Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Bjarki Sigurðsson skrifar 4. janúar 2025 22:31 Sigríður Á. Andersen er þingmaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Netverslun með áfengi hefur tekið stakkaskiptum með sérstöku „sýningarrými“ sem opnað var um helgina. Þingmaður Miðflokksins segir gott sparnaðarráð til ríkisstjórnarinnar vera að leggja niður ÁTVR. Enginn grundvöllur sé fyrir einkasölu ríkisins á áfengi. Í síðasta mánuði opnaði netverslunin Santé nýjan afhendingarstað í Skeifunni. Á afhendingarstaðnum er einnig sýningarsalur og geta viðskiptavinir því valið sér beint úr hillunni hvað þeir vilja kaupa, líkt og í hefðbundinni verslun. Eigandi Santé telur sig ekki brjóta lög með þessari nýju aðferð, þetta sé enn netverslun. „Þetta er alltaf netverslun vegna þess að við biðjum um rafræn skilríki og auðkennum fólk. Hér er ekki þannig að fólk setji í körfu og borgi á kassanum. Það er enginn búðarkassi hérna heldur er fólk gjarnan með eigin síma eða gerir þetta á iPad hér á staðnum,“ segir Arnar Sigurðsson, eigandi Santé. Arnar Sigurðsson er eigandi Sante.Vísir/Vilhelm Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, segir að þegar netverslanir séu orðnar svo líkar hefðbundnum verslunum sé enginn grundvöllur fyrir einkasölu ríkisins á áfengi. „Það hlýtur að vera kærkomið sparnaðarráð, því nú er ríkisstjórnin að óska eftir sparnaðarráðum, að ríkið dragi sig alfarið úr sölu á áfengi og selji þessar áfengisverslanir sem eru orðnar. Hætti rekstrinum svo sjálft en hafi tekjurnar áfram af áfengissölunni,“ segir Sigríður. „Það heyrir auðvitað undir þingið og þinginu ber skylda til að afnema í orði það sem hefur verið afnumið á borði.“ Komi slíkt frumvarp frá ríkisstjórninni muni hún styðja það. „Þetta er mjög auðveld lagabreyting, það tekur ekki nema einn eða tvo daga að semja lagafrumvarp og afgreiða það svo á þessu þingi,“ segir Sigríður. Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Rekstur hins opinbera Alþingi Netverslun með áfengi Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Í síðasta mánuði opnaði netverslunin Santé nýjan afhendingarstað í Skeifunni. Á afhendingarstaðnum er einnig sýningarsalur og geta viðskiptavinir því valið sér beint úr hillunni hvað þeir vilja kaupa, líkt og í hefðbundinni verslun. Eigandi Santé telur sig ekki brjóta lög með þessari nýju aðferð, þetta sé enn netverslun. „Þetta er alltaf netverslun vegna þess að við biðjum um rafræn skilríki og auðkennum fólk. Hér er ekki þannig að fólk setji í körfu og borgi á kassanum. Það er enginn búðarkassi hérna heldur er fólk gjarnan með eigin síma eða gerir þetta á iPad hér á staðnum,“ segir Arnar Sigurðsson, eigandi Santé. Arnar Sigurðsson er eigandi Sante.Vísir/Vilhelm Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, segir að þegar netverslanir séu orðnar svo líkar hefðbundnum verslunum sé enginn grundvöllur fyrir einkasölu ríkisins á áfengi. „Það hlýtur að vera kærkomið sparnaðarráð, því nú er ríkisstjórnin að óska eftir sparnaðarráðum, að ríkið dragi sig alfarið úr sölu á áfengi og selji þessar áfengisverslanir sem eru orðnar. Hætti rekstrinum svo sjálft en hafi tekjurnar áfram af áfengissölunni,“ segir Sigríður. „Það heyrir auðvitað undir þingið og þinginu ber skylda til að afnema í orði það sem hefur verið afnumið á borði.“ Komi slíkt frumvarp frá ríkisstjórninni muni hún styðja það. „Þetta er mjög auðveld lagabreyting, það tekur ekki nema einn eða tvo daga að semja lagafrumvarp og afgreiða það svo á þessu þingi,“ segir Sigríður.
Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Rekstur hins opinbera Alþingi Netverslun með áfengi Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira