Í sveita síns andlits Teitur Björn Einarsson skrifar 31. október 2023 08:30 Bændur og samtök þeirra hafa að undanförnu dregið upp skýra mynd af óviðunandi afkomu stéttarinnar og erfiðleikum sem að steðja. Ástæðurnar eru nokkrar en einna helst er vikið að háu vaxtastigi og verðhækkunum á aðföngum. Á dögunum stóðu ungir bændur fyrir fjölmennum samstöðufundi í Kópavogi þar sem þeir sendu ákall til stjórnvalda um að bregðast strax við, annars blasi við brottfall bænda úr stéttinni og fjöldagjaldþrot. Ríkisstjórnin hefur vegna stöðunnar sem nú er uppi komið á fót starfshópi ráðuneytisstjóra þriggja ráðuneyta; matvælaráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins og innviðaráðuneytisins. Starfshópnum er ætlað á nokkrum vikum að draga saman gögn um stöðuna og leggja fram tillögur til úrbóta. Það er góðra gjalda vert en miklu skiptir að vandinn sé rétt greindur og úrbætur miði að því að taka á undirliggjandi veikleikum í rekstrarumhverfi greinarinnar í stað stöku plástra á framkomin sár. Horfast verður í augu við rót vandans en ekki einungis afleiðingarnar. Nokkur lykilatriði Rétt er að reifa nokkur atriði um stuðning ríkisins til landbúnaðarins og starfsumhverfi greinarinnar, sem markast af búvörusamningum hverju sinni og löggjöf, í ljósi þeirra stöðu sem upp er komin. Það er staðreynd að stuðningur ríkisins í formi beinna ríkisstyrkja til landbúnaðarins og óbeins markaðsverðsstuðnings hefur dregist saman sem hlutfall af landsframleiðslu og að raungildi. Á 35 árum, milli áranna 1986 og 2021, lækkaði stuðningur ríkisins sem hlutfall af landsframleiðslu úr tæpum 5% í 1%. Þróunin hefur verið svipuð í Evrópu og Noregi en ekki eins skörp og hér á landi. Þá má draga fram að heildarstuðningur ríkisins við framleiðendur í landbúnaði (beinn og óbeinn stuðningur) hefur minnkað um 25 milljarða að raungildi á sama tímabili þar sem stuðningurinn nam um 55 milljörðum árið 1986, miðað við verðlag 2020, en tæpum 30 milljörðum árið 2020. Að þessu hefur landbúnaðurinn þurft að laga sig að. Sauðfjárbændum hefur þannig fækkað um 20% og mjólkurframleiðendum um 25% á síðustu 10 árum. Búum hefur fækkað en á móti hafa þau líka stækkað, sérstaklega meðal kúabænda, með tilheyrandi fjárfestingum í tækja- og húsakosti. Tækniframfarir og framþróun fóðurgjafar og aðbúnaðar hafa leitt til bæði hærri nytjar og færri kúa og framleiðslueininga. Bændur hafa því sannarlega hagrætt og nútímavæðst samhliða auknum kröfum um dýravelferð, aðbúnað og matvælaöryggi. Í viðbrögðum við núverandi stöðu þarf því að leita annarra leiða en ganga á hlut bænda. Versnandi kjör bænda eru tilkomin af ástæðu og við því er hægt að bregðast. Á sama tíma er mikilvægt að skapa greininni betra starfsumhverfi til lengri tíma. Einstök eyja á mörkum hins byggilega heims Þegar stuðningskerfi landbúnaðar á Íslandi er borið saman við önnur lönd má sjá að önnur lönd gera margt öðruvísi en hér á landi þegar horft er til ríkisframlaga og tollverndar. Það er sjálfsagt að ræða en um landfræðilega staðsetningu landsins og náttúrulegar aðstæður verður varla mikið rökrætt. Landið er strjálbýlt og harðbýlt, ræktunartímabil stutt og ræktarland lítið. Sérstaða landsins er því talsverð borin saman við lönd Evrópusambandsins. Helst er marktækt að bera aðstæður landsins saman við aðstæður í Noregi. Sjálfsagt er þá spurt hvort ástæða er til þess að styðja við landbúnað hér á landi fyrst önnur lönd eru mun betur til þess fallin að framleiða matvæli á ódýrari hátt. Því er til að svara að heimsmarkaður með landbúnaðarvörur er afar lítill. Samkvæmt OECD er talið að minna en 10% matvæla frá landbúnaði rati á heimsmarkað. Yfir 90% framleiðslu landbúnaðarafurða er þannig nýtt og hennar neytt í framleiðslulandinu. Þetta er það sem átt er við með mikilvægi þess að tryggja fæðuöryggi landsins. Heimsmarkaður með landbúnaðarafurðir er bæði þunnur og sveiflukenndur og því tryggja flestar þjóðir heims eigin framleiðslu á matvælum með einum eða öðrum hætti. Heimsfaraldur og stríðsátök draga enn frekar fram hversu viðkvæmur heimsmarkaðurinn er. Þessu er mikilvægt að halda til haga. Ólíkt rekstrarumhverfi Nokkur breið pólitísk samstaða er um að tryggja skuli fæðuöryggi og styðja við íslenska landbúnað. Skiptar skoðanir eru um leiðir og útfærslur. Eitt sérkennilegt álitamál hefur skotið upp kollinum. Það er hvort íslenskur landbúnaður eigi að búa við sambærilega samkeppnislöggjöf og gildir á Norðurlöndunum og innan ESB eða ekki. Sé horft til Noregs til samanburðar er ljóst að þar á bæ er litið á undanþágu frá evrópskum samkeppnisreglum sem meginreglu til stuðnings innlendri matvælaframleiðslu. Því er ekki til að dreifa á Íslandi fyrir utan heimild mjólkuriðnaðarins til samstarfs og samvinnu. Tollalöggjöf Norðmanna er að sama skapi öðruvísi upp byggð en hér á landi, með áherslu á stöðu norsks landbúnaðar hverju sinni. Við þurfum að gera betur Allt ber þetta að sama brunni. Það er ekki í boði að þrengja enn frekar að landbúnaði á Íslandi. Við þurfum að tryggja landbúnaðinum betri rekstrarskilyrði og veita greininni heimild til að keppa við innflutning á matvælum á jafnari grunni. Virða þarf frelsi og sjálfsákvörðunarrétt íslenskra bænda og hvetja til aukinnar verðmætasköpunar og fjölbreytni. Leiðir til þess eru margar, svo sem umbætur á fyrirkomulagi beingreiðslna, auknar heimildir til hagræðingar, stafræn þróun eftirlits, breytingar á skatt- og tollakerfinu og svo mætti áfram telja. Ef ekki næst samstaða um slíka meginþætti þá er tómt tal að vísa til matvæla- og landbúnaðarstefnu stjórnvalda, markmiða búvörulaga um samanburðarhæf kjör bænda eða mikilvægi fæðuöryggis fyrir þjóðina. Þá er það ákvörðun um að kasta landbúnaði á Íslandi fyrir róða. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Björn Einarsson Sjálfstæðisflokkurinn Landbúnaður Alþingi Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Bændur og samtök þeirra hafa að undanförnu dregið upp skýra mynd af óviðunandi afkomu stéttarinnar og erfiðleikum sem að steðja. Ástæðurnar eru nokkrar en einna helst er vikið að háu vaxtastigi og verðhækkunum á aðföngum. Á dögunum stóðu ungir bændur fyrir fjölmennum samstöðufundi í Kópavogi þar sem þeir sendu ákall til stjórnvalda um að bregðast strax við, annars blasi við brottfall bænda úr stéttinni og fjöldagjaldþrot. Ríkisstjórnin hefur vegna stöðunnar sem nú er uppi komið á fót starfshópi ráðuneytisstjóra þriggja ráðuneyta; matvælaráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins og innviðaráðuneytisins. Starfshópnum er ætlað á nokkrum vikum að draga saman gögn um stöðuna og leggja fram tillögur til úrbóta. Það er góðra gjalda vert en miklu skiptir að vandinn sé rétt greindur og úrbætur miði að því að taka á undirliggjandi veikleikum í rekstrarumhverfi greinarinnar í stað stöku plástra á framkomin sár. Horfast verður í augu við rót vandans en ekki einungis afleiðingarnar. Nokkur lykilatriði Rétt er að reifa nokkur atriði um stuðning ríkisins til landbúnaðarins og starfsumhverfi greinarinnar, sem markast af búvörusamningum hverju sinni og löggjöf, í ljósi þeirra stöðu sem upp er komin. Það er staðreynd að stuðningur ríkisins í formi beinna ríkisstyrkja til landbúnaðarins og óbeins markaðsverðsstuðnings hefur dregist saman sem hlutfall af landsframleiðslu og að raungildi. Á 35 árum, milli áranna 1986 og 2021, lækkaði stuðningur ríkisins sem hlutfall af landsframleiðslu úr tæpum 5% í 1%. Þróunin hefur verið svipuð í Evrópu og Noregi en ekki eins skörp og hér á landi. Þá má draga fram að heildarstuðningur ríkisins við framleiðendur í landbúnaði (beinn og óbeinn stuðningur) hefur minnkað um 25 milljarða að raungildi á sama tímabili þar sem stuðningurinn nam um 55 milljörðum árið 1986, miðað við verðlag 2020, en tæpum 30 milljörðum árið 2020. Að þessu hefur landbúnaðurinn þurft að laga sig að. Sauðfjárbændum hefur þannig fækkað um 20% og mjólkurframleiðendum um 25% á síðustu 10 árum. Búum hefur fækkað en á móti hafa þau líka stækkað, sérstaklega meðal kúabænda, með tilheyrandi fjárfestingum í tækja- og húsakosti. Tækniframfarir og framþróun fóðurgjafar og aðbúnaðar hafa leitt til bæði hærri nytjar og færri kúa og framleiðslueininga. Bændur hafa því sannarlega hagrætt og nútímavæðst samhliða auknum kröfum um dýravelferð, aðbúnað og matvælaöryggi. Í viðbrögðum við núverandi stöðu þarf því að leita annarra leiða en ganga á hlut bænda. Versnandi kjör bænda eru tilkomin af ástæðu og við því er hægt að bregðast. Á sama tíma er mikilvægt að skapa greininni betra starfsumhverfi til lengri tíma. Einstök eyja á mörkum hins byggilega heims Þegar stuðningskerfi landbúnaðar á Íslandi er borið saman við önnur lönd má sjá að önnur lönd gera margt öðruvísi en hér á landi þegar horft er til ríkisframlaga og tollverndar. Það er sjálfsagt að ræða en um landfræðilega staðsetningu landsins og náttúrulegar aðstæður verður varla mikið rökrætt. Landið er strjálbýlt og harðbýlt, ræktunartímabil stutt og ræktarland lítið. Sérstaða landsins er því talsverð borin saman við lönd Evrópusambandsins. Helst er marktækt að bera aðstæður landsins saman við aðstæður í Noregi. Sjálfsagt er þá spurt hvort ástæða er til þess að styðja við landbúnað hér á landi fyrst önnur lönd eru mun betur til þess fallin að framleiða matvæli á ódýrari hátt. Því er til að svara að heimsmarkaður með landbúnaðarvörur er afar lítill. Samkvæmt OECD er talið að minna en 10% matvæla frá landbúnaði rati á heimsmarkað. Yfir 90% framleiðslu landbúnaðarafurða er þannig nýtt og hennar neytt í framleiðslulandinu. Þetta er það sem átt er við með mikilvægi þess að tryggja fæðuöryggi landsins. Heimsmarkaður með landbúnaðarafurðir er bæði þunnur og sveiflukenndur og því tryggja flestar þjóðir heims eigin framleiðslu á matvælum með einum eða öðrum hætti. Heimsfaraldur og stríðsátök draga enn frekar fram hversu viðkvæmur heimsmarkaðurinn er. Þessu er mikilvægt að halda til haga. Ólíkt rekstrarumhverfi Nokkur breið pólitísk samstaða er um að tryggja skuli fæðuöryggi og styðja við íslenska landbúnað. Skiptar skoðanir eru um leiðir og útfærslur. Eitt sérkennilegt álitamál hefur skotið upp kollinum. Það er hvort íslenskur landbúnaður eigi að búa við sambærilega samkeppnislöggjöf og gildir á Norðurlöndunum og innan ESB eða ekki. Sé horft til Noregs til samanburðar er ljóst að þar á bæ er litið á undanþágu frá evrópskum samkeppnisreglum sem meginreglu til stuðnings innlendri matvælaframleiðslu. Því er ekki til að dreifa á Íslandi fyrir utan heimild mjólkuriðnaðarins til samstarfs og samvinnu. Tollalöggjöf Norðmanna er að sama skapi öðruvísi upp byggð en hér á landi, með áherslu á stöðu norsks landbúnaðar hverju sinni. Við þurfum að gera betur Allt ber þetta að sama brunni. Það er ekki í boði að þrengja enn frekar að landbúnaði á Íslandi. Við þurfum að tryggja landbúnaðinum betri rekstrarskilyrði og veita greininni heimild til að keppa við innflutning á matvælum á jafnari grunni. Virða þarf frelsi og sjálfsákvörðunarrétt íslenskra bænda og hvetja til aukinnar verðmætasköpunar og fjölbreytni. Leiðir til þess eru margar, svo sem umbætur á fyrirkomulagi beingreiðslna, auknar heimildir til hagræðingar, stafræn þróun eftirlits, breytingar á skatt- og tollakerfinu og svo mætti áfram telja. Ef ekki næst samstaða um slíka meginþætti þá er tómt tal að vísa til matvæla- og landbúnaðarstefnu stjórnvalda, markmiða búvörulaga um samanburðarhæf kjör bænda eða mikilvægi fæðuöryggis fyrir þjóðina. Þá er það ákvörðun um að kasta landbúnaði á Íslandi fyrir róða. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar