Freistar þess að koma breytingum á lögreglulögum í gegn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. október 2023 11:32 Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur í samráðsgátt birt frumvarp að breytingum á lögreglulögum sem meðal annars veita lögreglu auknar heimildir til eftirlits nái þær fram að ganga. Vísir/Vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir, sem tók við sem dómsmálaráðherra af Jóni Gunnarssyni í sumarbyrjun, hefur birt drög að frumvarpi um breytingar á lögreglulögum í samráðsgátt til umsagnar en Jóni tókst ekki að koma þeim breytingum sem hann vildi gera á lögunum í gegn á síðasta þingi. Með breytingunum á lögreglan að fá auknar heimildir til að afla upplýsinga og viðhafa eftirlit. Í viðtali við Stöð 2 síðastliðið sumar sagði Jón að ósamstaða hefði fellt frumvarpið og útskýrði að ráðherra í ríkisstjórninni hefði haft fyrirvara um þetta tiltekna mál. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði við sama tækifæri að henni hefði fundist að í frumvarpinu væri ekki „nægjanlega vel búið um“ eftirlit með þeim auknu valdheimildum sem frumvarpið boðaði. Vinstri græn telji að breytt hlutverk lögreglu kalli á aukið eftirlit með henni. Nú ætlar Guðrún að gera tilraun til að koma breytingum á lögreglulögum alla leið í gegn. Í Samráðsgátt segir að frumvarpið sé nú lagt fram á ný en þó með breytingum. Þær helstu lúta að stofnun embættis gæðastjóra lögreglu, breytingum á skipan nefndar um eftirlit með lögreglu og lögfestingu stýrihóps um aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi, auk þess sem kveðið er skýrar á um það hvaða skilyrði þurfi að vera uppfyllt þegar ákvörðun um að viðhafa eftirlit er tekin og um lögbundna árlega skýrslugjöf um eftirlit með lögreglu til allsherjar- og menntamálanefndar. Rökstyðja þörf fyrir auknum heimildum með breyttu afbrotamynstri Sérsveitin að störfumVísir/Vilhelm Markmiðið að frumvarpinu er að gefa lögreglunni lagastoð fyrir forvirkum rannsóknarheimildum sem í frumvarpinu eru kallaðar afbrotavarnir. Vísað er til skipulagðrar brotastarfsemi, hryðjuverka og annarra brota gegn öryggi ríkisins í rökstuðningi með breytingunum. „Á síðustu árum hafa komið fram skýrar vísbendingar um að umfang og eðli skipulagðrar brotastarfsemi hafi tekið verulegum breytingum hér á landi til hins verra. Hópar innlendra jafnt sem erlendra aðila hafa það að atvinnu að fremja fjölda afbrota með skipulegum hætti, þar á meðal alvarleg ofbeldisbrot, þjófnað, fjársvik, fíkniefnabrot og peningaþvætti.“ Um alvarlegri brot á borð við hryðjuverk segir þá: „enda ógna þau ekki aðeins sjálfstæði ríkisins og innviðum þess heldur einnig almennum borgurum og öllum sviðum þjóðfélagsins. Baráttan gegn brotum þessum er annars eðlis en almenn löggæsla í ljósi mikilvægis og nauðsynjar þess að lögregla geti brugðist við áður en slík brot eru framin. Vegna þessa hafa yfirvöldum, víðast hvar í hinum vestræna heimi, verið falin sérstök úrræði til að afstýra hryðjuverkum og öðrum brotum gegn öryggi viðkomandi ríkja.“ Í frumvarpinu er fjallað um greiningarstarf lögreglu og grundvöllur lagður fyrir innleiðingu á „upplýsingamiðaðri löggæslu“ sem heitir á ensku „intelligence led policing“ og er vísað til í frumvarpinu. Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Jón hefur verið að fylgja stefnu flokksins og ég mun fylgja stefnu flokksins“ Guðrún Hafsteinsdóttir, nýsleginn dómsmálaráðherra, segir fyrirrennara sinn Jón Gunnarsson hafa verið gríðarlega öflugan í starfi. Hann hafi ýtt mikilvægum málum úr vör og hún muni sigla þeim örugglega í höfn og nefnir sérstaklega útlendingamálin, sem séu þau mikilvægustu í íslensku samfélagi. 19. júní 2023 11:18 Fráfarandi dómsmálaráðherra segir ósamstöðu hafa fellt frumvarp til lögreglulaga Fastlega er reiknað með að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra láti af ráðherraembætti á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á mánudag og Guðrún Hafsteinsdóttir taki sæti í ríkisstjórn. Jón segist kveðja dómsmálaráðuneytið með söknuði verði þetta niðurstaðan en hann hafi náð mörgum góðum málum í gegn á Alþingi. 13. júní 2023 21:00 Aukin heimild til eftirlits nái frumvarpið fram að ganga Nýtt frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum felur í sér að lögregla fái heimild til að viðhafa sérstakt eftirlit með einstaklingum sem hafa tengsl við skipulagða brotastarfsemi, án þess þó að þeir séu grunaðir um afbrot. Frumvarpið felur einnig í sér að eftirlit með störfum lögreglu verður eflt frá núverandi mynd. 2. desember 2022 14:44 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Í viðtali við Stöð 2 síðastliðið sumar sagði Jón að ósamstaða hefði fellt frumvarpið og útskýrði að ráðherra í ríkisstjórninni hefði haft fyrirvara um þetta tiltekna mál. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði við sama tækifæri að henni hefði fundist að í frumvarpinu væri ekki „nægjanlega vel búið um“ eftirlit með þeim auknu valdheimildum sem frumvarpið boðaði. Vinstri græn telji að breytt hlutverk lögreglu kalli á aukið eftirlit með henni. Nú ætlar Guðrún að gera tilraun til að koma breytingum á lögreglulögum alla leið í gegn. Í Samráðsgátt segir að frumvarpið sé nú lagt fram á ný en þó með breytingum. Þær helstu lúta að stofnun embættis gæðastjóra lögreglu, breytingum á skipan nefndar um eftirlit með lögreglu og lögfestingu stýrihóps um aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi, auk þess sem kveðið er skýrar á um það hvaða skilyrði þurfi að vera uppfyllt þegar ákvörðun um að viðhafa eftirlit er tekin og um lögbundna árlega skýrslugjöf um eftirlit með lögreglu til allsherjar- og menntamálanefndar. Rökstyðja þörf fyrir auknum heimildum með breyttu afbrotamynstri Sérsveitin að störfumVísir/Vilhelm Markmiðið að frumvarpinu er að gefa lögreglunni lagastoð fyrir forvirkum rannsóknarheimildum sem í frumvarpinu eru kallaðar afbrotavarnir. Vísað er til skipulagðrar brotastarfsemi, hryðjuverka og annarra brota gegn öryggi ríkisins í rökstuðningi með breytingunum. „Á síðustu árum hafa komið fram skýrar vísbendingar um að umfang og eðli skipulagðrar brotastarfsemi hafi tekið verulegum breytingum hér á landi til hins verra. Hópar innlendra jafnt sem erlendra aðila hafa það að atvinnu að fremja fjölda afbrota með skipulegum hætti, þar á meðal alvarleg ofbeldisbrot, þjófnað, fjársvik, fíkniefnabrot og peningaþvætti.“ Um alvarlegri brot á borð við hryðjuverk segir þá: „enda ógna þau ekki aðeins sjálfstæði ríkisins og innviðum þess heldur einnig almennum borgurum og öllum sviðum þjóðfélagsins. Baráttan gegn brotum þessum er annars eðlis en almenn löggæsla í ljósi mikilvægis og nauðsynjar þess að lögregla geti brugðist við áður en slík brot eru framin. Vegna þessa hafa yfirvöldum, víðast hvar í hinum vestræna heimi, verið falin sérstök úrræði til að afstýra hryðjuverkum og öðrum brotum gegn öryggi viðkomandi ríkja.“ Í frumvarpinu er fjallað um greiningarstarf lögreglu og grundvöllur lagður fyrir innleiðingu á „upplýsingamiðaðri löggæslu“ sem heitir á ensku „intelligence led policing“ og er vísað til í frumvarpinu.
Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Jón hefur verið að fylgja stefnu flokksins og ég mun fylgja stefnu flokksins“ Guðrún Hafsteinsdóttir, nýsleginn dómsmálaráðherra, segir fyrirrennara sinn Jón Gunnarsson hafa verið gríðarlega öflugan í starfi. Hann hafi ýtt mikilvægum málum úr vör og hún muni sigla þeim örugglega í höfn og nefnir sérstaklega útlendingamálin, sem séu þau mikilvægustu í íslensku samfélagi. 19. júní 2023 11:18 Fráfarandi dómsmálaráðherra segir ósamstöðu hafa fellt frumvarp til lögreglulaga Fastlega er reiknað með að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra láti af ráðherraembætti á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á mánudag og Guðrún Hafsteinsdóttir taki sæti í ríkisstjórn. Jón segist kveðja dómsmálaráðuneytið með söknuði verði þetta niðurstaðan en hann hafi náð mörgum góðum málum í gegn á Alþingi. 13. júní 2023 21:00 Aukin heimild til eftirlits nái frumvarpið fram að ganga Nýtt frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum felur í sér að lögregla fái heimild til að viðhafa sérstakt eftirlit með einstaklingum sem hafa tengsl við skipulagða brotastarfsemi, án þess þó að þeir séu grunaðir um afbrot. Frumvarpið felur einnig í sér að eftirlit með störfum lögreglu verður eflt frá núverandi mynd. 2. desember 2022 14:44 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
„Jón hefur verið að fylgja stefnu flokksins og ég mun fylgja stefnu flokksins“ Guðrún Hafsteinsdóttir, nýsleginn dómsmálaráðherra, segir fyrirrennara sinn Jón Gunnarsson hafa verið gríðarlega öflugan í starfi. Hann hafi ýtt mikilvægum málum úr vör og hún muni sigla þeim örugglega í höfn og nefnir sérstaklega útlendingamálin, sem séu þau mikilvægustu í íslensku samfélagi. 19. júní 2023 11:18
Fráfarandi dómsmálaráðherra segir ósamstöðu hafa fellt frumvarp til lögreglulaga Fastlega er reiknað með að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra láti af ráðherraembætti á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á mánudag og Guðrún Hafsteinsdóttir taki sæti í ríkisstjórn. Jón segist kveðja dómsmálaráðuneytið með söknuði verði þetta niðurstaðan en hann hafi náð mörgum góðum málum í gegn á Alþingi. 13. júní 2023 21:00
Aukin heimild til eftirlits nái frumvarpið fram að ganga Nýtt frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum felur í sér að lögregla fái heimild til að viðhafa sérstakt eftirlit með einstaklingum sem hafa tengsl við skipulagða brotastarfsemi, án þess þó að þeir séu grunaðir um afbrot. Frumvarpið felur einnig í sér að eftirlit með störfum lögreglu verður eflt frá núverandi mynd. 2. desember 2022 14:44
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?