Utanríkisráðuneytið birtir tímalínuna Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 30. október 2023 19:52 Bjarni Benediktsson er utanríkisráðherra. Vísir/Einar Utanríkisráðuneytið hefur birt nákvæma tímalínu yfir samskipti ráðuneyta og aðdraganda atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, þar sem greidd voru atkvæði um tillögu Jórdaníu um vopnahlé á Gasa. Forsætisráðuneytið fékk upplýsingar einum og hálfum klukkutíma eftir að afstaða utanríkisráðherra lá fyrir. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að miðvikudaginn 25. október hafi frumdrögum að ályktun Jórdaníu, sem er tillagan sem Ísland ákvað að greiða ekki atkvæði með, verið dreift til aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna. Hana hafi utanríkisráðuneytið fengið um hádegi - eða klukkan fimm að íslenskum tíma. Afstaða „líkt þenkjandi ríkja“ hafi ekki legið fyrir en gert hafi verið ráð fyrir því að textinn tæki mögulega breytingum og að breytingartillögur yrðu lagðar fram. Ákvörðun utanríkisráðherra lá fyrir rúmlega fimm Breytingartillaga var lögð fram og það gerðu Kanadamenn. Í stuttu máli fól breytingartillagan í sér að meiri þungi var lagður í að fordæma árásir Hamas-liða. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, sem stýra utanríkisráðuneytinu, segja að Ísland hefði greitt atkvæði með tillögunni, ef breytingartillagan hefði verið samþykkt. Það hefðu Bandaríkjamenn einnig gert, en þeir greiddu að lokum atkvæði á móti upphaflegu tillögu Jórdaníu, sem 120 ríki samþykktu. 45 sátu hjá og 14 greiddu atkvæði á móti. „Að morgni fimmtudagsins 26. október hófst neyðarumræða allsherjarþingsins. Síðdegis bárust uppfærð drög að ályktun Jórdaníu. Hún var send til utanríkisráðuneytisins kl. 20 að íslenskum tíma. Síðar um kvöldið barst fastanefnd breytingartillaga Kanada. Í upphafi dags föstudaginn 27. október að staðartíma, eða um miðjan dag á íslenskum tíma, lá fyrir að ekki yrðu frekari breytingar á tillögu Jórdaníu og voru breytingartillaga Kanada og tillaga Jórdaníu sendar utanríkisráðuneytinu kl. 13:20 að íslenskum tíma,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Í kjölfarið hafi efni verið tekið saman til handa utanríkisráðherra, þar með talið afstaða annarra ríkja, og honum send gögn klukkan 15:44. Ákvörðun ráðherra lá fyrir klukkan 17:12 og var þá unnið að lokadrögum atkvæðaskýringar. Sjá einnig: Bjarni segir ráðuneyti Katrínar hafa átt að vita allt um málið Forsætisráðuneytið fékk upplýsingar einum og hálfum tíma síðar „Forsætisráðuneytið var upplýst óformlega um afstöðu Íslands kl. 18:17 og voru upplýsingar um afstöðu utanríkisráðherra, gögn, atkvæðaskýringar og texti ályktunarinnar, send ráðuneytinu kl. 18:41. Fundurinn í allsherjarþinginu hófst klukkan 19 að íslenskum tíma, en atkvæðagreiðslan um sjálfa ályktunina fór fram kl. 19:49. Lokadrög að ályktun Jórdaníu og tillaga Kanada lágu ekki fyrir í endanlegri mynd þegar ríkisstjórnarfundur fór fram þann dag. Það er ekki venja fyrir samráði ráðuneytanna um einstakar ályktanir allsherjarþingsins.“ Utanríkisráðuneytið segir mestu máli skipta að samstaða sé um afstöðuna eins og hún er sett fram í atkvæðaskýringu fastanefndar. Íslensk stjórnvöld „munu áfram beita sér fyrir tafarlausu mannúðarhléi, greiðum aðgangi fyrir mannúðaraðstoð og nauðþurftir, að komið verði á friði og byggt verði á tveggja ríkja lausninni.“ Breytingartillagan bætt „nauðsynlegu samhengi“ við ályktunina Í skýringum Íslands að atkvæðagreiðslu lokinni segir að fulltrúum landsins hafi þótt miður að „ekki hafi náðst samstaða“ um ályktun um að bregðast við alvarlegri stöðu mannúðarmála. „Ísland studdi breytingartillögu Kanada sem hefði bætt nauðsynlegu samhengi og jafnvægi við ályktunina. Ísland harmar að sú tillaga hafi ekki fengið brautargengi. Án þeirra nauðsynlegu þátta sem tillaga Kanada tók til ákvað Ísland að sitja hjá við ályktunina sem Jórdanía lagði fram, þrátt fyrir að styðja marga meginþætti hennar, einkum hvað mannúðarmál varðar.“ Ísland taki undir ákall um mannúðarhlé og að vernda verði almenna borgara. Ísland harmi gríðarlegar þjáningar saklausra borgara og þeirra sem týnt hafi lífi. „Við höfum áhyggjur af áhrifum brottflutnings fjölda almennra borgara á Gaza. Við verðum að koma í veg fyrir frekari stigmögnun, vegna Ísraelsmanna, Palestínumanna og þessa heimshluta. Þetta linnulausa ofbeldi kyndir undir hatur, gyðingahatur, íslamófóbíu og kynþáttafordóma um allan heim,“ segir í skýringum Íslands. Að lokum er talað fyrir tveggja ríkja lausninni þar sem Ísrael og Palestína geti búið hlið við hlið í friði og öryggi við gagnkvæma viðurkenningu. Hér er hægt að lesa skýringar Íslands að atkvæðagreiðslu lokinni í heild sinni. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Tengdar fréttir Farsakennd atburðarás um atkvæðagreiðslu Forsætisráðherra barst tölvupóstur um ákvörðun um hjásetu Íslands í atkvæðagreiðslu um vopnahlé á Gasa, nokkrum mínútum áður en hún fór fram hjá Sameinuðu þjóðunum. Hún segir að ekkert samráð hafi verið haft við sig. Utanríkisráðherra telur ferlið hefðbundið. Stjórnarandstaðan segir málið nærri fordæmalaust. 30. október 2023 19:01 Katrín fékk tölvupóst ellefu mínútum fyrir atkvæðagreiðsluna Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra barst tölvupóstur ellefu mínútum áður en atkvæðagreiðsla hófst hjá Sameinuðu þjóðunum um ástandið á Gaza-svæðinu. Hún segist ekki hafa séð póstinn fyrr en eftir að atkvæðagreiðsla hófst og ekki hafi verið óskað sérstaklega eftir afstöðu hennar til málsins. 30. október 2023 15:55 Gríðarleg reiði í garð Katrínar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á í vök að verjast eftir atkvæðagreiðslu á vettvangi Allherjarþings Sameinuðu þjóðanna á föstudaginn. 30. október 2023 10:46 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að miðvikudaginn 25. október hafi frumdrögum að ályktun Jórdaníu, sem er tillagan sem Ísland ákvað að greiða ekki atkvæði með, verið dreift til aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna. Hana hafi utanríkisráðuneytið fengið um hádegi - eða klukkan fimm að íslenskum tíma. Afstaða „líkt þenkjandi ríkja“ hafi ekki legið fyrir en gert hafi verið ráð fyrir því að textinn tæki mögulega breytingum og að breytingartillögur yrðu lagðar fram. Ákvörðun utanríkisráðherra lá fyrir rúmlega fimm Breytingartillaga var lögð fram og það gerðu Kanadamenn. Í stuttu máli fól breytingartillagan í sér að meiri þungi var lagður í að fordæma árásir Hamas-liða. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, sem stýra utanríkisráðuneytinu, segja að Ísland hefði greitt atkvæði með tillögunni, ef breytingartillagan hefði verið samþykkt. Það hefðu Bandaríkjamenn einnig gert, en þeir greiddu að lokum atkvæði á móti upphaflegu tillögu Jórdaníu, sem 120 ríki samþykktu. 45 sátu hjá og 14 greiddu atkvæði á móti. „Að morgni fimmtudagsins 26. október hófst neyðarumræða allsherjarþingsins. Síðdegis bárust uppfærð drög að ályktun Jórdaníu. Hún var send til utanríkisráðuneytisins kl. 20 að íslenskum tíma. Síðar um kvöldið barst fastanefnd breytingartillaga Kanada. Í upphafi dags föstudaginn 27. október að staðartíma, eða um miðjan dag á íslenskum tíma, lá fyrir að ekki yrðu frekari breytingar á tillögu Jórdaníu og voru breytingartillaga Kanada og tillaga Jórdaníu sendar utanríkisráðuneytinu kl. 13:20 að íslenskum tíma,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Í kjölfarið hafi efni verið tekið saman til handa utanríkisráðherra, þar með talið afstaða annarra ríkja, og honum send gögn klukkan 15:44. Ákvörðun ráðherra lá fyrir klukkan 17:12 og var þá unnið að lokadrögum atkvæðaskýringar. Sjá einnig: Bjarni segir ráðuneyti Katrínar hafa átt að vita allt um málið Forsætisráðuneytið fékk upplýsingar einum og hálfum tíma síðar „Forsætisráðuneytið var upplýst óformlega um afstöðu Íslands kl. 18:17 og voru upplýsingar um afstöðu utanríkisráðherra, gögn, atkvæðaskýringar og texti ályktunarinnar, send ráðuneytinu kl. 18:41. Fundurinn í allsherjarþinginu hófst klukkan 19 að íslenskum tíma, en atkvæðagreiðslan um sjálfa ályktunina fór fram kl. 19:49. Lokadrög að ályktun Jórdaníu og tillaga Kanada lágu ekki fyrir í endanlegri mynd þegar ríkisstjórnarfundur fór fram þann dag. Það er ekki venja fyrir samráði ráðuneytanna um einstakar ályktanir allsherjarþingsins.“ Utanríkisráðuneytið segir mestu máli skipta að samstaða sé um afstöðuna eins og hún er sett fram í atkvæðaskýringu fastanefndar. Íslensk stjórnvöld „munu áfram beita sér fyrir tafarlausu mannúðarhléi, greiðum aðgangi fyrir mannúðaraðstoð og nauðþurftir, að komið verði á friði og byggt verði á tveggja ríkja lausninni.“ Breytingartillagan bætt „nauðsynlegu samhengi“ við ályktunina Í skýringum Íslands að atkvæðagreiðslu lokinni segir að fulltrúum landsins hafi þótt miður að „ekki hafi náðst samstaða“ um ályktun um að bregðast við alvarlegri stöðu mannúðarmála. „Ísland studdi breytingartillögu Kanada sem hefði bætt nauðsynlegu samhengi og jafnvægi við ályktunina. Ísland harmar að sú tillaga hafi ekki fengið brautargengi. Án þeirra nauðsynlegu þátta sem tillaga Kanada tók til ákvað Ísland að sitja hjá við ályktunina sem Jórdanía lagði fram, þrátt fyrir að styðja marga meginþætti hennar, einkum hvað mannúðarmál varðar.“ Ísland taki undir ákall um mannúðarhlé og að vernda verði almenna borgara. Ísland harmi gríðarlegar þjáningar saklausra borgara og þeirra sem týnt hafi lífi. „Við höfum áhyggjur af áhrifum brottflutnings fjölda almennra borgara á Gaza. Við verðum að koma í veg fyrir frekari stigmögnun, vegna Ísraelsmanna, Palestínumanna og þessa heimshluta. Þetta linnulausa ofbeldi kyndir undir hatur, gyðingahatur, íslamófóbíu og kynþáttafordóma um allan heim,“ segir í skýringum Íslands. Að lokum er talað fyrir tveggja ríkja lausninni þar sem Ísrael og Palestína geti búið hlið við hlið í friði og öryggi við gagnkvæma viðurkenningu. Hér er hægt að lesa skýringar Íslands að atkvæðagreiðslu lokinni í heild sinni.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Tengdar fréttir Farsakennd atburðarás um atkvæðagreiðslu Forsætisráðherra barst tölvupóstur um ákvörðun um hjásetu Íslands í atkvæðagreiðslu um vopnahlé á Gasa, nokkrum mínútum áður en hún fór fram hjá Sameinuðu þjóðunum. Hún segir að ekkert samráð hafi verið haft við sig. Utanríkisráðherra telur ferlið hefðbundið. Stjórnarandstaðan segir málið nærri fordæmalaust. 30. október 2023 19:01 Katrín fékk tölvupóst ellefu mínútum fyrir atkvæðagreiðsluna Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra barst tölvupóstur ellefu mínútum áður en atkvæðagreiðsla hófst hjá Sameinuðu þjóðunum um ástandið á Gaza-svæðinu. Hún segist ekki hafa séð póstinn fyrr en eftir að atkvæðagreiðsla hófst og ekki hafi verið óskað sérstaklega eftir afstöðu hennar til málsins. 30. október 2023 15:55 Gríðarleg reiði í garð Katrínar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á í vök að verjast eftir atkvæðagreiðslu á vettvangi Allherjarþings Sameinuðu þjóðanna á föstudaginn. 30. október 2023 10:46 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Farsakennd atburðarás um atkvæðagreiðslu Forsætisráðherra barst tölvupóstur um ákvörðun um hjásetu Íslands í atkvæðagreiðslu um vopnahlé á Gasa, nokkrum mínútum áður en hún fór fram hjá Sameinuðu þjóðunum. Hún segir að ekkert samráð hafi verið haft við sig. Utanríkisráðherra telur ferlið hefðbundið. Stjórnarandstaðan segir málið nærri fordæmalaust. 30. október 2023 19:01
Katrín fékk tölvupóst ellefu mínútum fyrir atkvæðagreiðsluna Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra barst tölvupóstur ellefu mínútum áður en atkvæðagreiðsla hófst hjá Sameinuðu þjóðunum um ástandið á Gaza-svæðinu. Hún segist ekki hafa séð póstinn fyrr en eftir að atkvæðagreiðsla hófst og ekki hafi verið óskað sérstaklega eftir afstöðu hennar til málsins. 30. október 2023 15:55
Gríðarleg reiði í garð Katrínar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á í vök að verjast eftir atkvæðagreiðslu á vettvangi Allherjarþings Sameinuðu þjóðanna á föstudaginn. 30. október 2023 10:46