Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. janúar 2025 15:49 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. vísir/vilhelm „Það var í rauninni allt tekið fyrir en á mismikilli dýpt. Þetta var bara gaman, þetta var gott spjall í dásamlegu umhverfi. Hvergi er fallegra að vera heldur en á Þingvöllum. Hvort sem það er á sumrin eða í þessum vetrarbúningi sem var í gær.“ Þetta segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, í samtali við Vísi um nýafstaðin vinnufund ríkisstjórnarinnar sem fór fram í ráðherrabústaðnum á Þingvöllum í gær í miklu fannfergi. Fundurinn nýttur í forgangsröðun Ekki var gefið út hvað yrði rætt á fundinum en Þorgerður segir að ríkisstjórnin hafi stiklað á stóru varðandi alla helstu málaflokka og rætt flest öll þau mál sem eru í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokk fólksins. „Við vorum náttúrulega að fara yfir stefnuyfirlýsinguna og áherslurnar, fyrstu málin, hvað við viljum fara strax í. Svo vorum við að fara á dýptina í ýmsum málum. Það kemur engum á óvart að við vorum mikið að fara yfir fjármál ríkisins og hvað við getum gert til að tryggja efnahagslegan stöðugleika og aðstoða Seðlabankann í verkefninu við að lækka vexti.“ Þorgerður Katrín á fundi ríkisstjórnar á Þingvöllum í gær.vísir/vilhelm Hún tekur fram að það hafi verið einstaklega gaman á fundinum í gær og að vel hafi farið á milli ráðherra. Fundurinn hafi að mestu verið nýttur í að forgangsraða því sem verði lagt fram í upphafi nýs þings. „Við ræddum mikið samgöngumál, innviðauppbyggingu, öryrkja og tekjutengingu lífeyris og útgreiðslna og svo framvegis. Það voru allir mjög einbeittir og glaðsinna í senn, mér fannst það gott. Það er gott að skynja að það er kraftur í fólki og það eru allir mjög meðvitaðir um ábyrgðina sem felst í að sitja í ríkisstjórn og taka hluti áfram.“ Hugmyndirnar komi að góðum notum í ráðuneytunum Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra opnaði samráðsgátt á fimmtudaginn þar sem fólk getur sent inn tillögur varðandi hvernig best sé hægt að hagræða rekstri ríkisins. Tillögur hafa hrannast inn síðustu tvo daga og telja nú nokkur þúsund. Þorgerður segir að ýmislegt í tillögunum komi ekki á óvart og jafnvel sé búið að framkvæma sumt sem þar er lagt fram. „Þetta verða örugglega einhverjar þúsundir tillagna þegar upp er staðið. Þó það væri ekki nema einhverjar tíu til þrjátíu sem við getum byggt á þá er það frábært. Þetta veitir líka ráðuneytunum aðhald. Við fáum líka fullt af hugmyndum um hvað sé hægt að gera betur innan hvers ráðuneytis. Þetta er nýtilegt á margan hátt. Mér finnst þetta frábært framtak hjá okkur, þó ég hæli okkur sjálfum í ríkisstjórninni. Mér finnst þetta skemmtilegt og aðeins nýtt, þetta undirstrikar það að við erum að velta við hverri þúfu til að þess að fara betur með peninga.“ „Gott að vera komin aftur“ Þorgerður Katrín er sú eina í núverandi ríkisstjórn sem hefur áður setið sem ráðherra. Hún var áður menntamálaráðherra árið 2003 til ársins 2009 og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra árið 2017. Spurð hvernig tilfinningin sé að koma aftur í ráðherrabústaðinn og hvort hún hafi tekið ráðherra ríkisstjórnarinnar í sýnisferð um bústaðinn segir Þorgerður: „Það er bara gott að vera komin aftur. Verkefnin eru stór og mikil. Auðvitað er maður í pólitík til að hafa áhrif og ríkisstjórnin er meðal annars ein leið til þess. Við ætlum að nýta tækifærið og halda áfram að vinna fyrir þjóðina. Maður finnur og skynjar þennan meðbyr sem er með ríkisstjórninni, fólki er pínulítið létt. Maður er í búðum, maður er í ræktinni og fólk kemur til manns og segir hvað það er gott að þetta sé farið af stað. Fólk nennir ekki meiri tímaeyðslu í garg og suð á milli ríkisstjórnarflokka heldur bara að fólk fari að demba sér í verkin.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira
Þetta segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, í samtali við Vísi um nýafstaðin vinnufund ríkisstjórnarinnar sem fór fram í ráðherrabústaðnum á Þingvöllum í gær í miklu fannfergi. Fundurinn nýttur í forgangsröðun Ekki var gefið út hvað yrði rætt á fundinum en Þorgerður segir að ríkisstjórnin hafi stiklað á stóru varðandi alla helstu málaflokka og rætt flest öll þau mál sem eru í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokk fólksins. „Við vorum náttúrulega að fara yfir stefnuyfirlýsinguna og áherslurnar, fyrstu málin, hvað við viljum fara strax í. Svo vorum við að fara á dýptina í ýmsum málum. Það kemur engum á óvart að við vorum mikið að fara yfir fjármál ríkisins og hvað við getum gert til að tryggja efnahagslegan stöðugleika og aðstoða Seðlabankann í verkefninu við að lækka vexti.“ Þorgerður Katrín á fundi ríkisstjórnar á Þingvöllum í gær.vísir/vilhelm Hún tekur fram að það hafi verið einstaklega gaman á fundinum í gær og að vel hafi farið á milli ráðherra. Fundurinn hafi að mestu verið nýttur í að forgangsraða því sem verði lagt fram í upphafi nýs þings. „Við ræddum mikið samgöngumál, innviðauppbyggingu, öryrkja og tekjutengingu lífeyris og útgreiðslna og svo framvegis. Það voru allir mjög einbeittir og glaðsinna í senn, mér fannst það gott. Það er gott að skynja að það er kraftur í fólki og það eru allir mjög meðvitaðir um ábyrgðina sem felst í að sitja í ríkisstjórn og taka hluti áfram.“ Hugmyndirnar komi að góðum notum í ráðuneytunum Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra opnaði samráðsgátt á fimmtudaginn þar sem fólk getur sent inn tillögur varðandi hvernig best sé hægt að hagræða rekstri ríkisins. Tillögur hafa hrannast inn síðustu tvo daga og telja nú nokkur þúsund. Þorgerður segir að ýmislegt í tillögunum komi ekki á óvart og jafnvel sé búið að framkvæma sumt sem þar er lagt fram. „Þetta verða örugglega einhverjar þúsundir tillagna þegar upp er staðið. Þó það væri ekki nema einhverjar tíu til þrjátíu sem við getum byggt á þá er það frábært. Þetta veitir líka ráðuneytunum aðhald. Við fáum líka fullt af hugmyndum um hvað sé hægt að gera betur innan hvers ráðuneytis. Þetta er nýtilegt á margan hátt. Mér finnst þetta frábært framtak hjá okkur, þó ég hæli okkur sjálfum í ríkisstjórninni. Mér finnst þetta skemmtilegt og aðeins nýtt, þetta undirstrikar það að við erum að velta við hverri þúfu til að þess að fara betur með peninga.“ „Gott að vera komin aftur“ Þorgerður Katrín er sú eina í núverandi ríkisstjórn sem hefur áður setið sem ráðherra. Hún var áður menntamálaráðherra árið 2003 til ársins 2009 og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra árið 2017. Spurð hvernig tilfinningin sé að koma aftur í ráðherrabústaðinn og hvort hún hafi tekið ráðherra ríkisstjórnarinnar í sýnisferð um bústaðinn segir Þorgerður: „Það er bara gott að vera komin aftur. Verkefnin eru stór og mikil. Auðvitað er maður í pólitík til að hafa áhrif og ríkisstjórnin er meðal annars ein leið til þess. Við ætlum að nýta tækifærið og halda áfram að vinna fyrir þjóðina. Maður finnur og skynjar þennan meðbyr sem er með ríkisstjórninni, fólki er pínulítið létt. Maður er í búðum, maður er í ræktinni og fólk kemur til manns og segir hvað það er gott að þetta sé farið af stað. Fólk nennir ekki meiri tímaeyðslu í garg og suð á milli ríkisstjórnarflokka heldur bara að fólk fari að demba sér í verkin.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira