Íslandsmeistarinn Sverrir Þór hættur með Keflavík Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. maí 2024 07:31 Sverrir Þór ræður við lið sitt í leik gærdagsins. Vísir/Diego Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Íslandsmeistara Keflavíkur í körfubolta kvenna, tilkynnti í viðtali við Körfuboltakvöld eftir sigur liðsins á Njarðvík í þriðja leik úrslita Subway-deildarinnar að hann væri hættur sem þjálfari liðsins. Íslandsmeistararnir eru því í þjálfaraleit fyrir komandi tímabil. Áður en kom að stóru tilkynningunni var Sverrir Þór þó spurður út í leikinn. Keflavík vann leikinn í gær nokkuð sannfærandi og sópaði Njarðvík út úr úrslitarimmunni, 3-0. Mikið hafði verið rætt og ritað um yfirburði Keflavíkur í vetur, var það eitthvað sem Sverrir Þór notfærði sér? „Ég var aðallega að tala það niður hjá þeim og taka það á sjálfan mig, sem er bara rétt. Ég er ábyrgur fyrir þessu liði, þau líta á það að þetta sé lið sem á að ná í titla.“ „Eins og ég er margbúinn að segja við þær; leggið ykkur fram og hlustið á það sem ég og Elli erum að segja við ykkur og hausinn upp sama hvað á bjátar, ekkert fýlupúkakjaftæði og dramavesen. Sjáum hverju það skilar ykkur. Pressan er ekki á ykkur, pressan er á mér, ég er ábyrgur ef liðið er ekki að standa sig.“ Bæði Sara Rún og Anna Ingunn minntust á seríuna á undan og sögðu óspurðar að rimman gegn Stjörnunni, sem fór alla leið í oddaleik, hefði undirbúið þær undir þessa oddaseríu. Tekur Sverrir Þór undir það? „Algjörlega, voru svakaleikir leikir á móti Stjörnunni. Arnar (Guðjónsson, fráfarandi þjálfari Stjörnunnar) kom með fullt af nýjum hlutum og komst inn í hausinn á okkur. Útlendingarnir þeirra eru aggressífar og sterkar, ungu stelpurnar þeirra eru grjótharðar. Það var svo erfitt, en svo gaman, að spila á móti þessu liði. Hver einasti leikur var stál í stál.“ „Við erum að koma þvílíkt tilbúin í þessa seríu. Mér fannst Njarðvík taka Grindavík alltof auðveldlega, mótspyrnan var rosalega lítil miðað við hvað ég hélt að þetta yrði alvöru rimma.“ Klippa: Sverrir Þór hættur með Keflavík Fyrst leikur úrslitaeinvígisins var tvíframlengdur leikur í Keflavík. Hvað hugsaði Sverrir Þór eftir þann leik? „Í þeim leik vissum við að þær myndu skilja svolítið eftir. Fannst þær fara í meira en að skilja bara Emelíu til dæmis. Þá fórum við bara að finna leiðir. Elentinus Margeirsson, sem er frábær aðstoðarmaður, kemur með leikkerfi í þeim leik sem við tökum þegar við erum tíu stigum undir. Fyrst fær Emelía sniðskot og svo fær Thelma (Dís Ágústsdóttir) stökkskot.“ „Komum með meira inn í leik tvö, lágum yfir þessu og vorum að horfa á hvað væri hægt að gera.“ „Erum með rosalegt teymi hérna í Keflavík, Gunnar Einarsson er að þjálfa meistaraflokkana í líkamsræktinni, Auður sjúkraþjálfari – alveg toppfólk. Fannst munur á standinu, við gátum spilað í 20 mínútur í viðbót en það var farið að draga af mörgum hjá þeim.“ Í lok viðtalsins er Sverrir Þór einfaldlega spurður hvort hann sé hættur. „Já, þetta var síðasti leikurinn minn,“ sagði Sverrir Þór og kinkaði einfaldlega kolli þegar sagt var að hann væri að hætta á toppnum. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Áður en kom að stóru tilkynningunni var Sverrir Þór þó spurður út í leikinn. Keflavík vann leikinn í gær nokkuð sannfærandi og sópaði Njarðvík út úr úrslitarimmunni, 3-0. Mikið hafði verið rætt og ritað um yfirburði Keflavíkur í vetur, var það eitthvað sem Sverrir Þór notfærði sér? „Ég var aðallega að tala það niður hjá þeim og taka það á sjálfan mig, sem er bara rétt. Ég er ábyrgur fyrir þessu liði, þau líta á það að þetta sé lið sem á að ná í titla.“ „Eins og ég er margbúinn að segja við þær; leggið ykkur fram og hlustið á það sem ég og Elli erum að segja við ykkur og hausinn upp sama hvað á bjátar, ekkert fýlupúkakjaftæði og dramavesen. Sjáum hverju það skilar ykkur. Pressan er ekki á ykkur, pressan er á mér, ég er ábyrgur ef liðið er ekki að standa sig.“ Bæði Sara Rún og Anna Ingunn minntust á seríuna á undan og sögðu óspurðar að rimman gegn Stjörnunni, sem fór alla leið í oddaleik, hefði undirbúið þær undir þessa oddaseríu. Tekur Sverrir Þór undir það? „Algjörlega, voru svakaleikir leikir á móti Stjörnunni. Arnar (Guðjónsson, fráfarandi þjálfari Stjörnunnar) kom með fullt af nýjum hlutum og komst inn í hausinn á okkur. Útlendingarnir þeirra eru aggressífar og sterkar, ungu stelpurnar þeirra eru grjótharðar. Það var svo erfitt, en svo gaman, að spila á móti þessu liði. Hver einasti leikur var stál í stál.“ „Við erum að koma þvílíkt tilbúin í þessa seríu. Mér fannst Njarðvík taka Grindavík alltof auðveldlega, mótspyrnan var rosalega lítil miðað við hvað ég hélt að þetta yrði alvöru rimma.“ Klippa: Sverrir Þór hættur með Keflavík Fyrst leikur úrslitaeinvígisins var tvíframlengdur leikur í Keflavík. Hvað hugsaði Sverrir Þór eftir þann leik? „Í þeim leik vissum við að þær myndu skilja svolítið eftir. Fannst þær fara í meira en að skilja bara Emelíu til dæmis. Þá fórum við bara að finna leiðir. Elentinus Margeirsson, sem er frábær aðstoðarmaður, kemur með leikkerfi í þeim leik sem við tökum þegar við erum tíu stigum undir. Fyrst fær Emelía sniðskot og svo fær Thelma (Dís Ágústsdóttir) stökkskot.“ „Komum með meira inn í leik tvö, lágum yfir þessu og vorum að horfa á hvað væri hægt að gera.“ „Erum með rosalegt teymi hérna í Keflavík, Gunnar Einarsson er að þjálfa meistaraflokkana í líkamsræktinni, Auður sjúkraþjálfari – alveg toppfólk. Fannst munur á standinu, við gátum spilað í 20 mínútur í viðbót en það var farið að draga af mörgum hjá þeim.“ Í lok viðtalsins er Sverrir Þór einfaldlega spurður hvort hann sé hættur. „Já, þetta var síðasti leikurinn minn,“ sagði Sverrir Þór og kinkaði einfaldlega kolli þegar sagt var að hann væri að hætta á toppnum. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni.
Körfubolti Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira