
Er ekki allt komið í lag núna?
Skýrslan um vöggustofurnar er hrollvekjandi lesning. Þar er gerð úttekt á illri meðferð rúmlega þúsund ungbarna á árunum 1949 til 1973 en raunar voru vöggustofur starfræktar til ársins 1979. Börn á vöggustofum voru aðskilin frá foreldrum sínum, mánuðum og árum saman, án þess að nokkrir aðrir kæmu í þeirra stað.