„Það voru rulluspilararnir sem gengu frá þeim“ Valur mætti með laskað lið á Akureyri er það mætti Þór í Subway-deild karla í körfubolta á dögunum. Gestirnir misstu tvo leikmenn af velli vegna meiðsla en tókst samt að landa fjögurra stiga sigri. Körfubolti 11. desember 2021 11:47
„Það eru engin leiðindi milli mín og Craig“ Körfuboltasamfélagið á Íslandi var mikið að velta því fyrir sér af hverju Sigurður Gunnar Þorsteinsson, leikmaður Tindastóls, var ekki valinn af Craig Pedersen, landsliðsþjálfari Íslands, í síðasta landsliðshóp gegn Hollendingum og Rússum. Sigurður hefur að undanförnu ekki gefið kost á sér í landsliðið af persónulegum ástæðum en var þó tilbúinn í slaginn fyrir síðasta glugga ef kallið hefði komið. Körfubolti 11. desember 2021 08:01
„Ég tek liðið fram yfir mig sjálfan“ Calvin Burks, leikmaður Keflavíkur, hefur fengið gagnrýni á sig úr ýmsum áttum á þessu tímabili fyrir að setja ekki nógu mörg stig á töfluna. Það er að segja, ekki eins mikið og Kana ígildi er vant að gera í Subway-deildinni. Burks var spurður út í þessa gagnrýni eftir leik Keflavíkur og Tindastóls í gær. Sport 11. desember 2021 07:01
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Tindastóll 93-84 | Keflvíkingar lyftu sér á toppinn á ný Keflvíkingar unnu mikilvægan níu stiga sigur er liðið tók á móti Tindastól í toppbaráttuslag Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 93-84, en sigurinn lyftir Keflvíkingum í efsta sæti deildarinnar á ný. Körfubolti 10. desember 2021 23:57
„Við hinir hefðum átt að taka upp keflið“ Sigurður Gunnar Þorsteinsson, leikmaður Tindastóls, var svekktur með 9 stiga tap gegn sínum gömlu félögum í Keflavík í kvöld, 93-84. Sport 10. desember 2021 23:06
Umfjöllun og viðtöl: Vestri - Breiðablik 89-100 | Blikar höfðu betur í uppgjöri nýliðanna Breiðablik sigraði Vestra í 9. Umferð Subway-deildarinnar. Breiðablik hafði yfirhöndina allan leikinn og fóru á endanum heim með 89-100 sigur, sem hefði hæglega getað orðið stærri. Körfubolti 10. desember 2021 21:33
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - KR 101-85 | Meistararnir aftur á sigurbraut Þór Þorlákshöfn komst aftur á sigurbraut eftir sextán stiga sigur á KR 101-85. Þórsarar sýndu yfirburði um miðjan fyrri hálfleik og litu aldrei um öxl eftir það. Körfubolti 9. desember 2021 22:36
Helgi: Sóknarleikurinn var einhæfur og hægur KR tapaði fyrir Þór Þorlákshöfn 101-85. Þetta var þriðji tapleikur KR í röð og var Helgi Magnússon, þjálfari KR, svekktur eftir tap kvöldsins. Sport 9. desember 2021 22:16
Naumur sigur Valsara gegn botnliðinu Valsmenn unnu nauman fjögurra stiga sigur gegn botnliði Þórs frá Akureyri er liðin mættust fyrir norðan í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 75-79, en með sigrinum lyftu Valsmenn sér upp í annað sæti deildarinnar, í það minnsta tímabundið. Körfubolti 9. desember 2021 21:03
„Ghetto Hooligans eiga stóran þátt í þessum sigri“ Friðrik Ingi Rúnarsson var virkilega ánægður með sitt lið eftir sjö stiga sigur á Grindavík á heimavelli í kvöld. Körfubolti 9. desember 2021 20:51
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Grindavík 79-72 | Frábær stemningssigur ÍR í Hellinum Í TM Hellinum fór fram leikur ÍR og Grindavík í 9. umferð Subway-deildar karla. Heimamenn í ÍR unnu sjö stiga sigur eftir baráttuleik sem gestirnir leiddu stærstan hluta leiksins. Þriðji sigur ÍR staðreynd og á sama tíma þriðja tap Grindavíkur. Körfubolti 9. desember 2021 20:48
KR-ingar mæta ríkjandi Íslandsmeisturum í fyrsta sinn í sjö og hálft ár Aðeins tvö félög hafa orðið Íslandsmeistarar í körfubolta frá árinu 2014. KR og núverandi Íslandsmeistarar Þórs úr Þorlákshöfn. Þessi tvö lið mætast í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Körfubolti 9. desember 2021 16:00
Smit í Njarðvík og leik frestað Leik Njarðvíkur og Stjörnunnar í Subway-deild karla í körfubolta, sem fara átti fram á fimmtudaginn, hefur verið frestað vegna kórónuveirusmits í herbúðum Njarðvíkur. Körfubolti 7. desember 2021 10:33
KR-ingar missa landsliðsmanninn sinn til Hollands KR-ingurinn Þórir Guðmundur Þorbjarnarson er á leiðinni í atvinnumennsku en hann hefur samið við hollenska úrvalsdeildarliðið Landstede Hammers. Körfubolti 6. desember 2021 10:59
Körfuboltakvöld um Þór Ak.: „Ef þú ert ekki með vilja þá ertu dauðadæmdur“ Frammistaða Þórs Akureyrar í tapinu gegn Breiðabliki um helgina var til umræðu í Körfuboltakvöldi. Mikill fallfnykur er af Þórsurum sem þurfa að girða sig í brók ef liðið ætlar ekki að spila í 1. deild á næstu leiktíð. Körfubolti 6. desember 2021 09:00
Framlengingin: „Allir að bíða eftir að þeir misstígi sig“ Framlengingin, eini liðurinn sem hefur verið hluti af Körfuboltakvöldi frá fyrsta þætti, var í skemmtilegri kantinum að þessu sinni. Farið var yfir hvaða lið græddi mest á landsliðspásunni, hvar Stólarnir enda og margt fleira. Körfubolti 5. desember 2021 23:00
Sjáðu tíu bestu tilþrifin úr Subway Körfuboltakvöldi Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingarnir í körfuboltakvöldi völdu bestu tilþrif vikunnar úr íslenskum körfubolta. Körfubolti 5. desember 2021 10:30
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 92-88 | Grindavíkursigur í æsispennandi leik suður með sjó Grindavík vann 92-88 baráttusigur á Stjörnunni í HS Orku höllinni í Grindavík í kvöld. Leikurinn var mikil skemmtun og liðin skiptust á að hafa forystuna nær allan tímann. Körfubolti 4. desember 2021 23:02
Daníel Guðni: Verðum að tengja saman fleiri góðar mínútur „Einstaklingsframtak hjá EC Matthews og svo hélt vörnin þarna í lokin. Ég var virkilega ánægður með það,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur aðspurður hvað hefði skorið úr um það að þeir höfðu sigur gegn Stjörnunni í Subway-deildinni í kvöld. Körfubolti 4. desember 2021 22:22
Umfjöllun: Breiðablik - Þór Ak. 122-94 | Stórsigur í botnslagnum Breiðablik vann öruggan 28 stiga sigur, 122-94, er liðið tók á móti Þórsurum frá Akureyri í uppgjöri neðstu liða Subway-deildarinnar í kvöld. Breiðablik vann, með sigrinum í kvöld, sinn annan sigur í deildinni og eru því með fjögur stig en Þórsarar sitja eftir á botni deildarinnar og eru enn án stiga. Körfubolti 4. desember 2021 21:17
Pétur Ingvarsson: Við skorum 122 stig og það er erfitt fyrir þá að ná því Breiðablik vann 28 stiga sigur á Þór frá Akureyri í Smáranum í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Liðið skoraði 122 stig sem er það mesta sem það hefur skorað í einum leik á tímabilinu. Pétur Ingvarsson, þjálfari Blika, var að vonum ánægður í leikslok. Körfubolti 4. desember 2021 20:34
Allir leikir í þessari deild eru jafn mikilvægir fyrir okkur Valur stöðvaði sigurgöngu Íslandsmeistara Þórs Þorlákshafnar í Subway-deild karla í kvöld. Fyrir leikinn höfðu Þórsarar unnið sex leiki í röð en Valur sagði hingað og ekki lengað, 11 stiga sigur og Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals var eðlilega sáttur í lok leiks. Körfubolti 3. desember 2021 23:05
Allir stóru strákarnir mínir bara gerðu virkilega vel í dag Keflvíkingar gerðu góða ferð í Vesturbæinn í kvöld þegar þeir unnu KR, 88-108, í Subway-deild karla í körfubolta. Suðurnesjamenn fóru hægt af stað en tóku síðar yfir leikinn. Hjalti Þór, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með sigurinn. Körfubolti 3. desember 2021 22:45
„Þetta er deild sem er mjög skemmtilegt að spila í“ Taiwo Badmus, leikmaður Tindastóls, spilaði vel í kvöld er Tindastóll vann góðan sigur á ÍR í Subway-deild karla í körfubolta, lokatölur 98-77. Hann átti stóran þátt í sigri heimamanna en Badmus skoraði 29 stig og tók 6 fráköst. Körfubolti 3. desember 2021 22:15
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Keflavík 88-108 | Gestirnir á toppinn eftir öruggan sigur í Vesturbænum KR tapaði gegn Keflavík á heimavelli sínum, Meistaravöllum, í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld í fyrsta leik liðanna eftir landsleikjahlé, 88-108. Keflvíkingar komu inn í leikinn á góðri hrinu en KR hafði tapað illa fyrir ÍR í síðasta leik sínum fyrir hlé. Körfubolti 3. desember 2021 22:05
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Vestri 98-69 | Öruggur sigur heimamanna í endurkomu Hauks Helga Njarðvík vann öruggan sigur á nýliðum Vestra í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 98-69. Þetta var fyrsti leikur landsliðsmannsins Hauks Helga Pálssonar fyrir Njarðvík á tímabilinu. Körfubolti 3. desember 2021 21:55
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór Þ. 86 - 75 | Valsarar slökktu í sjóðandi heitum Þórsurum Valur gerði sér lítið fyrir og lagði Íslandsmeistara Þórs Þorlákshafnar með 11 stiga mun í Subway-deild karla, 86-75. Mikilvægur sigur fyrir heimaliðið en meistararnir voru á góðu skriði fyrir leik kvöldsins og höfðu unnið sex leiki í röð. Körfubolti 3. desember 2021 21:55
„Ég var eins og lítill krakki“ Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, spilaði í kvöld sínar fyrstu mínútur fyrir Njarðvík í endurkomu sinni en Haukur spilaði síðast körfuboltaleik fyrir 257 dögum síðan. Haukur hefur verið að jafna sig á liðbandslitum en hann var afar ánægður að komast aftur inn á völlinn. Körfubolti 3. desember 2021 21:30
Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - ÍR 98-77 | Gestirnir áttu aldrei möguleika á Króknum Þó ÍR-ingar hafi mætt með tvo nýja erlenda leikmenn á Sauðárkrók í kvöld átti liðið aldrei möguleika er það heimsótti Tindastól í Subway-deild karla, lokatölur 98-77. Körfubolti 3. desember 2021 21:05
Haukur Helgi um fyrsta leikinn í kvöld: Þurfti bara að fara að byrja Haukur Helgi Pálsson spilar sinn fyrsta leik á tímabilinu í kvöld þegar Njarðvík tekur á móti Vestra í Ljónagryfjunni. Körfubolti 3. desember 2021 13:15