Íslenskur körfubolti áfram á Stöð 2 Sport næstu árin Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. maí 2024 19:11 Tindastóll er ríkjandi Íslandsmeistari í karlaflokki. vísir/hulda margrét Sýn hf. og Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, hafa skrifað undir nýjan samstarfssamning sem tryggir að íslenskur körfubolti verður áfram í hávegum hafður á Stöð 2 Sport og öðrum miðlum Sýnar hf. Samningurinn tekur gildi að loknu núverandi keppnistímabili og er til næstu fimm ára. Íslenskur körfubolti hefur verið sýndur á Stöð 2 Sport síðan 1995 og verður því næsta keppnistímabil það þrítugasta í röðinni sem er sýnt á stöðinni. Vinsældir íþróttarinnar hafa farið sívaxandi á þeim tíma. Vatnaskil urðu fyrir keppnistímabilið 2015-16 er Körfuboltakvöld hóf göngu sína á Stöð 2 Sport en þá var í fyrsta sinn fjallað um alla leiki efstu deildar í vikulegum uppgjörsþætti. Þátturinn sló í gegn og hefur síðan þá verið kjölfesta hjá íþróttaáhugamönnum landsins. Úrslitakeppnin í efstu deildum karla og kvenna hefur verið meðal vinsælasta efnis Stöðvar 2 Sports síðastliðin ár og umgjörð og umfjöllun vaxið í takt við vinsældir körfuboltans. Með nýjum samningi er tryggt að vöxtur íslensks körfubolta verði viðhaldið næstu árin með hágæða dagskrárgerð, bæði í beinum útsendingum frá leikjum og í umfjöllunarþáttum. Markmið samstarfs Sýnar og KKÍ er að auka vinsældir íslensks körfubolta og munu aðilar vinna náið saman næstu fimm árin til ná árangri á þeim vettvangi. Heillaskref fyrir körfuboltann „Það er virkilega ánægjulegt fyrir KKÍ og körfuboltann í landinu að vera áfram á Stöð 2 Sport næstu árin og það sýnir vel hversu gott traust ríkir á milli okkar að næsta tímabil sem við hefjum verður það þrítugasta i röðinni í þessu samstarfi. Félögin í landinu, KKÍ og Stöð 2 Sport hafa unnið að því markvisst að auka vinsældir körfunnar jafnt og þétt sem í dag er orðin ein vinsælasta og umtalaðasta íþróttin hér landi,“ segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ. „Mig langar að koma því á framfæri hversu góður andi, einlægur samningsvilji og trúnaðarsamband beggja aðila núna í rúmt ár hefur orðið til þess að þessi tímamótasamningur er nú tilbúinn. Það er því engin efi í okkar huga að framlenging á okkar góða samstarfi er enn eitt heillaskrefið fyrir körfuboltann á Íslandi.“ Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar hf, er einnig ánægð með nýja samninginn. „Við hjá Sýn lýsum yfir mikilli ánægju með að okkar góða samstarf við KKÍ og íslenskan körfubolta heldur áfram næstu árin. Um tímamótasamning er að ræða en með honum eru sett fram skýr markmið um eflingu íslensks körfubolta,“ segir Herdís Dröfn. „Körfuboltinn hefur verið í stöðugri sókn síðustu árin og er það vilji okkar að bæta í næstu árin með öflugri dagskrárgerð og umfjöllun í öllum okkar miðlum.“ Subway-deild karla Subway-deild kvenna KKÍ Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Sjá meira
Íslenskur körfubolti hefur verið sýndur á Stöð 2 Sport síðan 1995 og verður því næsta keppnistímabil það þrítugasta í röðinni sem er sýnt á stöðinni. Vinsældir íþróttarinnar hafa farið sívaxandi á þeim tíma. Vatnaskil urðu fyrir keppnistímabilið 2015-16 er Körfuboltakvöld hóf göngu sína á Stöð 2 Sport en þá var í fyrsta sinn fjallað um alla leiki efstu deildar í vikulegum uppgjörsþætti. Þátturinn sló í gegn og hefur síðan þá verið kjölfesta hjá íþróttaáhugamönnum landsins. Úrslitakeppnin í efstu deildum karla og kvenna hefur verið meðal vinsælasta efnis Stöðvar 2 Sports síðastliðin ár og umgjörð og umfjöllun vaxið í takt við vinsældir körfuboltans. Með nýjum samningi er tryggt að vöxtur íslensks körfubolta verði viðhaldið næstu árin með hágæða dagskrárgerð, bæði í beinum útsendingum frá leikjum og í umfjöllunarþáttum. Markmið samstarfs Sýnar og KKÍ er að auka vinsældir íslensks körfubolta og munu aðilar vinna náið saman næstu fimm árin til ná árangri á þeim vettvangi. Heillaskref fyrir körfuboltann „Það er virkilega ánægjulegt fyrir KKÍ og körfuboltann í landinu að vera áfram á Stöð 2 Sport næstu árin og það sýnir vel hversu gott traust ríkir á milli okkar að næsta tímabil sem við hefjum verður það þrítugasta i röðinni í þessu samstarfi. Félögin í landinu, KKÍ og Stöð 2 Sport hafa unnið að því markvisst að auka vinsældir körfunnar jafnt og þétt sem í dag er orðin ein vinsælasta og umtalaðasta íþróttin hér landi,“ segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ. „Mig langar að koma því á framfæri hversu góður andi, einlægur samningsvilji og trúnaðarsamband beggja aðila núna í rúmt ár hefur orðið til þess að þessi tímamótasamningur er nú tilbúinn. Það er því engin efi í okkar huga að framlenging á okkar góða samstarfi er enn eitt heillaskrefið fyrir körfuboltann á Íslandi.“ Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar hf, er einnig ánægð með nýja samninginn. „Við hjá Sýn lýsum yfir mikilli ánægju með að okkar góða samstarf við KKÍ og íslenskan körfubolta heldur áfram næstu árin. Um tímamótasamning er að ræða en með honum eru sett fram skýr markmið um eflingu íslensks körfubolta,“ segir Herdís Dröfn. „Körfuboltinn hefur verið í stöðugri sókn síðustu árin og er það vilji okkar að bæta í næstu árin með öflugri dagskrárgerð og umfjöllun í öllum okkar miðlum.“
Subway-deild karla Subway-deild kvenna KKÍ Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Sjá meira