Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar 3. janúar 2025 12:30 Ríkisstjórnin hefur kallað eftir hugmyndum að leiðum til að spara ríkinu pening. Hér er hugmynd: forgangsröðum í heilbrigðiskerfinu. Við skrifum ekki réttu skýrslurnar Í heilbrigðisráðuneyti sem vandar sig er eðlilegt að skrifaðar séu skýrslur af ýmsu tagi. Utan um þær eru stofnaðir starfshópar, vinnuhópar eða sérfræðingahópar með breiðri aðkomu. Starfshópar eru auðvitað mismunandi, frá því að vera eins manns upp í þrettán, og fjalla um breið viðfangsefni og þröng, að eigin frumkvæði eða vegna ytri pressu. Flestar þessar skýrslur fjalla um að auka, efla, tryggja og styrkja. Blessunarlega hefur verið ráðrúm til að auka útgjöld til heilbrigðismála, byggja og bæta. En peningurinn klárast auðvitað á endanum því bónasekkinn er bágt að fylla. Það eru alltaf hægt að gera meira. Fleiri lyf, meiri tími starfsfólks, betri búnaður. Það hefur því lengi vakið athygli mína að enga skýrslu þekki ég um þá þjónustu sem við ætlum ekki að veita. Þetta er óheppilegt, því að mörgu leyti eru þær umdeildari ákvarðanirnar um það hvað ekki á að gera og hvenær komið er nóg. Niðurstöðum þeirra er sárara að taka. Sjúklingar og aðstandendur mótmæla og fá fjölmiðla með sér í lið. Stjórnendum heilbrigðisstofnana eða heilbrigðisstarfsfólki sjálfu er sannarlega ekki ljúft að segja nei þegar aðrir starfsmenn og/eða sjúklingar óska eftir fjárútlátum. Allar sálfélagslegar forsendur toga í segja já. Já-fólk hefur meira gaman í vinnunni. Þau þurfa ekki að sitja undir gagnrýni. Góð forgangsröðun snýst á endanum um að gera sem mest gagn fyrir þann pening sem um er að tefla. Að sú þjónusta sé veitt sem nýtist best og í samræmi við siðferðileg gildi sem rétt er að leggja til grundvallar. Forgangsröðun tekur oft þá mynd að segja hvað á að gera, en hún þarf jöfnum höndum að fjalla um það sem á ekki að gera. En stjórnmálamenn hafa takmarkaðan áhuga á að forgangsraða. Það sýnir saga síðustu fimm ára. Starfshópur um fagráð Byrjum árið 2019. Þá fór fram heilbrigðisþing sem fjallaði um forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu og á Alþingi var þingsályktun samþykkt ári seinna. Þar var eitt verkefni að „ráðherra skipi starfshóp sem undirbúi stofnun þverfaglegrar og ráðgefandi siðanefndar um forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu“. Þessi starfshópur var vissulega skipaður og í mars 2022 skilaði hann svo af sér áliti. Það er auðvelt að vera hótfyndinn um útkomuna: Starfshópurinn lagði til að stofnað yrði fagráð. Að kerskninni slepptri, þá þurfti auðvitað að ræða ýmislegt og setja það niður í minnisblað sem starfshópurinn lagði fram. Þar var lagt til að í fagráðinu yrði sjö manns ásamt starfsmanni sem starfa myndi í kallfæri frá Vísindasiðanefnd og nýta sömu aðstöðu. Kostnaður yrði um þriðjungur kostnaðar Vísindasiðanefndar eða 25–30 milljónir miðað við 2025. Fagráðið myndi þá vera ráðgefandi en ekki stjórnvald sem tæki ákvarðanir. Það gæfi út leiðbeinandi álit um forgangsröðun um ólík svið heilbrigðisþjónustunnar og samspil þeirra. Einnig þyrfti fagráðið að skoða sérstaklega tækninýjungar af ýmsu tagi, fjalla um álitamál og vinna þar jöfnum höndum að málum sem beint væri til ráðsins og því sem ráðið hefði frumkvæði að sjálft. Óheppilegt er að fagráðið fjalli um málefni einstakra sjúklinga, en einstök mál geta auðvitað orðið til þess að fagráðið taki til umfjöllunar það svið sem málið tilheyrir. Eitt helsta markmiðið með slíkri nefnd væri að styrkja ákvarðanatöku, fyrst og fremst til að koma í veg fyrir handahófskennda og dulda ákvarðanatöku. Í kjölfarið á framlagningu minnisblaðsins lýsti Willum Þór Þórsson þáverandi heilbrigðisráðherra því yfir að þetta fagráð yrði sett á fót. En þrátt fyrir þær yfirlýsingar gerðist ekkert meir. Málið er stopp. Engir peningar á fjárlögum 2023, 24 eða 25. Forgangsröðun er ekki forgangsraðað. Forgangsröðum forgangsröðun Nýr heilbrigðisráðherra ætti að setja fagráð um forgangsröðun á fót. Hún þarf auðvitað að setja mark sitt á fyrirkomulagið, en talsverð undirbúningsvinna hefur þegar farið fram. Nú er auðvitað kúnstugt af mér að leggja til fjárútlát þegar kallað er eftir sparnaðartillögum og fækkun stofnana ríkisins. Staðreyndin er hins vegar sú að kostnaðurinn er sáralítill í samhenginu, og verkefninu hefur verið fundinn staður í starfandi stofnun. Nýrrar ríkisstjórnar bíður krefjandi verkefni við að koma skikki á fjármál ríkisins en bæta jafnframt þjónustu. Fjórðungur rekstrargjalda ríkisins fara til málefnasviða sem heyra undir heilbrigðiskerfið. Þar fara hundruð milljarða í gegn. Ég býst ekki við kúvendingu í fjárreiðum heilbrigðiskerfisins þó sett yrði á stofn fagráð um forgangsröðun. En það væri skýrt skref í rétta átt og farvegur fyrir ígrundaða umræðu um heilbrigðiskerfið og lífið sjálft. Höfundur er doktor í heilsuhagfræði og fyrrverandi forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Ólafsson Heilbrigðismál Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur kallað eftir hugmyndum að leiðum til að spara ríkinu pening. Hér er hugmynd: forgangsröðum í heilbrigðiskerfinu. Við skrifum ekki réttu skýrslurnar Í heilbrigðisráðuneyti sem vandar sig er eðlilegt að skrifaðar séu skýrslur af ýmsu tagi. Utan um þær eru stofnaðir starfshópar, vinnuhópar eða sérfræðingahópar með breiðri aðkomu. Starfshópar eru auðvitað mismunandi, frá því að vera eins manns upp í þrettán, og fjalla um breið viðfangsefni og þröng, að eigin frumkvæði eða vegna ytri pressu. Flestar þessar skýrslur fjalla um að auka, efla, tryggja og styrkja. Blessunarlega hefur verið ráðrúm til að auka útgjöld til heilbrigðismála, byggja og bæta. En peningurinn klárast auðvitað á endanum því bónasekkinn er bágt að fylla. Það eru alltaf hægt að gera meira. Fleiri lyf, meiri tími starfsfólks, betri búnaður. Það hefur því lengi vakið athygli mína að enga skýrslu þekki ég um þá þjónustu sem við ætlum ekki að veita. Þetta er óheppilegt, því að mörgu leyti eru þær umdeildari ákvarðanirnar um það hvað ekki á að gera og hvenær komið er nóg. Niðurstöðum þeirra er sárara að taka. Sjúklingar og aðstandendur mótmæla og fá fjölmiðla með sér í lið. Stjórnendum heilbrigðisstofnana eða heilbrigðisstarfsfólki sjálfu er sannarlega ekki ljúft að segja nei þegar aðrir starfsmenn og/eða sjúklingar óska eftir fjárútlátum. Allar sálfélagslegar forsendur toga í segja já. Já-fólk hefur meira gaman í vinnunni. Þau þurfa ekki að sitja undir gagnrýni. Góð forgangsröðun snýst á endanum um að gera sem mest gagn fyrir þann pening sem um er að tefla. Að sú þjónusta sé veitt sem nýtist best og í samræmi við siðferðileg gildi sem rétt er að leggja til grundvallar. Forgangsröðun tekur oft þá mynd að segja hvað á að gera, en hún þarf jöfnum höndum að fjalla um það sem á ekki að gera. En stjórnmálamenn hafa takmarkaðan áhuga á að forgangsraða. Það sýnir saga síðustu fimm ára. Starfshópur um fagráð Byrjum árið 2019. Þá fór fram heilbrigðisþing sem fjallaði um forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu og á Alþingi var þingsályktun samþykkt ári seinna. Þar var eitt verkefni að „ráðherra skipi starfshóp sem undirbúi stofnun þverfaglegrar og ráðgefandi siðanefndar um forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu“. Þessi starfshópur var vissulega skipaður og í mars 2022 skilaði hann svo af sér áliti. Það er auðvelt að vera hótfyndinn um útkomuna: Starfshópurinn lagði til að stofnað yrði fagráð. Að kerskninni slepptri, þá þurfti auðvitað að ræða ýmislegt og setja það niður í minnisblað sem starfshópurinn lagði fram. Þar var lagt til að í fagráðinu yrði sjö manns ásamt starfsmanni sem starfa myndi í kallfæri frá Vísindasiðanefnd og nýta sömu aðstöðu. Kostnaður yrði um þriðjungur kostnaðar Vísindasiðanefndar eða 25–30 milljónir miðað við 2025. Fagráðið myndi þá vera ráðgefandi en ekki stjórnvald sem tæki ákvarðanir. Það gæfi út leiðbeinandi álit um forgangsröðun um ólík svið heilbrigðisþjónustunnar og samspil þeirra. Einnig þyrfti fagráðið að skoða sérstaklega tækninýjungar af ýmsu tagi, fjalla um álitamál og vinna þar jöfnum höndum að málum sem beint væri til ráðsins og því sem ráðið hefði frumkvæði að sjálft. Óheppilegt er að fagráðið fjalli um málefni einstakra sjúklinga, en einstök mál geta auðvitað orðið til þess að fagráðið taki til umfjöllunar það svið sem málið tilheyrir. Eitt helsta markmiðið með slíkri nefnd væri að styrkja ákvarðanatöku, fyrst og fremst til að koma í veg fyrir handahófskennda og dulda ákvarðanatöku. Í kjölfarið á framlagningu minnisblaðsins lýsti Willum Þór Þórsson þáverandi heilbrigðisráðherra því yfir að þetta fagráð yrði sett á fót. En þrátt fyrir þær yfirlýsingar gerðist ekkert meir. Málið er stopp. Engir peningar á fjárlögum 2023, 24 eða 25. Forgangsröðun er ekki forgangsraðað. Forgangsröðum forgangsröðun Nýr heilbrigðisráðherra ætti að setja fagráð um forgangsröðun á fót. Hún þarf auðvitað að setja mark sitt á fyrirkomulagið, en talsverð undirbúningsvinna hefur þegar farið fram. Nú er auðvitað kúnstugt af mér að leggja til fjárútlát þegar kallað er eftir sparnaðartillögum og fækkun stofnana ríkisins. Staðreyndin er hins vegar sú að kostnaðurinn er sáralítill í samhenginu, og verkefninu hefur verið fundinn staður í starfandi stofnun. Nýrrar ríkisstjórnar bíður krefjandi verkefni við að koma skikki á fjármál ríkisins en bæta jafnframt þjónustu. Fjórðungur rekstrargjalda ríkisins fara til málefnasviða sem heyra undir heilbrigðiskerfið. Þar fara hundruð milljarða í gegn. Ég býst ekki við kúvendingu í fjárreiðum heilbrigðiskerfisins þó sett yrði á stofn fagráð um forgangsröðun. En það væri skýrt skref í rétta átt og farvegur fyrir ígrundaða umræðu um heilbrigðiskerfið og lífið sjálft. Höfundur er doktor í heilsuhagfræði og fyrrverandi forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun