Ekki sjálfgefið að Ísland dæli peningum til átakasvæða Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur fryst greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðuþjóðanna og leitast nú við að skýra hvað honum gengur til með það. Innlent 29. janúar 2024 12:10
Vinnan göfgar manninn Við Íslendingar höfum lengi upplifa skort á vinnuafli á hjúkrunarheimilum, í leikskólum og í þjónustu fyrir fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Einnig hefur verið skortur á vinnuafli í mörgum greinum efnahagslífsins svo sem í ferðaþjónustunni, veitingageiranum og byggingariðnaðinum. Skoðun 29. janúar 2024 10:30
Kristrún kallar eftir opinskárri umræðu um aðstoð við Grindvíkinga Það sem skiptir máli þegar kemur að því hvernig stjórnvöld hyggjast mæta Grindvíkingum sem nú sjá fram á að þurfa að finna sér nýtt húsnæði til lengri tíma og jafnvel langframa, er ekki hvaðan fjármagnið kemur heldur áhrif aðgerðanna á efnahagslífið. Innlent 29. janúar 2024 09:04
Saklausir borgarar líði fyrir ákvörðun Íslands Fyrrverandi starfsmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna segir ákvörðun Íslands um að frysta fjármagn til stofnunarinna ómannúðlega og hún muni bitna á saklausum borgurum. Innlent 28. janúar 2024 20:06
Hvað gerir Bjarni við bókun 35? Viðbúið er að ófáir sjálfstæðismenn velti því fyrir sér eftir að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók við utanríkisráðuneytinu hvað verði á hans vakt um frumvarp forvera hans sem kennt hefur verið við bókun 35 við EES-samninginn og ætlað er að festa það í lög að regluverk frá Evrópusambandinu, sem innleitt er hér á landi í gegnum samninginn, gangi framar almennri lagasetningu sem smíðuð er innanlands. Skoðun 28. janúar 2024 16:31
Sammála um að umræðan hafi harðnað Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, eru sammála um að umræðan um innflytjendamál hafi harðnað undanfarið. Þær ræddu um málaflokkinn í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Innlent 28. janúar 2024 16:00
Nefndin verði upplýst um grundvöll ákvörðunarinnar Formaður Viðreisnar segir mikilvægt að utanríkismálanefnd verði upplýst um á hvaða grundvelli ákvörðun var tekin um að fresta greiðslum Íslands til Palestínuaðstoðar Sameinuðu Þjóðanna. Yfirmaður stofnunarinnar hefur kallað eftir því að slíkar ákvarðanir verði dregnar til baka. Innlent 28. janúar 2024 13:43
Deilt um hvort Eurovision sé utanríkismál: „Reiðin verði meiri ef Lilja og Bjarni skipa ríkisútvarpinu fyrir“ Ummæli Lilju Alfreðsdóttur, menningar og viðskiptamálaráðherra, um að ákvörðun um þátttöku Íslands í Eurovision sé í raun utanríkismál hafa vakið athygli. Stjórnarmaður í RÚV og stjórnarandstöðuþingmaður gagnrýna þau og telja sérstakt ef ákvörðunin sé tekin frá Útvarpsstjóra og færð til utanríkisráðherra. Innlent 28. janúar 2024 11:56
Nei Lilja, Bjarni á ekki að stýra RÚV! Lilja Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra, er á afar miklum villigötum þegar hún fullyrðir að utanríkisráðherra þurfi að vera með í ráðum ef RÚV ákveður að taka ekki þátt í Júróvisjón. Ráðherrar eiga að láta fjölmiðlum eftir að taka ákvarðanir um dagskrá og fréttir, líka þær vandasömu. Skoðun 27. janúar 2024 21:40
Segir stjórnvöld rög við að taka sjálfstæðar ákvarðanir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata sem er einnig menntuð í alþjóða- og Evrópulögum segir íslensk stjórnvöld ekki hafa verið að standa sig varðandi átökin í Palestínu. Innlent 27. janúar 2024 21:27
Samfélagið hafi ekki efni á að halda menntuðu fólki í láglaunastörfum Ótækt er að íslenskt samfélag haldi innflytjendum með mikla menntun í láglaunastörfum út af of þungri stjórnsýslu. Þetta segir háskólaráðherra sem hefur kynnt fyrsta skrefið í átt að einfaldara leyfisveitingakerfi. Innlent 27. janúar 2024 21:00
Vindum ofan af skaðlegri reglugerð ráðherra um skammtímaleigu Skammtímaleiga á íbúðum til ferðamanna hefur sett æ meiri þrýsting á íbúðamarkaðinn á undanförnum misserum. Eitt af því sem hefur ýtt undir þróunina er reglugerð sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir setti árið 2018 þegar hún gegndi embætti ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Skoðun 27. janúar 2024 17:01
Ríkið niðurgreiðir starfsemi bandarísks stórfyrirtækis Menningar- og viðskiptaráðherra ritar grein í Morgunblaðið 27. janúar þar sem hún fjallar um aðkomu ríkissjóðs að fjármögnun sjónvarpsþáttanna True Detective sem framleiddir eru af amerísku sjónvarpsstöðinni HBO max. Ef skilja má ráðherrann rétt þá var heildarkostnaður við gerð þessara sjónvarpsþátta 11.500 milljónir króna; það er reyndar ekki skýrt hvort það sé kostnaður sem féll til um heim allan eða sá kostnaður sem féll til á Íslandi. Samkvæmt lögum mun ríkissjóður Íslands endurgreiða 35 prósent af þeim framleiðslukostnaði sem fellur til á Íslandi. Umræðan 27. janúar 2024 14:43
Kvenfrelsi, leikskóli og börn Kvenfrelsi er einn af hornsteinum í stefnu VG sem einsetur sér að uppræta allar birtingarmyndir kynjamisréttis í samfélaginu og brjóta þannig upp kynjakerfi sem er skaðlegt fyrir stöðu, tækifæri og þátttöku allra. Skoðun 27. janúar 2024 00:08
Skoða að nota skattalega hvata til að auka framboð á húsnæði Verið er að undirbúa fjölda aðgerða til að auka framboð á húsnæði fyrir Grindvíkinga að sögn ráðherra í ríkisstjórninni. Þær miði að því að halda niðri verðbólgu. Forsætisráðherra segir ekki búið að ákveða hvort förgunargjald í altjóni verði afnumið en áhersla sé lögð á jafnræði íbúa. Innlent 26. janúar 2024 20:01
Rannsókn á orsakaferli í kjölfar sjálfsvígs Þann 1. desember sl. lagði undirrituð fram tillögu til þingsályktunar um rannsókn á orsakaferli í kjölfar sjálfsvígs. Tillagan hefur það að markmiði að stuðla að öflun gagna sem nýtast við greiningu á áhættuhópum, í forvarnastarfi og við mótun fyrirbyggjandi aðgerða með það að markmiði að koma í veg fyrir sjálfsvígstilraunir og sjálfsvíg. Skoðun 26. janúar 2024 11:01
Pepparar Guðlaugs höfðu betur gegn riddurum Bjarna Janus Arn Guðmundsson og Steinar Ingi Kolbeins hlutu kosningu sem aðalmenn í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Báðir eru nánir samstarfsmenn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og höfðu betur í baráttu við nána samstarfsmenn Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins. Innlent 25. janúar 2024 21:55
Ríkið greiði starfsmönnum Hvals laun Hvalur hf. fer fram á að íslenska ríkið greiði starfsmönnum fyrirtækisins laun fyrir þann tíma sem bann stjórnvalda gegn hvalveiðum gilti í fyrra. Þetta er meðal þess sem fram kemur í kröfu Hvals sem send var á ríkislögmann. Viðskipti innlent 25. janúar 2024 21:17
Gullhúðun skapi ýmislegt óæskilegt fyrir Íslendinga Of oft hefur órökstudd gullhúðun átt sér stað við innleiðingu EES-reglugerða í íslensk lög. Búið er að skipa starfshóp gegn gullhúðun en umhverfisráðherra vill ráðast í afhúðun. Innlent 25. janúar 2024 19:03
Gætu fengið yfir fimmtán milljarða fyrir þriðjungshlut í Ljósleiðaranum Væntingar eru um að Ljósleiðarinn, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, geti verið verðlagður á nálægt fimmtíu milljarða króna í áformuðu hlutafjárútboði félagsins síðar á árinu þar sem til stendur að sækja aukið hlutafé með sölu á þriðjungshlut til nýrra fjárfesta. Mögulegur áhugi lífeyrissjóða veltur meðal annars á því að það takist að fá inn sérhæfða fjárfestingarsjóði að útboðinu. Innherji 25. janúar 2024 16:35
Orkumálaáróður ráðherra Á þriðjudaginn voru umræður á alþingi um orkumál en þá umræðu nýtti orkumálaráðherra enn og aftur til þess að reyna að sannfæra þing og þjóð um að hér á landi sé gríðarlegur orkuskortur og að virkja þurfi heilan helling til að tvöfalda raforkuframleiðsluna. Skoðun 25. janúar 2024 14:31
Spyr hvort ráðherrar hafi vísvitandi viljað spilla kjaraviðræðum Fjármálaráðherra segir það ekki hafa verið tilgang utanríkisráðherra og hennar að hleypa illu blóði í viðræður breiðfylkingarinnar við Samtök atvinnulífsins með yfirlýsingum sínum um mögulega aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum. Þingmaður Pírata segir SA hins vegar hafa lækkað tilboð sitt í viðræðunum eftir yfirlýsingar ráðherranna. Innlent 25. janúar 2024 14:11
Bjarni felur Brynjari að leiða aðgerðir gegn gullhúðun Utanríkisráðherra hefur skipað starfshóp um aðgerðir gegn svokallaðri gullhúðun EES-reglna. Með gullhúðun er átt við þegar stjórnvöld herða á reglum EES-gerða eða bæta við heimasmíðuðum ákvæðum í innleiðingarfrumvörp sem ekki leiða af skuldbindingum samkvæmt EES-samningnum. Innlent 25. janúar 2024 13:08
Enn óráðið með förgunargjald í Grindavík Eigendur altjónshúsa í Grindavík fá aðeins hluta bóta greiddan því enn liggur ekki fyrir hvernig staðið verður að förgun og niðurrifi slíkra húsa. Enn á eftir að koma hita og rafmagni á tugi húsa í bænum. Veðurstofan birtir nýtt hættumat í dag. Innlent 25. janúar 2024 13:00
Við þurfum innflytjendastefnu Í gær bárust fréttir af því að félags- og vinnumarkaðsráðherra hefði lagt til hliðar vinnu við innflytjendastefnu, eða “þingsályktun um stefnu í málefnum innflytjenda og flóttafólks” sem hann stefndi að að leggja fram á vorþinginu. Skoðun 25. janúar 2024 10:01
Útrýmum óvissu Grindvíkinga Óvissa getur skapast þegar fólk hefur of litlar upplýsingar um atburð eða atburðarás. Sú óvissa gerir það að verkum að það er erfitt að skipuleggja eða spá fyrir um framtíðina. Þegar óvissa er til staðar þá magnast upp mikil streita. Skoðun 25. janúar 2024 08:30
Búrfellslundur – fyrir hvern? Landsvirkjun vinnur hart að undirbúningi á því að byggja Búrfellslund þessa dagana. Svo hart að þrátt fyrir að Búrfellslundur sé ekki kominn í skipulag sveitarfélagsins sem hann á að rísa í og Orkustofnun hafi ekki gefið út virkjanaleyfi, þá er samt búið að bjóða út vindmyllurnar, það liggur svo mikið á! Skoðun 25. janúar 2024 07:00
Sjálfstæðismenn með mikla fyrirvara við frumvarp forsætisráðherra Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sem setur mestu fyrirvarana við eitt af lykilmálum forsætisráðherra, um Mannréttindastofnun. Frumvarpið hefur verið til umræðu í nefndinni í fimmtán vikur en samkomulag var um málið í stjórnarsáttmála. Fulltrúar stjórnarflokkanna ræddu þetta og fleiri mál í Pallborðinu í dag. Innlent 24. janúar 2024 20:01
„Við gefumst aldrei upp“ Tjald á vegum Palestínumanna sem bíða fjölskyldusameiningar sem hefur verið uppi fyrir framan Alþingishúsið í tæpan mánuð var tekið niður í dag. Mótmælendur segjast alls ekki vera að gefast upp og ætla að halda dvölinni áfram án tjaldsins. Innlent 24. janúar 2024 19:21
Skellti upp úr yfir óvæntum hávaðakvörtunum Borgarfulltrúi Pírata segist hafa farið að hlæja þegar hún sá að kvartað hafði verið til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða við snjómokstur. Kvörtunum hafi hríðfækkað vegna skorts á snjómokstri í Reykjavík. Innlent 24. janúar 2024 16:37