Pavel gerir tveggja ára samning við Tindastól Atli Arason skrifar 2. júní 2023 18:31 Pavel verður áfram á Sauðárkróki næstu tvö ár. Facebook / KKD Tindastóls Tindastóll og Pavel Ermolinskij skrifuðu rétt í þessu undir samkomulag um að þjálfarinn verði áfram í herbúðum félagsins næstu tvö ár. Tindastóll varð á dögunum Íslandsmeistari undir stjórn Pavels, á hans fyrsta ári í þjálfun, eftir frækinn 3-2 sigur á Valsmönnum í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla. Var þetta fyrsti Íslandsmeistaratitill Tindastóls. Í tilkynningu félagsins segir að nýi samningurinn hafi verið af frumkvæði Pavels en ásamt því að stýra meistaraflokki karla mun Pavel einnig aðstoða við unglingastarf félagsins í bæði karla og kvennaflokki. „Síðustu mánuðir hafa auðvitað verið mikið ævintýri. Ég stökk á þetta tækifæri vegna þess að ég vissi í fyrsta lagi um þessa sterku umgjörð Tindastóls í körfuboltanum og líka vegna þess að mig langaði að spreyta mig á því verkefni að vera þjálfari og leiðtogi utan vallar. Þetta var ákveðin prufukeyrsla fyrir mig,“ sagði Pavel við undirritun í kvöld áður en hann bætti við. „Ég vildi vita hvort verkefni og ábyrgð þjálfarans hentuðu mér og það kom mér svo sem ekkert á óvart hvað ég nýt mín í þessu hlutverki. Og það kom mér heldur ekki á óvart hve vel var tekið á móti mér og allri fjölskyldunni. Sauðárkrókur er stórkostlegur staður að vera á og við hlökkum til þess að fá að kynnast íbúunum og bæjarlífinu enn betur á næstu árum.“ Dagur Þór Baldvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, bætti við að samstarf körfuknattleiksdeildar Tindastóls og Pavels hefur verið til fyrirmyndar í allan vetur og segir að Pavel sé mikill fengur inn í allt körfuboltastarf félagsins. Tilkynningu félagsins má sjá í heild hér að neðan. Tindastóll Subway-deild karla Tengdar fréttir Íslandsmeistararnir framlengja við Drungilas Adomas Drungilas hefur framlengt samning sinn við Íslandsmeistara Tindastóls til næstu tveggja ára. Drungilas var lykilmaður hjá liðinu í vetur. 21. maí 2023 14:14 Annar lykilmaður Tindastóls framlengir samning sinn Sigtryggur Arnar Björnsson hefur skrifað undir nýjan samning við Íslandsmeistara Tindastóls í körfubolta og er nú á mála hjá liðinu til ársins 2025. 21. maí 2023 17:05 Níu titlar Pavels Pavel Ermolinskij varð Íslandsmeistari á fyrsta ári sem þjálfari eftir að hafa endaði leikmannaferil sinn sem Íslandsmeistari ári fyrr. 19. maí 2023 11:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Tindastóll 81-82 | Tindastóll Íslandsmeistari eftir háspennuleik að Hlíðarenda Tindastóll varð í kvöld Íslandsmeistari karla í körfuknattleik í fyrsta skipti eftir 82-81 sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda. 18. maí 2023 23:05 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Tindastóll varð á dögunum Íslandsmeistari undir stjórn Pavels, á hans fyrsta ári í þjálfun, eftir frækinn 3-2 sigur á Valsmönnum í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla. Var þetta fyrsti Íslandsmeistaratitill Tindastóls. Í tilkynningu félagsins segir að nýi samningurinn hafi verið af frumkvæði Pavels en ásamt því að stýra meistaraflokki karla mun Pavel einnig aðstoða við unglingastarf félagsins í bæði karla og kvennaflokki. „Síðustu mánuðir hafa auðvitað verið mikið ævintýri. Ég stökk á þetta tækifæri vegna þess að ég vissi í fyrsta lagi um þessa sterku umgjörð Tindastóls í körfuboltanum og líka vegna þess að mig langaði að spreyta mig á því verkefni að vera þjálfari og leiðtogi utan vallar. Þetta var ákveðin prufukeyrsla fyrir mig,“ sagði Pavel við undirritun í kvöld áður en hann bætti við. „Ég vildi vita hvort verkefni og ábyrgð þjálfarans hentuðu mér og það kom mér svo sem ekkert á óvart hvað ég nýt mín í þessu hlutverki. Og það kom mér heldur ekki á óvart hve vel var tekið á móti mér og allri fjölskyldunni. Sauðárkrókur er stórkostlegur staður að vera á og við hlökkum til þess að fá að kynnast íbúunum og bæjarlífinu enn betur á næstu árum.“ Dagur Þór Baldvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, bætti við að samstarf körfuknattleiksdeildar Tindastóls og Pavels hefur verið til fyrirmyndar í allan vetur og segir að Pavel sé mikill fengur inn í allt körfuboltastarf félagsins. Tilkynningu félagsins má sjá í heild hér að neðan.
Tindastóll Subway-deild karla Tengdar fréttir Íslandsmeistararnir framlengja við Drungilas Adomas Drungilas hefur framlengt samning sinn við Íslandsmeistara Tindastóls til næstu tveggja ára. Drungilas var lykilmaður hjá liðinu í vetur. 21. maí 2023 14:14 Annar lykilmaður Tindastóls framlengir samning sinn Sigtryggur Arnar Björnsson hefur skrifað undir nýjan samning við Íslandsmeistara Tindastóls í körfubolta og er nú á mála hjá liðinu til ársins 2025. 21. maí 2023 17:05 Níu titlar Pavels Pavel Ermolinskij varð Íslandsmeistari á fyrsta ári sem þjálfari eftir að hafa endaði leikmannaferil sinn sem Íslandsmeistari ári fyrr. 19. maí 2023 11:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Tindastóll 81-82 | Tindastóll Íslandsmeistari eftir háspennuleik að Hlíðarenda Tindastóll varð í kvöld Íslandsmeistari karla í körfuknattleik í fyrsta skipti eftir 82-81 sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda. 18. maí 2023 23:05 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Íslandsmeistararnir framlengja við Drungilas Adomas Drungilas hefur framlengt samning sinn við Íslandsmeistara Tindastóls til næstu tveggja ára. Drungilas var lykilmaður hjá liðinu í vetur. 21. maí 2023 14:14
Annar lykilmaður Tindastóls framlengir samning sinn Sigtryggur Arnar Björnsson hefur skrifað undir nýjan samning við Íslandsmeistara Tindastóls í körfubolta og er nú á mála hjá liðinu til ársins 2025. 21. maí 2023 17:05
Níu titlar Pavels Pavel Ermolinskij varð Íslandsmeistari á fyrsta ári sem þjálfari eftir að hafa endaði leikmannaferil sinn sem Íslandsmeistari ári fyrr. 19. maí 2023 11:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Tindastóll 81-82 | Tindastóll Íslandsmeistari eftir háspennuleik að Hlíðarenda Tindastóll varð í kvöld Íslandsmeistari karla í körfuknattleik í fyrsta skipti eftir 82-81 sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda. 18. maí 2023 23:05
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum