„Menn velta því fyrir sér hvort gullskip hafi strandað í fjörunni við Álftanes“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2023 10:01 Landsliðsmennirnir streyma til 1. deildarmeistara Álftanes. Hörður Axel Vilhjálmsson og Haukur Helgi Pálsson hafa báðir samið við nýliðana. Samsett/Álftanes körfubolti Nýliðar Álftanes í Subway deild karla í körfubolta hafa látið til sín taka á leikmannamarkaðnum og eru þegar búnir að semja við tvo íslenska landsliðsmenn fyrir fyrsta tímabilið í efstu deild í sögu félagsins. Hörður Axel Vilhjálmsson, lengi fyrirliði íslenska landsliðsins, kom fyrst frá Keflavík og nú síðasta kom Haukur Helgi Pálsson frá Njarðvík. Báðir hafa þeir verið í hópi bestu körfuboltamanna Íslands og fóru með landsliðinu á bæði Eurobasket mótin. Guðjón Guðmundsson hitti Hugin Frey Þorsteinsson, formann Körfuknattleiksdeildar Álftanes, og forvitnaðist um stöðu mála fyrir þetta sögulega tímabil. Álftanes er ekki hætt á markaðnum þrátt fyrir þessa rosalegu byrjun. „Menn velta því fyrir sér hvort gullskip hafi strandað í fjörunni við Álftanes,“ sagði Guðjón í inngangi sínum fyrir viðtalið. „Það hefur gert það að því leiti að við erum að fá til okkar frábæra leikmenn. Við erum að fá til okkar tvo landsliðsmenn, Hörð Axel og Hauk Helga núna, sem eru að koma inn í þennan sterka kjarna sem við höfum fyrir og vann fyrstu deildina í fyrra,“ sagði Huginn Freyr Þorsteinsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Álftanes. „Við erum ansi ánægð með okkur núna með að fá þennan hvalreka svo maður haldi myndlíkingunum áfram. Að fá þessa tvo sterku aðila til liðs við okkur og svo ætlum við líka að ná okkur í fleiri leikmenn,“ sagði Huginn Freyr. Íþróttir snúast um það að sameina fólk „Hvað gerir það að verkum að þið farið út í þessa vegferð?“ spurði Gaupi. „Í upphafi, fyrir nokkrum árum, þá förum við í þessa vegferð til að byggja upp eitthvað skemmtilegt í okkar samfélagi. Íþróttir snúast um það að sameina fólk. Það er hugsjónin sem við göngum út frá í okkar starfi. Síðan hefur bara gengið vel að byggja upp körfubolta á Álftanesi. Það hentar vel að spila körfubolta út á Álftanesi því við erum með glæsilegt hús og við erum með góða umgjörð,“ sagði Huginn. „Við höfum verið heppin með þjálfara því við vorum með Hrafn Kristjánsson áður en Kjartan Atli tók við. Það hefur líka gengið vel að laða til okkar leikmenn, núna en líka áður þegar við vorum í öðrum deildum en Subway deildinni. Þá gekk vel að fá til okkar leikmenn og við höfum bara verið lánsöm og notið mikillar gæfu,“ sagði Huginn. Reyna að búa til skemmtun „Við höfum líka verið mjög ákveðin í því að við séum að reyna að búa til skemmtun fyrir okkar nærsamfélag og það að vekja athygli á körfubolta sem er bara að blómstra um þessar mundir,“ sagði Huginn. Þeir ætla sér lengra en bara að vera með í Subway deildinni. „Við erum alla vega ekki hætt. Við erum bara rétt að byrja enda að stíga okkar fyrstu skref upp í efstu deild. Við viljum fá til okkar leikmenn. Við höfum ekki reynslu af því að vera í Subway og við viljum fá til okkar leikmenn sem koma með reynslu, sem koma með þekkingu og geta virkilega stutt við þann kjarna sem við höfum verið með til þessa í okkar liði,“ sagði Huginn. Erfitt að sækja þá heim í Forsetahöllina „Þá teljum við að við munum spila skemmtilegan körfubolta. Ég held að Álftanes muni koma á óvart í efstu deild og það verður erfitt að sækja okkur heim í Forsetahöllina,“ sagði Huginn. Það má horfa á allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Huginn Freyr: Íþróttir snúast um það að sameina fólk Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Hörður Axel Vilhjálmsson, lengi fyrirliði íslenska landsliðsins, kom fyrst frá Keflavík og nú síðasta kom Haukur Helgi Pálsson frá Njarðvík. Báðir hafa þeir verið í hópi bestu körfuboltamanna Íslands og fóru með landsliðinu á bæði Eurobasket mótin. Guðjón Guðmundsson hitti Hugin Frey Þorsteinsson, formann Körfuknattleiksdeildar Álftanes, og forvitnaðist um stöðu mála fyrir þetta sögulega tímabil. Álftanes er ekki hætt á markaðnum þrátt fyrir þessa rosalegu byrjun. „Menn velta því fyrir sér hvort gullskip hafi strandað í fjörunni við Álftanes,“ sagði Guðjón í inngangi sínum fyrir viðtalið. „Það hefur gert það að því leiti að við erum að fá til okkar frábæra leikmenn. Við erum að fá til okkar tvo landsliðsmenn, Hörð Axel og Hauk Helga núna, sem eru að koma inn í þennan sterka kjarna sem við höfum fyrir og vann fyrstu deildina í fyrra,“ sagði Huginn Freyr Þorsteinsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Álftanes. „Við erum ansi ánægð með okkur núna með að fá þennan hvalreka svo maður haldi myndlíkingunum áfram. Að fá þessa tvo sterku aðila til liðs við okkur og svo ætlum við líka að ná okkur í fleiri leikmenn,“ sagði Huginn Freyr. Íþróttir snúast um það að sameina fólk „Hvað gerir það að verkum að þið farið út í þessa vegferð?“ spurði Gaupi. „Í upphafi, fyrir nokkrum árum, þá förum við í þessa vegferð til að byggja upp eitthvað skemmtilegt í okkar samfélagi. Íþróttir snúast um það að sameina fólk. Það er hugsjónin sem við göngum út frá í okkar starfi. Síðan hefur bara gengið vel að byggja upp körfubolta á Álftanesi. Það hentar vel að spila körfubolta út á Álftanesi því við erum með glæsilegt hús og við erum með góða umgjörð,“ sagði Huginn. „Við höfum verið heppin með þjálfara því við vorum með Hrafn Kristjánsson áður en Kjartan Atli tók við. Það hefur líka gengið vel að laða til okkar leikmenn, núna en líka áður þegar við vorum í öðrum deildum en Subway deildinni. Þá gekk vel að fá til okkar leikmenn og við höfum bara verið lánsöm og notið mikillar gæfu,“ sagði Huginn. Reyna að búa til skemmtun „Við höfum líka verið mjög ákveðin í því að við séum að reyna að búa til skemmtun fyrir okkar nærsamfélag og það að vekja athygli á körfubolta sem er bara að blómstra um þessar mundir,“ sagði Huginn. Þeir ætla sér lengra en bara að vera með í Subway deildinni. „Við erum alla vega ekki hætt. Við erum bara rétt að byrja enda að stíga okkar fyrstu skref upp í efstu deild. Við viljum fá til okkar leikmenn. Við höfum ekki reynslu af því að vera í Subway og við viljum fá til okkar leikmenn sem koma með reynslu, sem koma með þekkingu og geta virkilega stutt við þann kjarna sem við höfum verið með til þessa í okkar liði,“ sagði Huginn. Erfitt að sækja þá heim í Forsetahöllina „Þá teljum við að við munum spila skemmtilegan körfubolta. Ég held að Álftanes muni koma á óvart í efstu deild og það verður erfitt að sækja okkur heim í Forsetahöllina,“ sagði Huginn. Það má horfa á allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Huginn Freyr: Íþróttir snúast um það að sameina fólk
Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum