Þorleifur áfram með Grindavík Siggeir Ævarsson skrifar 15. júní 2024 13:04 Lalli fer yfir málin með sínum konum í Smáranum fyrr í vetur Vísir/Hulda Margrét Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur í Subway-deild kvenna, verður áfram þjálfari liðsins en samningur hans rann út nú í vor. Grindvíkingar greina sjálfir frá þessum fréttum á samfélagsmiðlum. „Það gleður okkur að tilkynna að samningar hafa náðst við Þorleif Ólafsson um að halda áfram þjálfun kvennaliðs Grindavíkur. Þorleifur, eða Lalli eins og við og flestir Grindvíkingar köllum hana vanalega, tók við þjálfun liðsins þegar það kom upp í úrvalsdeild haustið 2021 og undir stjórn Lalla hefur liðið tekið stórstígum framförum ár hvert.“ - Segir í tilkynningu Grindavíkur. Undir stjórn Þorleifs fór liðið í 4-liða úrslit bæði í bikar og deild en liðið tapaði 3-0 gegn Njarðvík í undanúrslitum Íslandsmótsins. Vísir hafði samband við Þorleif sem viðurkenndi að það hefði kitlað hann að halda áfram með liðið og freista þess að ná enn lengra: „Þegar maður lítur til baka þá hefði maður auðvitað viljað ná lengra og ná meira út úr því liði sem maður var með í höndunum í vetur. Þetta var í raun mjög auðveld ákvörðun þegar á hólminn var komið. Í þessum aðstæðum sem eru uppi í lífi okkar Grindvíkinga þá rennur manni svolítið blóðið til skyldunnar að leggja sitt lóð á vogarskálarnar í íþróttalífi Grindavíkur og ég er þakklátur stjórninni fyrir traustið.“ Þorleifur er einnig framkvæmdastjóri UMFG en hann sagðist ekki hafa áhyggjur af því að það yrði of mikið á hans könnu í vetur. „Ég hef ekki áhyggjur af því, ég gef mér tíma í að sinna þessum verkefnum og vel að verja tíma mínum í þetta. Svo þarf ég bara að finna mér góðan aðstoðarmann þar sem Bryndís [Gunnlaugsdóttir] er farin í barneignarleyfi. Með góðum aðstoðarmanni verður allt auðveldra. Svo er ég líka svo vel giftur og fæ góðan stuðning frá konunni minni til að halda áfram.“ - Sagði Lalli léttur að lokum. Körfubolti Subway-deild kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
„Það gleður okkur að tilkynna að samningar hafa náðst við Þorleif Ólafsson um að halda áfram þjálfun kvennaliðs Grindavíkur. Þorleifur, eða Lalli eins og við og flestir Grindvíkingar köllum hana vanalega, tók við þjálfun liðsins þegar það kom upp í úrvalsdeild haustið 2021 og undir stjórn Lalla hefur liðið tekið stórstígum framförum ár hvert.“ - Segir í tilkynningu Grindavíkur. Undir stjórn Þorleifs fór liðið í 4-liða úrslit bæði í bikar og deild en liðið tapaði 3-0 gegn Njarðvík í undanúrslitum Íslandsmótsins. Vísir hafði samband við Þorleif sem viðurkenndi að það hefði kitlað hann að halda áfram með liðið og freista þess að ná enn lengra: „Þegar maður lítur til baka þá hefði maður auðvitað viljað ná lengra og ná meira út úr því liði sem maður var með í höndunum í vetur. Þetta var í raun mjög auðveld ákvörðun þegar á hólminn var komið. Í þessum aðstæðum sem eru uppi í lífi okkar Grindvíkinga þá rennur manni svolítið blóðið til skyldunnar að leggja sitt lóð á vogarskálarnar í íþróttalífi Grindavíkur og ég er þakklátur stjórninni fyrir traustið.“ Þorleifur er einnig framkvæmdastjóri UMFG en hann sagðist ekki hafa áhyggjur af því að það yrði of mikið á hans könnu í vetur. „Ég hef ekki áhyggjur af því, ég gef mér tíma í að sinna þessum verkefnum og vel að verja tíma mínum í þetta. Svo þarf ég bara að finna mér góðan aðstoðarmann þar sem Bryndís [Gunnlaugsdóttir] er farin í barneignarleyfi. Með góðum aðstoðarmanni verður allt auðveldra. Svo er ég líka svo vel giftur og fæ góðan stuðning frá konunni minni til að halda áfram.“ - Sagði Lalli léttur að lokum.
Körfubolti Subway-deild kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira