aðalhlutverki.
Nýliðar Stjörnunnar unnu frækinn sigur á Njarðvík í kvöld í Subway-deild kvenna í framlengdum leik. Lokatölur 81-87 eftir mikla dramatík í lok venjulegs leiktíma þar sem Katarzyna Trzeciak jafnaði leikinn með þremur vítum.
Stefán Árni Pálsson og Tómas Steindórsson héldu áfram að fara yfir niðurstöður úr könnun Tómasar meðal leikmanna Subway deildar karla í körfubolta. Þeir fara alltaf yfir svörin við einni spurningu í hverjum þætti af Subway Körfuboltakvöldi Extra.
Það var ansi niðurlútur Guillermo Sánchez sem kom til tals við blaðamann eftir 71-92 tap Breiðabliks gegn Þór Ak. í 6. umferð Subway deildar kvenna. Breiðablik er enn sigurlaust það sem af er tímabils.
Breiðablik tók á móti Þór Ak. í 6. umferð Subway deildar kvenna. Heimakonur höfðu ekki unnið leik fyrir þennan og engin breyting varð á því í kvöld. Þór komst snemma yfir í leiknum og hélt forystunni örugglega fram að lokaflauti, þeirra fyrsti útivallarsigur.
Valskonan Karina Konstantinova var til umræðu í Körfuboltakvöldi kvenna í gær en sú búlgarska átti vissulega mikinn þátt í því að Valskonur sluppu með sigurinn frá heimsókn sinni til nýliða Stjörnunnar í Garðabæ.
Keflavík vann tólf stiga sigur á Haukum þegar liðin mættust í Subway-deild kvenna í Ólafssal í Hafnafirði í kvöld. Keflavík er því enn í toppsæti deildarinnar, ósigrað í fimm leikjum.
Það var boðið upp á sveiflukenndan hörkuleik í Ólafssal í kvöld þar sem gestirnir úr Keflavík fóru að lokum með sigur af hólmi 81-93 eftir góðan lokasprett.
Grindavík vann afar sannfærandi 32 stiga sigur er liðið tók á móti Breiðablik í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 102-70.
Íslandsmeistarar Vals þurftu heldur betur að hafa fyrir hlutunum er liðið heimsótti nýliða Stjörnunnar í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld.
Fjölnir vann sinn annan sigur í Subway deild kvenna í kvöld er liðið lagði Snæfell.
Þórir Þorbjarnarson átti frábæran leik þegar Tindastóll lagði Keflavík í Subway-deildinni í gær. Þórir var með þrennu í leiknum og er það fyrsta þrenna leikmanns Tindastóls síðustu fimm árin.
Valskonur sluppu fyrir horn með sigur gegn nýliðum Þórs í Origo-höllinni í kvöld en Ásta Júlía Grímsdóttir skoraði sigurkörfuna þegar 0,9 sekúndur voru til leiksloka.
Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingur Subway körfuboltakvölds, segir hina fimmtán ára gömlu Kolbrúnu Maríu Ármannsdóttur, leikmann Stjörnunnar stefna í að verða næsta Helena Sverrisdóttir okkar Íslendinga. Helena er af mörgum talin besta körfuboltakona landsins frá upphafi.
Njarðvík vann nauman fjögurra stiga sigur er liðið tók á móti Grindavík í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 60-56 í leik sem hefði getað farið á hvorn veginn sem var en Njarðvíkingar voru sterkari á lokasprettinum.
Njarðvík vann Suðurnesjaslag kvöldsins þar sem liðið tók á móti Grindavík í Subway-deild kvenna. Hart var tekist á en Njarðvíkingar voru sterkari á lokasprettinum og lönduðu sigri 60-56.