Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

„Ríkið á að auka tæki­færi fólks í þessari stöðu en ekki öfugt“

Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði nýverið fram frumvarp til breytinga á löggjöf um tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna. Frumvarpið felur í sér einföldun regluverks í kringum tæknifrjóvganir ásamt auknu frelsi og trausti til handa tilvonandi foreldrum sem þurfa að nýta sér tæknifrjóvgun.

Innlent
Fréttamynd

Íris heldur bæjar­stjóra­stólnum

Eyjalist­inn og Fyr­ir Heima­ey undirrituðu samkomulag um meirihlutasamstarf í Vestmannaeyjum í morgun. Íris Róbertsdóttir verður áfram bæjarstjóri og Páll Magnússon verður forseti bæjarstjórnar.

Innlent
Fréttamynd

Góð stemning í BDSM-hópnum

Oddviti Framsóknar á Akureyri segir viðræður Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Miðflokks ganga vel þó að ekki sé von á að meirihluti verði myndaður á næstunni.

Innlent
Fréttamynd

At­kvæðum kastað á glæ?

Nú þegar niðurstöður kosninganna liggja fyrir og ljóst er að Miðflokkurinn fékk ekki það fylgi sem ég vonaðist eftir er ástæða til að líta yfir hið pólitíska svið. Þrátt fyrir niðurstöðuna er ég sáttur með frammistöðu minna félaga á lista Miðflokksins og ekki síður þau mikilvægu málefni sem við lögðum áherslu á.

Skoðun
Fréttamynd

Sjálf­stæðis­flokkur og Fram­sókn bættu við sig eftir endur­talningu

Endurtalningu atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum í Húnaþingi vestra er lokið. Ráðist var í endurtalningu þar sem aðeins munaði tveimur atkvæðum á því að N-listi Nýs afls í Húnaþingi vestra hefði náð inn þriðja manni í sveitarstjórn, á kostnað þriðja manns B-lista Framsóknarflokks og annarra framfarasinna.

Innlent
Fréttamynd

Þórdís Lóa segir línur fara að skýrast í Reykjavík

Oddviti Viðreisnar telur að hreyfing gæti komist á meirihlutaviðræður í Reykjavík á morgun og formlegar viðræður gætu hafist eftir helgi. Hún þakkar pent fyrir áskorun oddvita Flokks fólksins um að slíta bandalaginu við Samfylkingu og Pírata en segist vera í því bandalagi af fullri alvöru.

Innlent
Fréttamynd

Byggja þarf um 35 þúsund í­búðir á næstu tíu árum

Starfshópur stjórnvalda um húsnæðismál kynnti í dag skýrslu um úrbætur á húsnæðismarkaði til að auka framboð og stuðla að stöðugleika, bæði til skamms og langs tíma. Hjá starfshópnum er mikil samstaða um mikilvægi þess að tryggja aukið framboð íbúða til að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði.

Innlent
Fréttamynd

Heyr mína bæn, kæra sveitar­stjórn

Náttúran og auðlindir Jarðar eru undirstaða heilbrigðs samfélags. Við byggjum við alla okkar tilveru á að gæta að jafnvægi þar á milli. Ef við tökum meira en náttúran gefur endar það með ósköpum. Hnignun hennar er ávísun á hnignun okkar. Stærsta ógnin sem stafar að mannkyni er hamfarahlýnun, eyðing náttúrunnar, búsvæða plantna og dýra og tap á líffræðilegri fjölbreytni.

Skoðun
Fréttamynd

Með heimavinnu í meirihlutaviðræðum á Akureyri

Forsvarsmenn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Miðflokksins og Samfylkingarinnar á Akureyri vinna nú heimavinnu fyrir næsta fund þeirra, eftir að þeir ákváðu í gær að hefja formlegar viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar.

Innlent
Fréttamynd

Endur­­talning skilaði sömu niður­­­stöðu í Garða­bæ

Nákvæmlega sama niðurstaða fékkst þegar atkvæði úr sveitarstjórnarkosningum í Garðabæ voru endurtalin í gær. Garðarbæjarlistinn fór fram á endurtalninguna en litlu munaði í upphaflegri talningu að listinn næði inn þriðja manni í sveitarstjórn á kostnað sjöunda manns Sjálfstæðismanna.

Innlent
Fréttamynd

Dólgur í mynd sem fæstir tóku eftir

Vakin var athygli á því í Íslandi í dag í gær að ekki væri ánægjulegt fyrir alla að fylgjast með ölvuðum frambjóðendum eða flokksmönnum ólíkra stjórnmálaflokka á kosningavökum í kringum kosningar.

Lífið
Fréttamynd

Óvæntrar samsetningar gæti verið að vænta

Oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík segir að dregið geti til óvæntra tíðinda í stjórnarmyndunarviðræðum í Reykjavík á næstu dögum. Fleiri en ein stjórn komi til greina fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins hefur nú rætt við alla oddvita hinna flokkanna.

Innlent
Fréttamynd

Oftast strikað yfir nafn Hildar

Af þeim ellefu flokkum sem voru í framboði í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjavík á laugardag var oftast strikað yfir nöfn frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins eða þeir færðir neðar á lista en nemur röðunartölu. Alls var strikað yfir nöfn frambjóðenda á lista Sjálfstæðisflokksins eða þeir færðir niður 1.004 sinnum. Þar á eftir kom Samfylkingin, með 422 útstrikanir eða færslur.

Innlent
Fréttamynd

Annar meirihluti ef Framsókn gengur inn í samstarfið

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, segir að ef Framsóknarflokkurinn fer í samstarf við þrjá fráfarandi meirihlutaflokkana í borginni þá verði það annar meirihluti en sá sem er að líða undir lok. Ekki sé ólíklegt að Viðreisn og Framsókn vinni saman á nýju kjörtímabili.

Innlent